Vikan


Vikan - 18.04.1968, Side 10

Vikan - 18.04.1968, Side 10
Á leiðinni upp í Hvalfjörð. Birgir Ágústsson undir stýri á R 4720. Komið p.ð flóðasvæðinu. Sæmundur Sigmundsson kominn inn í Norðurleiðarbílinn í klofstígvélum mcð prik. Hann var búinn að vaða og aka alla leiðina og kynna sér hana. Sæmundur óð fyrir fyrsta kaflann og vísaði veginn. Sums staðar þurfti hann að stjaka frá jökum, sem fyrir voru. Lagt af stað út í. Menn úr Borgarnesi stóðu á ræsinu og vörðuðu veginn. Norðurleiðarrútan komin út á versta kaflann. Þar lá veg- urinn yfir ræsi á beygju. O J0 VIKAN 15'tbl- Að kvöldi 7. marz í ár, þegar vísitöluverkfallið fræga hafði staðið í fjóra daga, var frétt um það í síðari kvöldfrétta- tíma útvarpsins, að Norður- leið ætlaði að koma farþeg- um milli Akureyrar 0g Reykiavíkur og öfugt þá daginn eftir þrátt fyrir gífur- leg flóð í Norðurárdalnum °g ófæra vegi. Ef vegirnir yrðu enn gerófærir daginn eftir, átti einfaldlega að skipa farþegunum út í gúmmíbát og ferja þá þann- ig yfir flóðið. Ég settist upp í Norðurleiðabílinn í býti morguninn eftir og sagði Birgi Ágústssyni, eftirlits- manni og bílstjóra, að ég ætlaði að sjá bátsferðina. Talstöðvar í bílum eru töluvert þing, og við vorum ekki langt komnir, þegar ær- ið fjör var komið f Ijósvak- ann. Eitt númerið kallaði annað og skipzt var á upp- lýsingum. Flóðið í Norðurá var mjög í rénum og fyrstu bílarnir að fikra sig yfir. Og eftir því, sem við nálguðumst Norðurárdalinn meir, lækkaði í flóðinu. Það endaði með því, að báturinn var aldrei tekinn ofan af bíl Sæmundar í Borgarnesi, sem hafði tekið að sér að koma bátnum á staðinn og hafa mestan veg og vanda af honum. Hins vegar var vegurinn á löng- um köflum undir vatni og verstur þó h já svonefndu Hvammsleyti, þar sem flóð- ið rann með nokkrum þunga yfir ræsi á beygju, en hafði þó ekki enn numið veginn °Svo við fengum að sjá mikið vatn og jakaburð um aHan dalinn, þótt við færum á mis við gúmmíbát- inn- Annars sagði Leópold f Hreðavatnsskála um gúmmí- bátahugmyndina, að hún væri svo vitlaus, að Norður- árdælingar brostu ekki einu sinni að henni. Ég hygg, að einhverra hluta vegna van- meti hann þá Norðurleiða- menn, sem um árabil hafa giftusamlega flutt þúsundir farþega við alls konar erf- iðar aðstæður. °g ef einhvern tíma rek- ur að því aftur, að Norður- leið neyðist til að reyna að ferja farþega sína leiðarbrot í gúmmíbáti, er líklegt að Vikumenn verði þær nær til að fylgjast með og taka þátt. Meðfylgjandi myndir eru teknar ( bátsferðinni, sem aldrei var farin. Sig. Hreiðar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.