Vikan


Vikan - 14.09.1967, Síða 11

Vikan - 14.09.1967, Síða 11
í lögunum viö fær- eysku danskvæðin, sem dansað er eftirenn þann dag í dag, ersumtsem minnir á rímnalögin, svo sem eðlilegt má kalla. Og ég hef líka hlustað á írsk, slóvakísk og jafn- vel móngólsk þjóðlög, þar sem ég hef heyrt sitthvað, sem minnt hefur mig á rímnalögin okkar særði eitthvað af veizlufólkinu. Þó ekki Búdíení sjálfan, því að hann lifði til að stjórna suðurher Rússa, þegar Hitler slóst upp á þá, og beið þá einn almesta ó- sigur, sem um getur í saman- lagðri sögu þeh’rar endalausu erkiheimsku, sem hermennska er. Og af því tilefni hefur líklega til- færð vísa verið ort, en um höf- und hennar er okkur ekki kunn- ugt. Nú, þessi saga um kveðskap Hallfreðar Arnar í Búkarest er auðvitað þjóðsaga, og kannske líka sagan um buslugang Búdí- enís í vínámunni. Nú halda menn kannske, að þjóðsögur séu eitthvað, sem heyri til grárri forneskju, en því fer fjarri sem betur fer. Manneskjan heldur stöðugt áfram að búa til sögur, sjálfrátt og ósjálfrátt, og þessi árátta hennar er einmitt megin- viðfangsefni mannsins, sem rím- urnar kvað fyrir austantjalds- mönnum í Rúmeníu. Hann heitir eins og þegar hefur margsinnis verið tekið fram í þessum pistli, Hallfreður Örn Eiríksson, Hún- vetningur að ætt, ber menntatit- ilinn cand. mag. og er stúderað- ur í íslenzku, írsku, tékknesku og þjóðfræði frá háskólum í Reykja- vík, Dublin og Prag. — Hvar hófst þú þitt háskóla- nám? byrjuðum við að spyrja þennan alskeggjaða sagnamann. — Við Háskóla íslands, þar sem ég tók próf í íslenzkum fræðum. Þaðan fór ég svo til Prag og nam við Karlsháskóla þar í borg, tékknesku og þjóð- fræði. Þessi skóli er kenndur við Karl keisara fjórða, sem bjó í Prag á sínum tíma og gerði mik- ið fyrir þá borg, byggði brúna yfir ána þarna og fleira skemmti- legt. Svo var ég nærri ár á ír- landi, lagði stund á írsku við University College, Dublin og kynnti mér jafnframt starfsemi þjóðfræðistofnunarinnar írsku, Irish Folklore Commission. Þó að þessi stofnun sé yngri að árum en margar aðrar hliðstæðar stofnanir, hefur starfsmönnum hennar tekizt að safna saman fleiri þjóðsögum, ævintýrum, þjóðlögum og skyldmn fróðleik en víðast hvar annars staðar. Sem dæmi vil ég geta þess, að þjóðsagna- og ævintýrasafnið eitt er um hálf önnur milljón blað- síðna. Frumkvöðullinn að þess- ari geysilegu söfnun og yfirmað- ur Irish Folklore Qommission frá upphafi var og er Séamus Ó Duilearga prófessor, sem er kunnur mörgum íslendingum. — Og nú ertu við þjóðfræði- störf hér heima? — Já, ég vinn að söfnun alls konar þjóðfræða og hef helgað mig því starfi eingöngu síðan haustið 1966. Starfsemin heyrir undir Handritastofnun íslands. En það er miklu lengra, frá því að ég byrjaði á þessu. Sumrin 1958 og 1959 safnaði ég einkum rímnalögum, og þá fyrst og fremst á Vestfjörðum. 1964 fékk ég svo styrk úr Vísinda- sjóði og hélt svo áfram þjóð- fræðirannsóknum og söfnun á vegum Handritastofnunarinnar og Þjóðminjasafnsins sumrin 1964, 1965 og 1966. Upp frá því var starf mitt nokkuð annars eðl- is, því að nú safnaði ég öllum fróðleik í víðtækustu merkingu þeirra orða. Þá kom fljótlega í ljós, að svo mikið af þjóðsögum og þjóðlegum fróðleik er til í landinu, að mér veitti ekki af því að vera að þessu öllum stund- um. — Voru þeir Jón Árnason og Sigfús Sigfússon ekki búnir að safna obbanum af þessu áður? — Þeirra verk var ómetanlegt, en mitt er unnið á nýjum grund- velli. Þeir urðu að skrifa niður allt, sem þeir heyrðu, en ég hijóð- rita allt og næ því málfari sagna- fólksins óbreyttu. Það er verst að hafa ekki myndsegulband, þvi að margt af þessu fólki er miklir leikarar. Og verkefnið er þess eðlis, að það er engin leið að tæma það; það eru alltaf að verða til nýjar og nýjar sögur. — Maður hefði haldið, að í þessu maskínuþjóðfélagi okkar tíma hættu þjóðsögur að verða til. — Það gera þær ekki, síður en svo, sem betur fer. En auð- vitað tekur þetta breytingum. Ýmsir flokkar þjóðsagna og æv- intýra, svo sem sögur af kóng- um og drottningum, útilegu- mönnum og tröllum og huldu- fólki lifa að vísu enn sæmilegu lífi í manna minnum, en það eru eingöngu gamlar sögur, nýjar bætast ekki við. En það eru aðr- ir fiokkar sagna, sem enn eru í fullu fjöri og eru stöðugt að endurnýjast. Þar á ég við sögur af ýmsum mönnum og atburðum, bæði gamansögur og sögur af mannraunum og slysförum, svo að eitthvað sé nefnt. Þær eru alltaf að verða til, mótast og breytast í meðförum. Drauga- sögur verða líka enn þá til og yfirleitt sögur, sem fjalla um allskonar dulræn efni. Það er síður en svo, að sú grein þjóð- sagna sé í neinni afdöngun. — Að hverju hefur söfnun þín sérstaklega beinzt upp á síðkast- ið? — Að safna eins miklu og unnt er af sögum, sem hafa myndazt, meðan sveitamenning- in var næstum allsráðandi í landinu. Það er sérstaklega áríð- andi að ná sem mestu af þessu saman sem fyrst, því að viðbú- ið er, að þetta fari að gleymast. Mér hefur gengið þetta allvel og fengið víðast hvar mjög góðar undirtektir; er alltaf að fá upp- lýsingar um fólk, sem er fúst til að segja sögur. — Er mikið um vandremótíf í íslenzkum þjóðsögum og ævin- týrum? — Það er talsvert af flökku- minnum í þeim. Til dæmis mætti nefna ævintýrið um Ambrósíus og Rósamundu, sem til er í munn- legri geymd og hefur lengi verið í flestum löndum Evrópu. Shake- speare studdist við það í Kaup- manninum í Feneyjum. Aðalefni ævintýrsins er það, að maður nokkur lofar því að iáta skera pund úr sínu eigin holdi til að greiða pund af gulli, sem hann fær lánað, eigi hann ekki fyrir skuldinni. En á gjalddaga er mað- urinn auðvitað eins fátækur og áður. Þá kemur til skjalanna heitkona mannsins, sem bjargar ástmanni sinum með brögðum. — Hvað viltu frekar segja um ævintýrin? — Mörg þeirra sýna ást manna á jákvæðum mannlegum eigin- Ieikum, til dæmis ráösnilli, sann- sögh, tryggð og þolinmæði. — Er sagnaáhugi mismunandi eftir aldursflokkum? — Já, áhuginn er meiri hjá eldra fólki, og það hefur ákveðn- ari skoðanir á þjóðtrúarsögnum. Afstaða yngri maxma til þessara sagna er hlutlausari. — Heldurðu að sögurnar, sem nú eru að myndast, verði eins lífsseigar og gömlu þjóðsögurn- ar? — Um það er ekki nokkur leið að segja. í gamla daga gátu sög- urnar lifað kynslóð eftir kyn- slóð, en það er alveg óreynt, hversu lífseigar þær nýju verða. Þetta skapast og þróast á marg- an hátt. Stundum verða til sagna- flokkar um kunna eða sérkenni- lega einstakhnga, en margt fleira mætti tína til. Söfnunin er mjög misauðveld, eftir því hvort hún er stunduð úti á landi eða hér í þéttbýlinu. í þorpunum og sveitunum er til- tölulega auðvelt að hafa upp á mönnum, sem hafa frá einhverju að segja, en hér í Reykjavík og nágrenni er auðvitað miklu erf- iðara. En ég reyni að fá upplýs- ingar frá sem flestum. Ég hef til dæmis setið inni á Hrafnistu vikum saman. Þeir skipta þús- undum, sem ég þyrfti að tala við. Margir segjast ekkert eða lítið kunna, en það tinist vanalega eitthvað til, þegar farið er að tala við þá. En vitaskuld eru þessir gömlu sagnamenn, sem gátu sagt sögur á hverju kvöldi, að hða undir lok. — Ég geri ráð fyrir, að þú hafir haft upp á ýmsu? — Já. Og svo er það líka, að síðan ég gat helgað mig þessu einvörðungu, hef ég safnað mörgu betm- en áðm-. Á síð- asta ári tókst mér að hljóð- rita flest gömlu Passíusálmalög- in, og veitti Kirkjuráð til þess ríflegan styrk. Auðvitað voru þessi lög til áður á nótum; Sig- urður Þórðarson og Hallgrímur Helgason höfðu áður skrifað upp Passíusálmalög eftir ýmsum. En það, sem ég gerði, var þetta: Ég Framhald á bls. 40. 37. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.