Vikan


Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 14.09.1967, Blaðsíða 13
I ÁTJÁN Smásaga ©ftír Caroline Richards Þegar ég var átján ára og ný- byrjuð í mínu fyrsta starfi, bjó ég í stórri íbúð í London, með sjö öðr- um stúlkum. En við vorum alltaf miklu fleiri en sjö. Hver okkar átti svo marga kunningja, að það voru sjaldan færri en fimmtán stúlkur, sem ýmist borðuðu, sváfu eða ein- faldlega voru hjá okkur. Það var afskaplega skemmtilegt hjá okkur og við tókunum hlutun- um eins og þeir komu fyrir, ég var eins og öll hin, stöðugt auralaus, en við höfðum engar sérstakar áhyggj- ur af því. Ég var venjulega með Davið, en mér fannst hann vera sem bróðir minn. Ég vissi ekki þá hvað ástin var. .. . En svo hitti ég Alexander. Ég hitti hann í blaðamannasamkvæmi, og ég held að það hafi verið bjána- legur op-kjóllinn minn, sem dró að sér athygli hans. Við fórum að tala saman, aðallega um atvinnu hans, hann var fréttaritari fyrir alþjóða- tímarit. Mér fannst ég standa mig vel í þeim samræðum, enda hafði ég töluvert álit á sjálfri mér, fannst ég vera þó nokkuð reynd og gáfuð. Hann bauð mér að borða með sér næstkomandi þriðjudag, og ég þáði það með þökkum, alsæl. Það kvöld vandaði ég mig við að klæða mig, vildi líta sem virðulegast út. Alexander sagðist ekki koma til London nema einu sinni í mánuði, þess á milli flæktist hann um jarðar- kúluna, og venjulega væri hann svo upptekinn að hann hefði ekki tíma til að bjóða stúlkum út. Trúi því hver sem vill, hugsaði ég. Hann sagði mér líka að hann væri þrjátíu og tveggja ára, og það munaði minnstu að ég fengi áfall, þegar ég heyrði það, fannst þetta vera voða- lega hár aldur. Þegar ég kom heim, eftir að Alex hafði ekið mér í gljáandi Mercedes- bílnum sínum, sagði ég kunningjun- um allt saman, og þau ætluðu að springa af hlátri, sögðu að það væri leiðinlegt að ég væri búin að borða, þau væru á leiðinni á pylsubarinn. Svo fóru þau öll út, hávær og hlæj- andi, og mér fannst þau vera eins og krakkakjánar, sem vissu ekkert um lífið og hinar björtu hliðar þess. Alexander bauð mér líka út næsta kvöld, og þegar við vorum búin að borða, bauð ég honum með mér upp í íbúðina, upp á kaffi. Þegar við komum inn var allt á öðrum endan- um. Peter og Sue voru í koddaslag, einhver þrjú voru að matreiða eitt- hvað í eldhúsinu, sem angaði af hvít- laukslykt, og vinur einnar stelpunn- ar var að rífa í sundur bílmótor í anddyrinu. Ég verð að segja það, að Alexander tók þessu öllu vel. Hann settist á brúnina á einum legu- bekknum (þeim sem var allur í hengslum), hagræddi snyrtileg klæðskerasaumuðum fötum sínum. Flestir kunningjar okkar gengu dag- lega í gallabuxum og skræpóttum skyrtum, og þeir sem voru þarna þetta kvöldið, voru sérstaklega kæruleysislega klæddir, Davið ekki sízt. Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.