Vikan - 18.04.1968, Blaðsíða 41
leitt neitt ( Ijós, sem styður þessa
kenningu, né ótal fleiri kenningar,
sem komið hafa fram.
Engum hefur tekizt að koma með
tilgótu, sem geti skýrt, hvers vegna
svo mörg skip og flugvélar hafa
horfið á þessu svæði. Ef til vill
finnst skýring á fyrirbærinu einn
góðan veðurdag. En þangað til
verður „Þríhyrningur dauðans"
sannkallaður ógnvaldur öllum þeim,
sem þurfa að leggja leið sína um
hann — bæði á sjó og í lofti.
☆
Unglingar....
Framhald af bls. 25.
fasta, hljóp hún að bílnum, þar
sem Clyde og aðrir félagar henn-
ar voru fyrir. Skot reið af og
hitti Moore í ennið. Maxwell
sériffi flýtti sér á vettvang, en
var einnig skotinn niður. Hann
dó fjórum dögum síðar. Og þau
Bonnie og Clyde mörkuðu tvær
skorur í vopn sín, en þann gamla
sið úr villta vestrinu höfðu þau
í heiðri unz yfir lauk.
Bonnie, Clyde og Hamilton
losuðu sig við bílinn og stálu
öðrum. Piltarnir skildu Bonnie
eftir hjá móður hennar meðan
þeir rændu búð í næstu borg.
Síðan tóku þeir hana upp aftur
og stefndu til Oklahóma.
Næst fréttist af þeim fjórt-
ánda ágúst, en þá voru þau kom-
in til Nýju-Mexíkó til að heilsa
upp á móðursystur Bonniear. Þar
rændu þau lögreglumanni, höfðu
hann hjá sér í bílnum daglangt
en slepptu honum síðan heilum
á húfi. Þetta bragð léku þau all-
nokkrum sinnum á næstu átján
mánuðum og átti það drjúgan
þátt í því dirfskuorði, er fór að
fara af þeim.
Þeim þótti gaman að aka langt
án viðkomu og voru fljót að
hverfa úr augsýn lögregumanna,
sem lítið gátu að gert. Þau
skruppu til Michigan svo að
Hamilton gæti heilsað upp á föð-
ur sinn, sem þar bjó. Þar frömdu
þau nokkur bankarán, sem lítið
hafðist uppúr, og síðan héldu
þau Bonnie og Clyde áfram að
rása um Miðvesturríkin. Hamil-
ton settist um kyrrt, en vin-
stúlka hans ein kom upp um
hann og hann var dæmdur til
tvöhundruð sextíu og þriggja ára
(!) þrælkunarvinnu.
Bonnie og Clyde urðu sér
skjótlega úti um félaga í hans
stað.
Bill Jones, seytján ára bílþjóf-
ur, hafði ekki hugmynd um hvað
hann átti í vændum er þau tóku
hann á þjóðvegi einum í Texas.
Daginn eftir stálu þeir Bill og
Clyde bíl fyrir utan gistihús eitt.
Eigandinn stóð þá að verki, hljóp
á vettvang og stökk upp á aur-
brettið í von um að stöðva þá.
Clyde setti skammbyssuna á háls
honum og hleypti af skoti, sem
næstum tók höfuðið af mannin-
um. Síðan sagði hann hlæjandi
við Bill að nú væri hann með-
sekur um morð og yrði því
neyddur til að fylgja þeim Bonn-
ie gegnum þykkt og þunnt.
Löngu síðar sagði Bill lög-
reglunni að bæði Bonnie og
Clyde hefðu misboðið honum
kynferðislega. „Þau gerðu líf
mitt að algeru helvíti. Stundum
bundu þau mig við tré til að
ég skyldi ekki strjúka frá þeim.“
Næsta fórnardýr Barrowklík-
unnar varð Howard Hall, fyrr-
um kúreki, sem rak smáverzlun
í Sherman, Texas. Kvöldið ell-
efta október 1932 komu Bonnie
og Clyde inn í búðina og keyptu
brauð og dós með laxi. Clyde
rétti búðarmanninum, F. R.
Little, fimm dollara seðil, en
síðan dró Bonnie skammbyssu
upp úr handtösku sinni og átti
að halda þeim Hall og Little í
skefjum meðan Clyde tæmdi
peningakassann. En Clyde rak
skammbyssu sína svo fruntalega
í kviðinn á Hall að gamli mað-
urinn hrökk aftur á bak. Clyde
drap hann síðan með tveimur
skotum, en síðan voru þau Bonn-
ie góða stimd að pakka niður
hjá sér nauðsynjum af ýmsu
tagi.
Hver mánuðurinn leið af öðr-
um, ný rán voru stöðugt framin
með heldur litlum gróða, og ný
morð. Þess á milli slöppuðu
skötuhjúin af með skemmtun-
um af borgaralegasta tagi, fóru
út skóg með matarkörfu, stund-
um með móður Bonniear eða
einhverjum öðrum ættingja. Þá
tóku þau Bonnie og Clyde mynd-
ir hvort af öðru. Hann lét helzt
mynda sig hjá síðasta bílnum,
sem hann hafði stolið, og lét þá
riffil standa upp við vélarhúsið.
Hún var stoltust af að vera
mynduð með byssur, en ein
mynd er til af henni reykjandi
stórsígar. Blaðamenn náðu þeirri
mynd og birtu mynd af henni
sem glæpamannadrottningunni,
sem reykti stóirsígara. Bonnie
reiddist. Þótt hún þegar væri
samsek um nokkur morð, fannst
henni kvenlegri virðingu sinni
misboðið með að gefa í skyn að
hún reykti vindla, þegar hún í
raun réttri reykti aðeins sígar-
ettur.
15. tbi. VIKAN 41