Vikan


Vikan - 14.09.1967, Qupperneq 22

Vikan - 14.09.1967, Qupperneq 22
Framhaldssagan eftir Sergeanne GoBon 30. tifiufi Það var eins og hann væri að biða eftir einhverju. Hve frábrugð- inn hann var prinsi Miðjarðarhafsins! Hún þekkti hann aðeins á höfuðbúnaðinum. Höfuðið var hulið með satinkollu, sem var bundin eftir spænskri aðferð, og þessari ómannlegu leðurgrímu, með neflega upphækkun í miðjunni. Grimu, sem huldi næstum varirnar, svart, hrokkið skeggið og í gegnum rifurnar í grím- unni þessi tvö glitrandi augu með óskiljanlegum og óþolandi glamp- anum. Þetta var Rescator, víst var það, en nú höfðu grófari töfrar náð taki á honum, töfrar Atlantshafsins. 1 mörg, löng ár hafði hana nú dreymt um þessa persónu eins og hetju úr þúsund og einni nótt; nú gerð- hún sér ljóst að maðurinn sem stóð fyrir framan hana var ekkert annað en réttur og sléttur sjóræningi. Sitt hvorum megin við hann voru feneyskar luktir, rauðar og gullnar og gerðu ekkert tii að búa honum traustvekjandi útlit. Það kom hnykkur á skipið og Angelique hrasaði; hún lét fallast að dyrastafnum og greip um hann til að detta ekki. Það var þá, sem svarta styttan lifnaði við. Það fóru krampakippir um axlirnar, og hann keyrði höfuðið aftur á bak. Hún sá, að Rescator var að hlægja, á sinn sérkennilega hljóðlausa 22 VIKAN 37- tbL hátt, sem alltaf endaði með hóstakasti. — Franska stúlkan frá Krít! sagði hann. Angelique brást nákvæmlega eins og áður við þessari djúpu en þó eins og hálfdeyfðu rödd, sem var næstum hrjúf. Hún snart Angelique á sársaukafullan hátt. Það var eitthvað óbærilegt við hana og þó fannst henni hún verða að heyra hana á ný. Hún sá hann koma nær með öruggum, ákveðnum skrefum, og það glampaði á röð af hvítum tönnum í svörtu skegginu. Hún var miklu íremur slegin út af laginu af því að hann hló, heldur en ef hann hefði æpt að henni. — Hversvegna eruð þér að hlægja? spurði hún tónlausri röddu. — Mér ílaug í hug, hvaða óskapa kringumstæður hafa breytt yður, hinni fegurstu ambátt Miðjarðarhafsins, sem ég borgaði stórfé íyrir, í þessa konu, sem ég sé nú standa fyrir framan mig, sem ég hefði ekki viljað gefa 100 pjastra fyrir! Hann hefði varia getað verið fyrirlitlegri né meira móðgandi. Ange- lique gerði sér ljóst, hvernig hún hlaut að líta út: hún var holdvot, þjónustustúlkuföt hennar voru rifin og andlitið óhreint og slettótt undir svartri, rennvotri hempunni, og sennilega var hárið límt að enni hennar. Hún hjaut að líta út eins og norn.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.