Vikan - 18.04.1968, Side 34
Sækið sumaraukann
Frá haustnóttum til vordaga er unnt að
sækja sumaraukann með því að fljúga með
LOFTLEIÐUM vestur til Ameríku eða
suður til Evrópu og halda þaðan, þangað
sem sólin skín allan ársins hring.
Lág vetrarfargjöld og langt skammdegi
freista til ferða allan veturinn, en einkum
er þó heppilegt að sækja sumaraukann með
LOFTLEIÐUM á tímabilum hinna hag-
stæðu vor- og haustfargjalda, 15. marz—
15. maí og 15. september—31. október, en
þá er dvalarkostnaður í sólarlöndum víðast
hvar minni en á öðrum árstímum.
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM
LOFTLEIÐIS LANDA MILLI
1
WTLEIÐIfí
34 VIKAN 15-tbl-
Verkfallinu er lokið. Kristvin
aftur kominn á lyftarann sinn
hjá Eimskip og væringar af verk-
fallsvakt gleymdar — eða geymd'
ar. Þá og síðan hefur mikið ver-
ið rætt um réttmæti og gagn-
semi verkfalla, sumir segja að
verkföll séu úrelt vopn, aðeins
til skaða. Á það skal ég ekki
leggja dóm hér, þótt vissulega
væri betra að komast hjá verk-
föllum. Hitt er ég svo viss um,
að verkföll og það sem þeim fylg-
ir hefur ekki heppileg eða góð
áhrif á börnin, sem við erum að
ala upp. Þau líta á verkföll sem
eitthvað spennandi og eftirsókn-
arvert, þá er heillandi stríð milli
verkfallsvarða og þeirra, sem eru
að reyna að fara í kringum verk-
fallið — eða stundum milli verk-
fallsvarða og þeirra, sem eru að
reyna að verja eignarrétt sinn.
Og þá getur komið að þeim lang-
þráða degi, að skólunum verði
lokað. f þeirra augum verður
verkfall álíka eftirsóknarvert og
að komast á bíó eða sjá í sjón-
varpinu mynd bannaða börnum.
Á unglingana okkar hefur þetta
örfandi áhrif til að komast í eitt-
hvað spennandi, sem útrás í
uppátækjum eins og að aka fram
og aftur um Kópavoginn með
vatn í tunnu, og kannski ein-
hverjum verri. Hvaða afleiðingar
kann þetta að hafa á launabar-
áttu síðari tíma og samninga-
vilja af beggja hálfu?
☆
TurnherbergiS
Framhald af bls. 17.
að út — það minnsta sem hún
gat gert var að hverfa eins
virðulega og henni var unnt.
Hún hægði ferðina og eftir smá
stund var hann búinn að ná
henni og hélt áfram stórstígur,
án þess að láta sig nokkru skipta
hvort hún hefði við honum eða
ekki.
Þegar þau komu að hjóla
stólnum nam hann staðar. Svo
hvarf hann inn milli trjánna.
Þegar hún kom þangað stóð
hann og blaðaði í teiknibók
hennar og staldraði aðeins við
teikninguna, sem hún hafði gert
af Lady Macfarlane.
Rétt í svip hélt hún að hann
myndi rífa blaðið úr blokkinni
og böggla það saman, en það
gerði hann ekki. Hann rétti
henni bókina og sagði stuttara-
lega:
— Hirðið skranið yðar og
sýnið mér hvar þér komuzt inn.
Þau héldu áfram inn í garð-
inn og nú varð hún að ganga á
undan og varð sér þess óþægi-
lega meðvitandi að hann gekk
fast á hæla henni og að galla-
buxurnar hennar voru rifnar að
aftan og svo þröngar um mjaðm-
irnar að henni fannst hún næst-
um nakin og varnarlaus.