Vikan


Vikan - 18.04.1968, Page 15

Vikan - 18.04.1968, Page 15
John F. Kennedy flytur ræðu, skömmu eftir að hann var kosinn forseti 19G0. — Þessi mynd er kann- ski merkilegust fyrir þá sök, að við hlið Jolins situr Johnson núverandi forseti og aö baki honum er Róbert Kennedy. Róbert veitti ekkju hins látna bróður síns, Jacqueline Kennedy, og börnum hennar, ómetanlega hjálp eftir hin vá- legu tíðindi, sem gerðust í Dallas 1963. „Berjið ekki að dyr- um; gangið rakleitt inn“, stendur á hurð- inni á skrifstofu Ró- berts Kennedys. Ró- bert er maður frjáls- lyndur og hreinskipt- inn og lítið gcfið um sýndarmennsku og meiningarlausar kurteisisvenjur. í s - son forseti er oft kallaður með upp- hafsstöfum s(num LBJ. Öllum er Ijóst, að velgengi sína og óhrif ó Róbert Kennedy fyrst og fremst að þakka minningunni um John F. Kennedy. Það hefur komið æ betur í Ijós, hversu mjög hann Kkist bróður sínum, bæði í fram- komu, mólrómi og hreyfingum. Hann var ó margan hátt óreynd- ur og óþroskaður, þegar hann, að- eins 35 ára gamall, tók boði bróð- ur síns um að gerast yngsti dóms- málaráðherra landsins. ( því starfi reyndist hann of tilIitslaus og ákaf- ur og eignaðist því marga óvildar- menn. Nú er hann hins vegar 41 árs og hefur öðlazt meiri reynslu og þroska. Hann er ódeigur og einarð- ur og staðráðinn í að taka við því embætti, sem bróðir hans missti á svo svívirðilegan hátt. Hinn viljasterki faðir hans hefur sagt um hann: ,,Bob er sá af börn- um mínum, sem líkist mér mest." Þeir sem hafa hitt hann sakna hins hlýja handartaks og augna- ráðs, sem bróðir hans hafði. Kalt viðmót Róberts og ísköld og raunsæ íhygli hans mun ef til vill verða honum fjötur um fót sem frambjóð- anda til forsetakjörs. En á seinustu árum hefur Róbert breytzt einmitt hvað þessu viðkemur. Hann er ekki alveg eins sjálfsöruggur og sjálfs- ánægður og hann var. Hann er hættur að rökræða miskunnarlaust við hvern sem er og halda fram sinni stefnu sem hinni einu réttu. Áður komst enginn að í slíkum rök- ræðum. Nú er hann hins vegar far- inn að gæta hófs ( þessum sökum og hlusta á skoðanir annarra. Hann er orðinn miklu mildari og sveigjan- legri í viðhorfum og skoðunum. Og hann er nýlega tekinn upp á að hæðast kaldranalega að sjálfum sér og hefur aflað sér aukinnar sam- úðar með þvf. Róbert Kennedy er sannkallaður keppnismaður. Hann kann ekki að tapa. Einu sinni sagðist hann fyrir- líta alla þá sem tapa. Þegar hann stundaði íþróttir á skólaárum sínum, var járnvilji hans sterkasta hlið. Hið sama hefur orðið uppi á teningnum á stjórnmálaferli hans. Hann herð- ist við hverja raun; ef hann tapar færist hann ( aukana og tekur á öllum sínum kröftum. Sigurvilji er einn af stærstu kostum hans. Móðir þeirra, Rose, lýsir vilja- styrk Róberts með þv( að segja frá stöðu hans í hópi systkina sinna: „Þeir bræðurnir voru fjórir. Elzt- ur var Joe, næst kom John og þá Róbert og Edward rak lestina. Ró- bert bar alla tíð mikla virðingu fyr- ir eldri bræðrum sínum og tók þá sér til fyrirmyndar f einu og öllu. Búast hefði mátt við, að Róbert og Edward fengju minnimáttarkennd Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.