Vikan


Vikan - 18.04.1968, Qupperneq 6

Vikan - 18.04.1968, Qupperneq 6
/ Mtíám h gerfl Sundurteknir, auðveldir í flutningum. Standard stærðir: Br. 110 - 175 - 200 og 240 cm. Smíðaðir einnig í öðrum stærðum. - Póstsendum - Biðjið um upplýsingar. HÚSGAGNAVERZLUN llxels Eviólfssonar Skipholti 7 - Símar 10117 - 18742 ^______________________________________J \ SLÆM SPRETTA Kæri Póstur! Ég les þig í hverri viku og hef séð, að þú hjálpar mörgum, sem eru í vanda. Og hér er ég með svolítið fyrir þig að glíma við. Ég er 14 ára strákur með frem- ur ljóst hár og hef mikinn áhuga á að safna skeggi. En lítið virðist spretta, þótt ég raki þetta Iitla sem kemur. Nú ætla ég að spyrja þig, hvort þú getir hjálpað mér. Er það satt, að ef maður rakar skeggið eða þau hár sem fyrst koma — þá fái maður fyrr skegg? Og kem- ur fyrr skegg á dökkhærða stráka en ljóshærða? Og hvað á ég að gera til að fá skegg sem allra fyrst? Svaraðu mér nú, Póstur minn, fljótt og vel og enga útúrsnúninga. Tommi. Jú, það er gömul trú, hvort sem það er hjátrú eða ekki, að skeggvöxturinn aukist, ,ef menn byrja snemma að raka sig og raka sig oft. Ekki erum við trú- aðir á, að skegg komi fyrr á dökkhærða stráka en ljóshærða. Hins vegar sést það betur hjá þeim fyrr- nefndu. En ráð til að auka skeggvöxt kunnum við því miður ekkert, Tommi minn. Þú verður bara að bíða og raka þig kvölds og morgna — og fá þér gerviskegg, ef allt um þrýtur. ÖKUKENNSLA OG HÆGRIAKSTUR Virðulegi Póstur! Við erum hér þrjár ung- ar sálir, sem verðum seytján ára í maí.' Mark- mið lífs okkar er að fá rétt- indi til að aka bifreið. í maí verður einmitt tekinn upp hægriakstur eins og allir ættu nú að vita. En þá vaknar spurningin: Fá- um við að læra á bíl fyrr en eftir að hún er gengin í gildi? Okkur var tjáð, að við fengjum ekki að læra fyrr en eftir þriggja mán- aða reynslu af hægriakstri. Er það rétt? Og svo ef við fáum að læra áður en hægriakstur er kominn á, lærum við þá vinstri eða hægri-akstur? Við vonum, að þessi snepill lendi ekki í rusla- körfunni, því að þetta er nefnilega okkar hjartans mál. Sumsé, virðulegi Póst- ur: sendu okkur skýr svör við spurningum okkar. Hjarlkærar kveðjur. Og hvemig er skriftin. Og enn einu sinni ástarkveðjur, þakklæti og kossar. Yðar náð og hávelborin æruverðugheit, Sigga, Svenni og Kjartan. Virðulega þrenning: Oss hefur verið tjáð, að kennd vcrði vinstri umferð allt þar til síðustu vikuna fyr- ir hinn örlagaríka dag, 26. maí. Þá verður ökukennsla felld niður og einnig nokk- urn tíma eftirl að hægri um- ferð er gengin í gildi. Hversu langur tími það verður eftir breytinguna hafa háttvirt stjómvöld enn ekki ákveðið. En það verð- ur að sjálfsögðu auglýst rækilega á sínum tíma. Vér ráðleggjum yður, að bíða með að læra á bíl, þar til hægri umferð er komin á, til þess að engin hætta sé á, að þér ruglizt í rím- inu. Beztu þakkir fyrir lengstu, virðulegustu og innitegustu kveðju, sem Póslurinn hefur fengið — sérstaklega kossana. FEIT Á LÆRUNUM Kæri Póstur! Ég kaupi yfirleitt alltaf Vikuna og mér þykir mest gaman að Póstinum. En nú langar mig að spyrja þig: Hvað á maður að gera til þess að fitna ekki? Ég er EKKI eins og þær alverstu, en fer að verða það. Ég er svo hrædd um að f itna mik- ið á lærunum. Ég er þrettán ára og er að verða 60 kíló. Á ég að taka lýsi eða borða bara appelsínur eða borða minna á máltíðum? Kæri Póstur: Viltu koma með nokkrar tillögur. Ég vona að þú látir þetta bréf í Póstinn strax í næsta blaði. Ein sem bíður eftir svari. Borðaðu minna á máltíð- um. Annars ertu enn of ung til þess að hugsa mikið um vöxt þinn. Og þú munt mt 6 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.