Vikan - 14.09.1967, Page 28
Dauöinn er á hælum ..
Framhald af bls. 21
Að dómi þeirra félaga þurfti á
þessu húsi að halda ef svo færi
að fyrrnefndi felustaðurinn, Casa
Cubertini, yrði uppgötvaður og
„brenndur".
Kunzle og Taussig voru oft úti
hjá Casa Cubertini við undir-
búning verksins. Þann tuttugasta
og fyrsta febrúar var gildran
reiðubúin.
Cukurs kom til Montevideo
tuttugasta og þriðja febrúar og
fór til Hótel Victoria, þar sem
Kunzle beið hans. Hann fékk
herbergi nr. 1719. Um miðdegis-
leytið hittust þeir og yfirgáfu
hótelið í fólksvagni Kunzles.
Kunzle ók lil Calle Coíombia.
Hinum fólksvagninum hafði ver-
ið lagt fimmtíu metrum frá
strandhúsinu. Taussig og þrír fé-
lagar hans höfðu beðið í húsinu
síðan um morguninn.
Cukurs og Kunzle stigu út úr
bílnum og gengu inn í húsið.
Jafnskjótt og dyrnar höfðu lok-
azt að baki þeim, komu Taussig
og vinir hans æðandi út úr öðru
herbergi og beindu skammbyss-
um sínum að lettneska jötninum.
En þeir vissu ekki að Cukurs
var einnig vopnaður. Með snöggri
hreyfingu náði hann fram
skammbyssu sinni. Taussig,
Kunzle og hinir köstuðu sér yfir
Cukurs, sem hleypti af nokkrum
skotum, en hitti engan. Hefndar-
englarnir skutu á móti, en kúl-
umar úr hlaupmjóum skamm-
byssum þeirra höfðu ekki meiri
áhrif á lattneska kjötfjallið en
hann hefði verið hvalur. Viður-
eignin varð hörð og blóðug. —
Einn Gyðinganna sló Cukurs í
höfuðið með gildum viðarbút.
Herbergið var útbíað í blóði og
Cukurs var dauður.
Hefnendurnir tróðu líki Cu-
kurs, ötlu sem hann hafði með-
ferðis og skýrslu yfir afbrot hans
í gulu kistuna, læstu henni og
yfirgáfu svo húsið. Þeir hirtu
ekki um að þurrka blóðið úr
herberginu, en gættu þess að
skilja ekki eftir neitt skothylki
úr byssum sínum.
Þarna skammt frá bjó maður
að nafni Raffo. Hann hafði séð
menn koma til hússins og yfir-
gefa það, og hann tók eftir því
að hópurinn fór nú frá húsinu
um klukkustund eftir að Kunzle
og Cukurs komu þangað. Fyrst
óku þrír leyniþjónustumannanna
á brott í græna fólksvagninum,
síðan tveir í þeim svarta. Sama
dag yfirgáfu þeir Montevideo.
Nokkrum dögum síðar fékk
ríkislögreglan í Úrúgvæ nafn-
laust bréf, þar sem hún með ó-
formlegu orðalagi var upplýst
um, að einn nasískur glæpamað-
ur hefði verið drepinn í Monte-
video. Lögreglan tók bréfið sem
grín. En nokkrum dögum síðar
komu fleiri bréf á kreik. Þau
voru send á skrifstofur AP og
Rauters í Bonn og á skrifstofu
UP í Frankfurt am Main. Engin
tók þessi bréf alvarlega heldur.
Að lokum hringdi liðsmaður
einnar ísraelsku hefndarsveitar-
innar á skrifstofu AP í Frank-
furt og endurtók á lélegri þýzku
innihald bréfanna: ,,Með tilliti
til hinna alvarlegu brota hins
ákærða, sem sé að hann persónu-
lega kom til leiðar morðum á
yfir þrjátíu þúsund karlmönnum,
konum og börnum, og með tilliti
til þeirrar óvenjumiklu grimmd-
ar, sem einkenndi framkvæmd
morðanna, var ákærður, Herbert
Cukurs, dæmdur til dauða. Hinn
ákærði var tekinn af lífi af þeim,
sem aldrei geta gleymt. Aftakan
átti sér stað tuttugasta og þriðja
febrúar 1965. Lík Cukurs er að
finna í Caca Cubertini, Calle
Colombia, Septima Seccion del
Departmento de Canelones,
Montevideo, Úrúgvæ.“
AP gerði deildarskrifstofu
sinni í Montevideo viðvart, og
hún gaf lögreglunni svo upplýs-
ingarnar. Lögreglustjórinn í
Montevideo, Ventura Rodriguez
ofursti, fór sjálfur með flokk
leynilögreglumanna og lögreglu-
þjóna til Casa Cubertini. Þetta
var þann sjötta marz, 1965. Lík
Cukurs fannst í húsinu.
Rannsókn var hafin í málinu,
bæði í Montevideo og í Sao
Paulo, þar sem tveir úrúgvæ-
anskir leynilögregluþjónar, Alex-
andre Otero og Santana Casabris,
stjórnuðu henni, en hún leiddi
menn hvergi á slóð hefndanna.
Það var sem jörðin hefði gleypt
þá.
Allt til loka lék Kunzle hlut-
verk „góðvinarins og nasistans“.
í Santiago í Síli, þar sem hann
kom við á leið sinni til Evrópu,
póstlagði hann bréf, sem skrif-
að var utan á til Cukurs. Bréfið
átti að losa Kunzle við allar grun-
semdir. Það var dagsett tuttug-
asta og sjötta febrúar og hljóð-
aðl^svo:
„Kæri Herbert.
Með hjálp Guðs, svo og nokk-
urra landa okkar, komst ég slysa-
laust til Síli. Ég hvílist nú eftir
erfiða ferð, og ég er viss um að
þú verður sjálfur heima innan
skamms. Ég hef orðið þess var
að tvær persónur, karlmaður og
kona, hafa elt okkur. Við verðum
að vera mjög varkárir og hætta
ekki á neitt. Eins og ég alltaf
hef sagt þér, er það mjög áhættu-
samt fyrir þig að lifa og ferðast
undir þínu rétta nafni. Það gæti
leitt yfir okkur óhamingju og
orðið til þess að upp kæmist hver
ég er.
I samræmi við þetta vonast ég
til að atburðirnir 1 Úrúgvæ verði
þér nýtileg lexía upp á framtið-
ina að gera, og að þú verðir var-
kárari héðan í frá. Fari svo að
þú verðir var við eitthvað grun-
samlegt í húsi þínu eða í ná-
grenni þess, hugsaðu þá um ráð-
ið sem ég gaf þér — að hverfa
um eins árs skeið eða tveggja
meðal manna von Leers unz
sektartími þinn er útrunninn.
Þegar þú færð þetta bréf, get-
urðu sent svar til heimilisfangs-
ins, sem þú þekkir í Santiaga.
Þinn Anton K.“
Þetta bréf er síðasta heimild-
in, sem fram hefur komið í mál-
inu um Cukurs. Allir vita, að
Kunzle drap Cukurs með hjálp
nokkurra vina sinna.
En enginn veit hvar Kunzle er
— og enginn veit hver hann er.
Það er í höfn Genúa. ítalska
skipið „Andrea Gritti“ liggur við
hafnarbakkann. Áhöfnin er að
gera allt klárl fyrir brottför, og
síðustu farþegarnir, hópur presta,
eru á leið upp landgöngubrúna.
Fremstur þeirra gengur hávax-
inn, kraftalegur maður, klæddur
síðri hempu svartri. Hann hefur
gleraugu með mjóum spöngum
og þetta á,samt geitarskegginu
gerir það að verkum að hann
minnir á Walter Ulbricht, aust-
ur-þýzka einræðisherrann. Yfir-
skeggið hans minnir hins vegar
ekkert á þennan þýðverska höfð-
ingja.
Árið 1948. Maðurinn er Kró-
atinn Ante Pavelic, auknefndur
böðull Júgólavíu.
Þegar hann nokkrum vikum
síðar gengur í land í Buenos Air-
es, heitir hann Mrzlodolski. Þótt
óþjált sé í munni, verður það
fljótlega þekkt um heim allan
vegna heiftarlegra skrifárása á
Tító marskálk, sem undir því
eru birtar í Ústasja-blaðinu
„Hrvatska".
Ústasjarnir voru framleiðsla
Pavelics. Þeir voru flokkar ógn-
valda, sem á árum síðari heims-
styrjaldar gerðu líf Króata, sem
þá áttu að heita sjálfstæð þjóð
undir „vernd“ Þjóðverja, að mar-
tröð.
Leið Pavelics til valda í Króa-
tíu hafði verið löng og ströng.
Ásamt góðvini sínum Katernik,
gömlum bragðaref og sérfræðingi
í ógnar- og glæpastarfsemi, hafði
hann skipulagt og komið í fram-
kvæmd morðinu á Alexandri
Júgóslavíukonungi, sem frægt
MEIN KAMPF: Stór jarðeign
með sérstakri höfn. Ómögulegt
að komast þangað landveg. Ná-
lægt landamærunum að Ekva-
dor. Engir hinna „meiri manna“
úr hópi stríðsglæpamanna þora
að búa þar.
MATTO GROSSO: Brasilískt
fylki, þar sem Þjóðverjar hafa
mikil áhrif. Jafnvel þingfull-
trúi svæðisins er af þýzkum
ættum. Hann sér trúlega uin
OSORNO og VALDINA: Tvær
horgir í Suður-Chile. Aðalbæki-
stöðvar hinnar voldugu Naz-
istastofnunar Das Reich, sem
hjálpar stríðsglæpamönnum um
skotsilfur og lífverði . . .
SANTA CATARINA: Annað
„þýzkt“ brazilískt fylki. Hér
eru vopnageymslur og meiri-
háttar stríðsglæpamenn. Meðal
innars hafa Mengele og Bor-
mann dvaldist þar öðru hvoru.
28 VIKAN 37-tbl-