Vikan


Vikan - 14.09.1967, Side 32

Vikan - 14.09.1967, Side 32
Hið teygjanlega tesamoll fellur í samskeyti og rifur milli fals og karma. þar eð tesamoll er gert úr svampkenndu efni, sem útilokar bæði súg og vætu. tesamoll þéttir dyr og glugga. tesamoll deyfir 'nurðaskelli og þéttir dyrnar svo notalegur ylur helzt í herberginu. Húsoainaverzluiii Búslófl viö Nóatún — Sími 18520 tveggja manna svefnsófar kr. 10.100 með tveim samstæðum stólum kr. 19.900 Sendum hvert á land sem er. ic að flýja lengra. Hann var far- ið að skorta skotsilfur og vissi að leyniþjónusta Títós var á hæl- um honum. Svo skeði flóttinn með „And- rea Gritti“ og tilkomu hins dul- arfulla Mrzlodolskis í Argentínu. Þegar Kóreustríðið brauzt út, gerðust óvinsældir kommúnista um veröld víða svo miklar, að allir andkommúnistar töldu sér nú óhætt að koma fram í dags- ijósið, hvað svo sem þeir annars höfðu á samvizkunni. Pavellic varð einn hinna fyrstu til þess. Vorið 1951 hélt hann í fyrsta sinn ræðu undir eigin nafni. Þetta var bein ögrun gagn- vart Tító. Júgóslavar reyndu fyrst lög- legar leiðir. Þeir heimtuðu Pa- velic framseldan. En Peron, sem þá var einn við völd í Argentínu, vildi ekki missa Pavelic, sem hafði aðstoðað hann við að styrkja öryggislögreglu ríkisins verulega. Svar argentísku stjórn- arinnar til þeirrar júgóslavnesku var að vísu með mjög kurteis- legu orðalagi, en efni þess var á þá leið, að þrátt fyrir ítrekað- ar rannsóknir hefði í allri Arg- entínu hvergi fundizt maður með nafninu Pavelic. Pavelic taldi sig öruggan. Eng- inn ónáðaði hann — hann gat gert það sem honum sýndist. Út- sendarar hgns voru að verki hvarvetna í heiminum. Þeir ógn- uðu króatískum útflytjendum, rifu til sín völdin í samtökum þeirra, kúguðu út úr þeim fé og skipulögðu skemmdarverk og ógnaraðgerðir gegn júgóslavnesk- um sendiráðum og ræðismanns- skrifstofum. En hverju sinni sem Júgóslavar fóru fram á að Pa- velic væri framseldur, svöruðu Argentínumenn á sama veg: — Þessi maður er ekki til hjá okkur. Að lokum leiddist júgóslav- neskum yfirvöldum þófið. Þau ákváðu að leysa málið á eigin spýtur. Og samkvæmt áreiðan- iegum heimildum gerðu þau það á þann hátt, sem nú skal greina: f janúarlok 1957 kom lítill hóp- ur Júgóslava til Buenos Aires. Þeir voru allir fulltrúar í júgó- slavnesku leyniþjónustunni og höfðu þar áður verið virkir í andspyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverjum og bandamönnum þeirra. Tveir þeirra voru Króat- ar. Nokkrir höfðu misst aðstand- endur sína í baráttunni gegn nas- istum og handbendum þeirra. Er- indi þeirra til Argentínu var ó- sköp einfalt: að hafa upp á An- te Pavelic og drepa hann. Tító hafði sjálfur lýst sig fyllilega samþykkan aðgerðinni. f Buenos Aires hitti flokkur- inn félaga sína, sem verið höfðu þar lengi og náð góðum sam- böndum við Króata, sem búsett- ir voru í landinu. Hlutverk þeirra var að gefa fulltrúum júgóslav- nesku yfirvaldanna sem nánast- ar upplýsingar um allar aðgerðir króalisku nasistanna í landinu. Þá voru um tólf þúsund króatísk- ir flóttamenn í Argentínu, og höfðu flestir þeirra áður verið gæðingar Pavelics. Öll „Ustasha VIada“ — Ústasjastjórn Pavelics — var þarna, þar á meðal hinn alræmdi Dido Kvaternik. Njósnarar þeir, sem um lengri tíma höfðu verið í landinu, gáfu greiðlega þær upplýsingar, sem óskað var eftir. Pavelic vann sem byggingafulltrúi og bjó í einu af úthverfum Buenos Aires með konu sinni Möru og börn- um þeirra. FJjótlega tókst að hafa upp á hinu rétta heimilisfangi Pavelics, sem var 63 Aviador Mermoz í útborginni Lomas de Palomar. — Árin höfðu ekki látið þennan kraftalega leiðtoga ósnortinn. Hann var orðinn gráhærður, en bar enn Hitlersskegg til minn- ingar um velmektardagana. Um nokkurra vikna skeið fylgdust júgóslavnesku leyniþjónustufull- trúarnir með Pavelic. í marzlok vissu þeir allt um daglega líf- ernishælti hans, vinnutíma hans og leiðina, sem hann fór heim til sín. Nú var kominn tími til að leggja til atlögu. Ákveðið var að gera það þann tíunda apríl 1957, af sérstakri ástæðu. Að kvöldi þess dags ætl- uðu Ústasjaforingjarnir nefni- lega að létta sér upp af tilefni þess, að þá voru sextán ár síðan þeir höfðu stofnað ríki sitt í Króalíu. Að fagnaðinum loknum, klukk- an níu um kvöldið, lagði Pavelic af stað heim. Hann gekk eftir Aviador Immelman unz hann kom að Aviador Mermoz. Þar við hornið stóð maður í skugga inni í húsasundi. Hann var hár og grannur, og hatturinn slútti fram yfir andlitið. Pavelic nálg- aðist — og allt í einu bergmál- uðu nokkrir skothvellir milli húsveggjanna. Leyniþjónustu- maðurinn skaut sex skotum á fyrrverandi ríkisleiðtoga Króa- tíu og flýði síðan. Á næsta götu- horni beið einn félaga hans eftir honum, Þeir stukku inn í bíl, sem beið þeirra, og óku brott á æsi- ferð. Vegandanum hafði þó ekki tekizt sem bezt til við verk sitt. Af skotunum sex hæfðu aðeins tvö Pavelic, annað í öxl en hitt í kviðinn. Emjandi af sársauka bað hann vegfarendur, sem komu þjótandi á vettvang, að flytja sig til sýrlenzk-líbanska sjúkra- hússins. Hann vissi að það sjúkra- hús var það eina, þar sem hann gat verið öruggur fyrir læknum af Gyðingaættum, sem vísir voru til að Ijúka verki sendimanna Títós, svo fremi þeir bæru kennsl á hann. Lífi hans var bjargað — en kúlurnar sátu kyrrar í líkama hans. Þegar Pavelic sneri heim að nokkrum dögum liðnum, var honum séð fyrir sérstakri lög- 32 VIKAN 37- tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.