Vikan


Vikan - 14.09.1967, Síða 34

Vikan - 14.09.1967, Síða 34
Hin viðkvaema húð yðar þarfnast sérstakrar umhyggju og verndor Johnson barna- varanna, vegna þess, að sér- hver af hinum þekktu John- son barnavöru'm er aðeins búin til úr beztu og hreinustu efnum. Nólaegt hundrað óra reynsla í framleiðslu 6 púðri, kremi, sópu, olíu og vökva fyrir víð- kvœma húð barna hefur gert Johnson & Johnson traust- asta nafnið ó barnavörum þú komzt draslandi meö, hérna um kvöldið. Ég ætla ekki að skipta mér að því hvern þú um- gengzt, en svona gamalmenni! Maður veit aldrei hverju þú getur lent í með svona mönnum. Ég varð öskuvond. — Þú þarft ekki að ætla honum allskonar ótugt, þótt hann sé svolítið snyrtilegri en þið hérna. Hann er reglulega skemmtilegur og gáf- aður maður, sem veit hvernig hann á að umgangast kvenfólk. — Og ég býzt við að ég vita það ekki. Þú vilt heldur láta þér leiðast á Hilton með honum og hans nótum, heldur en að skemmta þér vel með okkur í klúbbnum. Samtalið gekk heldur treglega, Við skulum reyna við hina, — þessi er ekki orðin þroskuð. enda, var varla við öðru að bú- ast, þar sem þrettán manns voru að reyna að horfa á John Drake í sjónvarpinu. Ég vissi líka að það þýddi ekkert að tala meira um þetta við Davið, svo ég sagði að það væri ekkert á móti því að fá ofurlitla tilbreytingu, einstaka sinnum. Hann tautaði eitthvað ekki fallegt og fór leiðar sinnar. En það hafði ekkert alvarlegt skeð og vinátta okkar Davíðs hafði ekki beðið neitt tjón. Ég reyndi að gera mitt bezta til þess að gera honum til hæfis. Hann var, þegar allt kom til alls, fjarskalega indæll strákur. Alexander kom aftur fram á sjónarsviðið nokkrum mánuðum síðar. Hann hringdi til mín eitt kvöldið og bað mig um að hitta sig. Ég varð yfir mig hamingju- söm yfir því að heyra í honum og gerði allt sem ég gat til að líta sem bezt út, það hélt ég að minnsta kosti. — Drottinn minn dýri! sagði Alexander, þegar hann hitti mig á barnum, þar sem við áttum stefnumótið. — Hvað er að? — Hárið á þér, hvað hefurðu gert við hárið á þér? — Þetta er bara nýtízkuleg hárgreiðsla. — Mér finnst það klæða þig betur að hafa hárið sítt og slétt. — Mér skilst að þú viljir að ég greiði úr því? Alexander hló. Ég fór inn í snyrtiherbergið og tók niður hár- ið og greiddi mér. Svo rétti ég umsjónarkonunni nokkrar krón- ur, til að láta sem ég væri ver- aldarvön og virðuleg, en ekki dauðskelkuð smástelpa. Alexander fékk mig til að segja sér frá þrælavinnunni á skrifstof- unni, og spurði mig hvað mig langaði til að gera. Ég svaraði því til að mig langaði til að skrifa skáldsögu, og hann spurði hve margar síður ég væri búin að skrifa. Svo vildi hann vita hvað ég gerði á kvöldin, og ég sagðist helzt sækja beztu diskódekklúbb- ana í borginni. Það var auðvitað ekki satt og hann vissi það. Svo fórum við að tala um Rod- esíu, og mér létti stórum. Mér þótti ákaflega gaman að tala við hann, hann var svo fróður og gáfaður. Svo var hann líka glæsi- legur og háttvís; hann fór alltaf út úr bílnum á undan mér og j opnaði bílhurðina og tók stólinn fram fyrir mig, þegar við sett- umst að borði. Hann vissi líka nákvæmlega hve mikið hann átti að gefa í drykkjupeninga, en var ekki eins og Davíð, fálmandi og fumandi, hann vissi líka hvað það var sem stóð á matseðlinum, án þess að þurfa að fletta upp í vasa- orðabók undir borðinu. Hann var líka sá fyrsti sem ég hafði hitt, sem sendi vínflöskuna út aftur, vegna þess að það var ekki rétt- ur árgangur af víni. Þetta hafði allt mikil áhrif á mig, þetta er lífið, hugsaði ég. Og svo gerði ég það heimsku- legasta, sem ég hafði hingað til gert. Ég varð ástfanginn af Al- exander. Ég man að ég skriftaði eina nóttina fyrir Mary, herberg- isfélaga mínum. Hún hafði horft lengi á mig, þar sem ég sat dreymandi yfir bréfi frá Alex- ande.r. Hann skrifaði dásamleg bréf, og lýsti á stórkostlegan hátt hinum framandi stöðum, sem hann var í, í það og það skiptið. Bréfin hans voru ekki væmin, það átti ekki við okkur , að minnsta kosti ekki Alexander. — Hvar er Davíð í kvöld, spurði Mary. — Ég hugsa að hann sé í klúbbnum. Ég hefi ekki séð hann í nokkra daga. — Ég held að þú sér í meira lagi geggjuð. Þú ert þó alltaf með Davíð. Þú ættir að þakka fyrir að vera með honum, hann á bíl og er ekki æðandi hingað og þangað með öðrum stelpum. Ég varð reið. — Drottinn minn, Davíð á mig ekki! Mér finnst líka að hann sé bezti strákur, en hann ... Það vantar eitthvað í hann. — Eða þig. — Vertu ekki svona heimsk! Auðvitað líkar mér ennþá vel við Davíð, en .... ja, — ég veit eiginlega ekki. — En ég veit, sagði Mary. — Þú heldur að þú sér ástfangin af þessum gamla karli, sem þú komst einu sinni með hingað upp, er það ekki? Ég roðnaði. — Hann er þó ver- aldarvanur og gáfaður og hann umgengst mig eins og dömu, en ekki eins og aftanívagn. — Er hann giftur? Ég þagnaði skyndilega. Ég hafði aldrei hugsað út í það. — Jafnvel þótt svo væri, kæmi það út á eitt, sagði ég hressilega. — Það er ekkert á milli okkar. — Sýnilega ekki frá hans hlið, svo mikið er víst. En ef hann er giftur, ættirðu að gæta þín. Mary gat gert mig svo fjúkandi vonda, þegar hún talaði við mig sem litlu systur sína. Ég gat pass- að mig sjálf. Vikurnar liðu og einhvernveg- inn fjarlægðist ég kunningja mína. Einn sunnudaginn, þegar þau fóru öll í sleðaferð, var ég ein eftir heima, og fór að horfa á fræðandi þátt í sjónvarpinu. Ég hafði líka í laumi keypt verzlunartímarit og önnur tíma- rit, sem ég hafði eiginlega ekki mikla ánægju af. Alexander skrifaði mér alltaf og ég var alltaf að vona að einhvern daginn kæmi hann til borgarinnar. Ég reyndi að búa til mynd af hon- um í huganum og ég var orðin hrein plága fyrir bréfberana. Áður hafði ég eytt öllu kaupinu mínu í mat og bíóferðir, en nú sparaði ég þangað til ég átti nóg til að kaupa svartan kokkteilkjól. Ég hafði aldrei eignast svarta flík og ég hengdi þennan dýrgrip til hliðar í klæðaskápnum, og beið eftir að hitta Alexander. Ég hitti Davíð oft, hann var vanur að koma með Terry, sem var einkavinur Mary. En hann veitti mér enga athygli, og virtist ekki hafa neinn áhuga á mér lengur. Mary sagði að hann væri stundum með annarri stelpu. Ég lét sem mér væri sama en ein- hvernveginn fann ég til sársauka. Ég sagði við sjálfa mig að ég væri grátgjörn, rómantízk smá- stelpa. Svo kom loksins hinn mikli dagur. Alexander skrifaði mér og bauð mér að borða með sér, næstkomandi laugardag. Þegar laugardagurinn loksins rann upp, var ég í hræðilegu á- standi. Ég var hálfan daginn að snyrta mig og klæða, og auðvitað var ég alltof snemma tilbúin og þurfti að bíða í fleiri tíma í svarta kjólnum. Þar sem allir strákarnir komu til að sækja vinkonur sínar varð ég auðvitað fyrir allskonar at- hugasemdum: — Hvað ætlar 34 VIKAN 37- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.