Vikan - 18.04.1968, Qupperneq 48
Þetta var konunni að kenna, ég sneri mér við til að horfa á hana.
sem skein úr þeim, þá ónáðaði
Pendrake stöðugt sá grunur, að
hún byggi ýfir einhverju leynd-
armáli, sem hann vissi ekki um.
„Ég er kona,“ sagði hún. „Og
við konurnar hugsum ekki rök-
rétt eins og þið, elsku Arthur.
Ég varð fyrst hrifin af þér, þeg-
ar þú barðist fyrir lífi þínu í
réttarsalnum. Síðan hef ég stöð-
ugt orðið hrifnari af þér.“
Hálfum mánuði síðar og rösk-
lega tveimur mánuðum eftir að
Pendrake hafði verið sýknaður
af morðákæru vegna láts fimmtu
konu sinnar — hafði hann
kvænzt þeirri sjöttu.
Mikið var skrifað um brúð-
kaup þeirra í blöðin, enda þótt
þau reyndu bæði eftir fremsta
megni að láta það fara fram í
kyrrþey. Einhver blaðamaður
fékk veður af því og var fljót-
ur að setja það á forsíðuna.
Dunphy lögregluforingi kom ó-
boðinn til brúðkaupsins.
„Þér eruð djarfir, hr. Pen-
drake,“ sagði hann og glotti við
tönn.
Pendrake reyndi að láta eins
og hann sæi hann ekki, en tókst
það ekki.
„Þér ætlið að freista gæfunn-
ar einu sinni enn,“ hélt hann
áfram. „Kannski er það ómaks-
ins vert, ha? Það er til mikils
að vinna í þetta sinn. En hvers
konar bjáni er þessi frú Spencer
eiginlega? Þykist hún ætla að
betrumbæta yður? Eða ætlið þér
að setjast í helgan stein og lifa
hamingjusömu lífi hér eftir? Og
mætti ég kannski spyrja, hvort
hin nýja frú Pendrake á líka
að fá að lifa í ró og spekt til
æviloka? Ég hef mikinn áhuga
á að vita það. Og ég mun fylgj-
ast með ykkur — rækilega. Þér
eruð að verða tómstundagaman
mitt, hr. Pendrake."
Ekki lofaði brúðkaupið góðu.
Og því síður hveitibrauðsdag-
arnir. Fern, sem hafði verið svo
ástfangin af honum fyrir brúð-
kaupið, var nú svo undarlega
fjarræn og miður sín. Þau fóru
í ferðalag til Vestur-Indíu, en
rómantíkin fór gersamlega út
um þúfur. Því fór fjarri, að
Fern fleygði sér í fang honum
eins og eftirvæntingarfull brúð-
ur. í staðinn var hún afar frá-
hindrandi og vör um sig og gaf
honum gætur í laumi í tíma og
ótíma. Hún njósnaði ekki bein-
línis um hann, heldur virtist
hafa svona einkennilegan áhuga
á högum hans og lífsvenjum.
„Arthur,“ sagði hún eitt sinn,
er þau sigldu á skemmtisnekkju.
„Var hinum konunum þínum
kunnugt um fortíð þína?“
„Áttu við, að ég hafi verið
kvæntur áður? Auðvitað. Ég
laug aldrei að þeim.“
„Nei, ég á ekki við það. Vissu
þær, hvernig þú hafðir losað þig
við fyrrverandi konur þínar?“
Honum var skemmt.
„Nei, auðvitað ekki.“
Augu hennar ljómuðu ein-
kennilega. Honum þótti það tor-
tryggilegt og ills viti.
„Þá er ég eina konan þín, sem
hef verið vöruð við,“ sagði hún.
„Vöruð við hverju?“
„Hættu á illum örlögum."
f þetta skipti vissi hann ekki,
hvort hann ætti að hlæja eða
reiðast.
„Elskan mín,“ sagði hann.
„Heldurðu í raun og veru, að ég
ætli að myrða þig?“
„Ætlarðu það þá ekki?“
„Og samt baðstu mig að kvæn-
ast þér?“
„Auðvitað, elskan! En í þetta
sinn verðurðu að sjálfsögðu að
vera miklu varkárari, af því að
ég veit, hvað þú ætlar að gera.
Og það sem er enn mikilvægara:
Dunphy lögregluforingi veit það
líka.“
„Hættu nú, Fern!“
Það var eins og hún væri að
ráðleggja honum í fullri alvöru.
„Hvað er að?“
„Þú talar tóma vitleysu. Ég
hef ekki í hyggju að skerða eitt
einasta hár á höfði þínu!“
„Nei, ég býst ekki við, að þú
komir og tilkynnir mér það áð-
ur.“
Nokkru síðar ræddi hann aftur
við hana um þetta og var enn
í æstu skapi:
„Fern, hvers vegna í ósköpun-
um skyldi ég vilja drepa þig?“
„Nú, en allar hinar konurnar
þínar ....“
„Er endilega víst að sagan
endurtaki sig? Heldurðu, að ég
neyðist til að kvænast og fremja
síðan morð aftur og aftur? Held-
urðu í raun og veru að ég sé
geðsjúklingur?"
„Nei, elsku Arthur. En þú ert
djarfur og varkár. Og þig lang-
ar í tíu milljónir doliara.“
„En ég á þegar tíu milljónir.
Ég er eiginmaður þinn.“
Hún hnyklaði brúnirnar:
„Þú átt þær nú ekki ennþá.
Þú hefur aðeins tekið fyrsta
skrefið til að eignast þær.“
Þegar þau komu aftur úr
brúðkaupsferðinni og höfðu
flutt inn í ættaróðal Larkin-
fjölskyldunnar, var hið fyrsta
sem Fern gerði að láta útbúa
löglegari kaupmála. Heill hópur
af lögfræðingum vann að þessu
verki. Arthur fékk að sjá erfða-
skrána og lét útskýra hana fyrir
sig. Hann var orðinn einkaerf-
ingi konu sinnar. Við andlát
hennar mundi hann erfa allar
eignir hennar, hvern einasta
eyri.
„Ertu alveg gengin af vitinu,“
sagði hann við Fern, þegar lög-
fræðingarnir voru farnir og þau
loksins orðin ein aftur. „Þú hef-
ur komið þessu þannig fyrir, að
ég geti ekki snert einn einasta
eyri á meðan þú ert á lífi, en
verði hins vegar vellríkur um
leið og þú hrekkur upp af!“
„En elsku Arthur minn,“ sagði
hún sallaróleg. „Þú kvæntist mér
peninganna vegna, var það
ekki?“
„Það hef ég aldrei sagt.“
„Og þér þykir ekki svo vænt
um mig, að þú viljir eyða þess-
um peningum með mér. Þú vilt
miklu heldur fá þá alla sjálfur.
Og ég hef einmitt komið því í
kring, að þú fáir vilja þínum
framgengt.“
Hann botnaði hvorki upp né
niður í henni. Hún hafði lað-
azt að honum, vegna orðróms,
sem var á kreiki um hann. Hún
virtist hafa gifzt honum fyrst
og fremst vegna þessa orðróms.
48 VIKAN 15- *“•