Vikan


Vikan - 18.04.1968, Síða 45

Vikan - 18.04.1968, Síða 45
L HH LILUU LiDju LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð jörðuð hlið við hlið. Hið síðar- nefnda stóðst ekki. Það eru margir kílómetrar milli grafa þeirra. Nú í dag hafa Bonnie og Clyde sérlega þýðingu fyrir tvær manneskjur. Þær eru systir Bonniear, Jean Parker, sem lít- ur svo á að kvikmyndin sé sví- virðing fyrir minningu systur hennar og vill af þeim sökum fá eina milljón og tuttugu og fimm þúsund dollara í skaða- bætur, og ekkja Hamers, sem krefst einnar milljónar dollara og sjö hundruð og fimmtíu þús- undum betur fyrir ærumeiðing- ar, sem hún telur mann sinn verða fyrir í myndinni. Báðir þessir kvenmenn eru reiðubún- ir að berjast til hins síðasta fyrir þeim efnahagslega hagnaði, sem þær ætla að hafa upp úr tengslum sína við söguna af Bonnie og Clyde. Sjötta eiginkonan Framhald af bls. 13. „Elsku Arthur: Þú selur þig alltof ódýrt." „Hvað áttu við?“ Hann gat ekki neitað því, að honum fannst óviðeigandi að vera fullkomlega hreinskilinn, þegar um svo viðkvæmt mál var rætt. „Jafn töfrandi maður og þú ert, er sannarlega meira en hundrað þúsunda virði. Og að fremja morð fyrir svo litla upp- hæð...“ „Nei, Fern .. „Við erum vinir, er það ekki? Við getum talað hreinskilnings- lega hvort við annað.“ „Dettur þér í raun og veru í hug, að ég hafi framið fimm morð?“ spurði hann. „Elskan, ég veit að þú gerðir það.“ Hann hefði ekki átt að hitta hana aftur. Hann hefði átt að losa sig við hana strax. Hann hefði að minnsta kosti getað skipt um dvalarstað til þess að hún hefði ekki upp á honum. í staðinn hikaði hann og dok- aði við og á meðan hann gerði það, rannsakaði hann betur hagi hennar. Það kom í ljós, að Fern Spencer var ekkja. „Hvað kom fyrir Jeffrey, manninn þinn,“ spurði hann hana, þegar þau höfðu þekkzt í mánuð. Spurningin kom henni á ó- vart. Hún roðnaði og það kom fát á hana. Eftir stutta stund jafnaði hún sig og sendi honum kalt og stingandi augnaráð. Eitt- hvað var hún að fela, en hann vissi ekki hvað það var. „Hann dó,“ sagði hún loks. „Já, ég veit það. En hvernig?“ Augnaráð hennar var tor- tryggið: „Þú hefur njósnað um mig. Hvers vegna njósnaðir þú ekki svolítið betur til þess að kom- ast að því líka, hvernig hann dó?“ „Ég gerði mitt bezta til þess,“ sagði hann og brosti. „Jeffrey virðist hafa látizt í bílslysi.“ „Já, hann gerði það — fyrir sex árum.“ „Og þú hefur ekki gifzt aft- ur?“ „Nei.“ Hann beið eftir að heyra sög- una í smáatriðum, en hún kom ekki. Samræðum þeirra var hér með lokið og allt kvöldið eyði- lagt. Hann sá hana ekki í heila viku eftir þetta. Áður hafði hún hringt í hann oft á dag, sent honum smámiða með skilaboð- um, jafnvel ofurlitlar gjafir. Nú heyrðist hins vegar ekkert frá henni. Það var eins og hún hefði farið til annarrar plánetu. Á meðan gluggaði hann í göm- ul dagblöð. Fyrir sex árum, hafði hún sagt. Þegar eigandi tíu mill- jóna átti í hlut, fór ekki hjá því, að blöðin segðu frá helztu at- burðum í lífi hans. Hann komst að raun um, að þetta hafði gerzt í Californiu. Jeffrey og Fern höfðu ekið frá sumarhóteli við fjallavatn. Þau höfðu ekið of hratt á vegi, sem þau þekktu gkki. Bíllinn hafði runnið fram af egghvassri brún og hafnað ofan í djúpu gili. Jeff- rey Spencer var sjálfur við stýr- ið og hafði farizt í logandi flak- inu. Fern Spencer hafði setið við hlið honum, en tekizt að kasta sér út úr bílnum, áður en hann fór fram af brúninni. Hún slasaðist hættulega, en blöðin bjuggust við, að hún mundi lifa. Pendrake eyddi nokkrum dög- um í að lesa blöðin betur í von um að rekast á nánari fréttir af slysinu. En blöðin steinþögðu og mátti það undarlegt heita, þar sem svo nafnkunnugt fólk átti í hlut. Hafði Jeffrey Spenc- er til dæmis verið drukkinn, þegar hann ók bílnum? Ef til vill fannst yfirvöldunum það ekki skipta svo miklu máli. Þeg- ar allt kom til alls hafði hann orðið sjálfum sér að bana. Eng- in opinber rannsókn fór fram vegna slyssins. Jeffrey Spencer var grafinn í Californiu. Sex mánuðum síðar var sagt frá því á lítt áberandi stað, að Fern Spencer væri komin aftur til borgarinnar og hefði náð sér eftir slysið. Pendrake aflaði sér frekari upplýsinga. Hafði Fern erft eitt- hvað af tíu milljónunum sínum frá manni sínum? Nei, ekki gat Pendrake séð það. Jeffrey Spencer hafði verið ungur og með öllu óþekktur, áður en hann kvæntist Fern. Hann hafði unn- ið hjá fyrirtæki föður hennar, John Larkin. Hann hafði ekki komizt til neinna áhrifa innan fyrirtækisins, jafnvel ekki eftir að John Larkin lézt. Ef til vill hefur hann ekki haft hæfileika til þess, eða ekki viljað það. Ef til vill hefur hann aðeins verið ævintýramaður. Sízt af öllum mundi Pendrake álasa honum fyrir það. Mistök Jeffreys Spencer voru að sjálfsögðu þau, að honum hafði ekki tekizt að lifa konu sína. Þegar Fern hafði jafnað sig eftir ólundarkastið, gerði hún nýtt áhlaup á Pendrake, eins og ekkert hefði ískorizt. „Hefurðu ekki saknað mín, elskan?“ „Jú, ef til vill.“ „Auðvitað hefurðu saknað mín. Það þýðir ekkert fyrir þig að neita því. Þú ert dæmdur morðingi...“ „Svo?“ „Ekki samkvæmt lögum, held- ur af almenningsálitinu. Þú ert útskúfaður. Hver mundi vilja umgangast þig — nema ég? Þú hlýtur að hafa verið mjög ein- mana.“ Hann brosti. Forráðamenn Castle Club höfðu sýnt þolin- mæði og ekki fleygt honum á dyr, fyrst hann hafði verið sýkn- aður af morðákærunni. En það var satt, að fólk hafði verið kuldalegt í viðmóti gagnvart honum og beinlínis forðazt hann. „Hvers vegna giftistu mér ekki, Arthur?“ „Fern!“ „Reyndu ekki að sýnast undr- andi. Þú hefur vitað allan tím- ann, að það er einmitt það, sem ég vil.“ „Nú, jæja, já .. „Ég er eina konan í allri borg- inni, sem vill giftast þér. Og ég er tíu milljóna virði, Arthur.“ „Ég þarf ekki á peningum að halda.“ „Ekki sem stendur ef til vill. En þú vilt lifa ríkulegu lífi. Þú vilt njóta beztu þæginda sem völ er á. Og þú getur ekki unnið neitt. Þú kannt hvorki eitt né neitt og hefur aldrei dyfið hendi í kalt vatn. Peningarnir þínir endast ekki til eilífðar. Tíu mill- jónir mundu tryggja þér þægi- legt lúxuslíf til æviloka.“ Hann settist við hlið henni, tók hönd hennar mjúklega og horfði rannsakandi beint í aug- un á henni. „Þér er mjög annt um, að ég kvænist þér sem allra fyrst, Fern,“ sagði hann. „En hvers vegna viltu það?“ Hún þrýsti hönd hans og brosti til hans með augunum. En þrátt fyrir aðdáunina og ánægjuna Framhald á bls. 48. BIFREIÐAEIGENDUR TAKIÐ HVAÐA BIFREIÐ SEM ER VIÐ HÖFUM RÉTTA LITINN Þér gefið aðeins upp tegund og órgerð bifreiðarinnar og DU PONT blöndunarkerfið með yfir 7000 litaspjöldum gerir okkur kleift að blanda rétta litinn á fóeinum mínút- um. *»«. u>. r*t. o*t. DU PONT bifreiðalökkin hafa þegar sannað yfirburði sína við íslenzka staðhætti. DUCO® og DULUX® eru lökk, sem óhætt er að treysta - lökk, sem endast í /slenzkri veðróttu. oo&ia Laugav. 178, sími 38000 15. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.