Vikan


Vikan - 14.09.1967, Page 33

Vikan - 14.09.1967, Page 33
regluvernd. Fréttin um lilræðið var komin í öll blöð. Júgóslav- neska stjórnin var þá snör í snún- ingum. Hún krafðist þess að nýju að Pavelic yrði framseldur. Þar eð bæði nafn dólgsins og mynd af honum hafði birzt í blöðum, var ekki lengur hægt að neita því að hann væri innan landa- mæra Argentínu. Dómsmálaráðu- neyti landsins fékk málið til með- ferðar. Þann tuttugasta og fimmta apríl barði argentinska lögreglan svo að dyrum á 63 Aviador Mermozgötu. En hún var held- ur sein á sér. Gamlir vinir Pa- velics í ýmsum deildum lögregl- unnar og hin volduga Ústaja- hreyfing höfðu þegar komið hon- um undan. f húsinu voru aðeins kona Pavelics og börn. Með falskt vegabréf upp á vasann hafði hann komist til Úrúgvæ og það- an til Spánar, þar sem vinir hans sáu honum fyrir felustað. Fulltrúum júgóslavnesku leyni- þjónustunnar tókst ekki að kom- ast á slóð hans. En þess þurftu þeir raunar ekki. Átta og hálf- um mánuði síðar höfðu kúlurn- ar tvær í líkama hans náð sér svo niðri, að fullnægjandi gat talist. Þann tuttugasta og níunda desember, 1957, dó Ante Pavelic í Madríd, þá sjötugur að aldri. Hlulverki júgóslavnesku hefnd- arsveitarinnar var lokið. Þegar ég var átján ára Framhald af bls. 13 Við Alexander reyndum að tala saman, en það var ekki auðvelt, þar sem hávær söngur Bob Dyl- ans hljómaði út úr einu svefn- herberginu. Alexander fór eftir stundarkorn, og ég fylgdi honum til dyra. Ég var hálf niðurdregin. — Jæja, þá hefurðu hitt vini mína, sagði é,g þrjózkulega. — Já, það getur maður sagt, sagði hann o,g kímdi: — Ég hefi ekki hugsað mér að biðjast afsöltunar þeirra vegna. — Því bj óst ég heldur ekki við, sagði hann og kyssti mig laus- lega að skilnaði. — Ja-há, sagði ég við sjálfa mig. — Þannig fer þegar maður ætlar að reyna að vera virðu- legur. Þarna er hann horfinn úr lífi minu. Ég hélt að þetta væru endalok- in á kunningskap mínum við Al- exander, og þegar ég sat við speg- ilinn, irmanum nítján ára vin- konur mínar, og losaði af mér lausu augnahárin, þá hugsaði ég: Snúðu þér bara að Davíð, hann er líklega fúll út í þig núna, en hann getur lagast. Davíð var fúlL Ég sá hann ekki í nokkra daga, og þegar hann loksins kom, var liann ekkert glaður á svipinm — Hver var þessí skarfur sem 37. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.