Vikan


Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 22
IIHBLIHBflBNIB SEM OLL Bl HÉR ER RAKIN í STUTTU MÁLI SAGAN AF BONNIE OG CLYDE, SEM NÝLEGA HEFUR VERIÐ BONNIE-ÆÐI GANGI YFIR HEIMINN. Kvikmyndin af Bonnie og Clyde hefur náS mikilli lýðhylli. Framleiðendumir hafa grætt of fjár, ný tízka, kennd við Bonnie, er komin fram og nafn hjúanna er þekkt vörumerki. Á páskadag 1934 sat roskinn bóndi að nafni William Schi- effer undir stórri eik og hvíldi sig eftir matinn. Hann gaf auga bílunum sem fóru framhjá bæn- um hans, er var við stóra þjóð- veginn milli Dallas og Grape- vine í Texas. Nýr Ford stanz- aði spottakorn frá og einhver kastaði út vískíflösku hlæjandi. Stundarkorni síðar komu tveir umf erðarlögregluþj ónar á bif- hjólum, hemluðu og gengu að Fordinum, sem virtist hafa bil- að. Schieffer sá rifflum og skammbyssum miðað út um bíl- gluggana. Skot gullu við, og báð- ir lögreglumennirnir skullu á rykugan veginn. Schieffer læddist nær til að sjá betur, hvað hér væri á prjón- unum. Bíldyrnar opnuðust og út steig lítil, ljóshærð stúlka. Hún hélt á haglabyssu, og hafði verið sagað framan af hlaup- inu. Hún gekk að öðrum fallna lögreglumanninum og stóð smá- stund yfir honum; hann virtist dauður. En hún skaut tveimur skotum í höfuð hans. — Nei sjáið þið, höfuðið hopp- aði eins og gúmmíbolti, kallaði hún. Hún og karlmaðurinn í bíln- um skellihlógu og óku svo af stað. Schieffer flýtti sér fram á veginn og sá að báðir lög- reglumennirnir voru dauðir. Annar vegfarandi í bíl náði í lögregluna, sem fór með liðs- menn sína tvo, E. D. Wheeler, tuttugu og sex ára, og H. D. Murphy, tuttugu og þriggja, á líkhús í Dallas. Morðingjarnir voru sloppnir í bíl sínum, hraðskreiðum Ford V 8. En fingraförin á viskíflösk- unni, sem hent hafði verið úr 22 VIKAN 15-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.