Vikan


Vikan - 14.09.1967, Page 19

Vikan - 14.09.1967, Page 19
Herbert Cukurs taldi sig öruggan - treysti sjálfum sér, skammbyssu sinni og vernd lögregiunnar. En eitt sinn lét hann ráð- leggingar Eögreglunnar sem vind um eyru þjóta. Og þá sýndi sig að hvorki hann sjálf- ur eða skammbyssan gátu bjargað lífi hans. læknirinn þar á ofan var kynnt- ur fyrir ungri, fallegri konu, sem gjarnan virtist vilja slást í fé- lagsskapinn, varð hamingjan svo fullkomin að Mengele varpaði frá sér ailri þeirri tortryggni, sem hann annars' um langt skeið hafði talið sér lífsnauðsynlega. Það lá við að þetta yrði honum að falli. Hefði hann verið vel á verði, hefði hann átt að taka eftir glampanum í augum ungu kon- unnar, þegar þau voru kynnt hvort fyrir öðru. Það gerði hótel- stjórinn. — Ungfrú Nora Aldot, dr. Jos- ef Mengele. Hótelstjórinn hefði ekki þurft að nefna nafn Mengeles. Nora Aldot hafði þegar borið kennsl á hann. Sem ung stúlka hafði hún verið í Auschwitz. Hún hafði ver- ið ein þeirra þúsunda ungra kvenna, sem teknar höfðu verið inn á „sjúkrastofu“ dr. Mengeles í einangrunarbúðunum. Nú stóð hún augliti til auglitis við mann- inn, sem hafði gert hana ófrjóa fyrir meira en fimmtán árum. Það lá við að Nora Aldot fengi taugaáfall, en henni tókst að hafa stjórn á sér unz hún var ein á herbergi sínu. Mengele hafði ekki tekið eftir neinu og skyldi ekki heldur verða neins vísari, fyrr en það yrði of seint. Nora ving- aðist við Mengele, og þau um- gengust hvort annað sem góðir vinir meðan hún beið eftir hent- ugu tækifæri. En Nora beið of lengi. Að kvöldi fjórtánda febrúar 1960 brá annar lífvarðanna Meng- ele á eintal. Mengele varð hrædd- ur, þegar hann heyrði hvað hann hafði að segja. Allt í einu gerði hann sér ljóst, hve nærri enda- lokunum hann hafði verið. — Hún er tattóveruð innan á vinstra handleggnum. Það er númer. Meira þurfti Mengele ekki að vita. Tattóveraða núm- erið gat ekki verið frá nema ein- um stað: Auschwitz. Hún var þá að leita hefnda eftir allt saman. Mengele var glaðværari en venjulega þetta kvöld. — Hann sýndi Noru meiri athygli en áð- ur og kom fram með margar uppástungur um hvað þau ættu að taka sér fyrir hendur á næst- unni, saman. Meðal annarra tal- aði hann um að þau skyldu fara í fjallgöngu með morgninum. Hann sjálfur, Nora og tveir burð-l 37. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.