Vikan


Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 11

Vikan - 05.09.1968, Qupperneq 11
unni, ef sólskin var, en kuldi sagði einnig fljótt til sín. Mikið heyrðist á í regni og stormi. Einu sinni skall á óveður, sem skók húsið eins og það væri að rifna af grunni. Ekkert vantaði nema sjávarhljóðið, að ég kæmist þá á vald æskuminninganna heima í Baldurshaga. Gömlu timburhús- in voru svona. Þau skynjuðu ís- lenzkt veður eins og lifandi verur. En í kyrrlátu rökkri svaf hús- ið í skjóli af ósýnilegu örlaga- fjalli. Sitthvað hafði fyrir gömlu hjónin borið um ævina. Aldrei trúðu þau mér fyrir þeirri sögu, en ég frétti hana samt. Þau flík- uðu ógjarnan viðkvæmum einka- málum og báru harm sinn 1 hljóði. Eigi að síður var hann sár og varpaði á líf þeirra köld- um skugga. Jórunn og Páll höfðu mikils misst. au áttu einn son barna. Hann hét Guðmundur og var yndi þeirra og eftir- læti. Ungur nam hann múrara- iðn og þótti afbragð jafnaldra sinna að tápi og fjöri. Tvítugur vann hann að mannvirkjagerð á fjörru landshorni. Þá birtist presturinn í stofu foreldra hans einn daginn og tilkynnti þeim lát Guðmundar. Hann dó af slys- förum. Þar með voru þau svipt einkasyni sínum, er var ham- ingja þeirra og framtíðarvon. Það eina sinn sást Páli bregða, en Jórunn tók aldrei á heilli sér þaðan í frá. Hann réttist eins og sveigður reyrinn en hún brotnaði. Þetta bar við nokkru áður en ég kynntist gömlu hjónunum. Þau nefndu Guðmund heitinn aldrei í mín eyru, en söknuðurinn grúfði yfir heimilinu í dimmri þögn, sem enginn dirfðist að rjúfa. Stundum fannst mér eins og fjórði maður væri nærstaddur í stofunni, þegar ég sat á tali við gömlu hjónin. Það vai- minningin um Guðmund. Hraustur, fríður og glaður hafði hann kvatt þau, en átti ekki afturkvæmt. Iðulega varð mér þessi tilhugsun ofraun, hvað þá Jórunni og Páli. Þau syrgðu hann orðlausum en þung- um trega. Jórunn gamla missti heilsuna í sama mund og íslendingar stofnuðu lýðveldið á Þingvelli við Öxará sumarið 1944. Páll vann hjá setuliðinu og reif upp grjót í Öskjuhlíðinni dag hvern myrkranna milli. Hann kom að Jórunni, þar sem hún lá með- vitundarlaus á eldhúsgólfinu, en saltfiskurinn og kartöflurnar kraumuðu í pottinum á vélinni. Jórunn hafði verið að matselda, þegar hún fékk slagið. Hún var borin í rúmið og lá þar tvö ár. Þá var helstríði hennar lokið. Páll vék ekki að kalla úr hús- V________________________________________/ inu allan þann tíma. Hann eld- aði matinn og vann önnur heim- ilisstörf og hjúkraði Jórunni af einstakri nærfærni og umhyggju. Gamla konan komst brátt til ráðs, en var máttlaus hægra megin og mátti sig ekki hreyfa. Páll' sat löngum við rúmstokk- inn og las henni blöð og bæk- ur. Hún vissi umhverfi og sam- tíð, en var þó utan við heiminn. Dagarnir tíndust hver af öðrum í eilífðardjúpið eins og þegar , perlur detta af slitinni festi. Páll taldi þá ekki. Hann undi dapur- legu hlutskipti sínu af frábærri þolinmæði, en vænt þótti hon- um um, ef gest bar að garði. Þá varð hann hýr í bragði og hress í máli. Fagurt var að sjá og heyra, hversu hann annaðist konu sína í veikindum hennar og reyndi að létta henni vonlausa bið. Svo dó Jórunn gamla, og Páll var orðinn einn eftir í húsinu sínu. Hann var þá of gamall að hefja erfiðisvinnu á ný, en lifði af ellilaununum og því, sem hon- um áskotnaðist styrjaldarárin, þegar fátæktin missti þrælatak sitt á landi og þjóð, veitti sér og fátt annað en mat og svefn og nokkrar bækur, en þóttist kom- ast vel af og kveið ekkert ell- inni. Hún varð honum samt örð- ug smám saman. Páll hafði skrínukost eins og tíðkaðist í sunnlenzku verbúðunum forðum. Hann eldaði mat aðeins suma daga, en aldrei var þurrð í búri hans. Loks fór hann varla út úr húsi nema til nauðsynlegra að- drátta, en heimilið bar vitni um þrifnað og snyrtimennsku. Myndi naumast hafa verið betur um gengið þar, þó að gamli maður- inn hefði notið kvenhjálpar. Eg heimsótti Pál oft árin áð- ur en hann dó. Þá barst einhvern tíma í tal milli okkar, að húsið og lóðin væri mikils virði. Ég spurði Pál, hvort honum dytti aldrei í hug að selja þessa eign sína til að hafa sæmi- leg fjárráð. Hann mun hafa í- grundað þetta áður, því að ekki stóð á svarinu: — Mér hefur liðið vel í þessu húsi. Guðmundur minn fæddist og ólst hér upp. Við Jórunn heit- in áttum hér indæla ævi saman, þó að harmur væri að okkur lcveðinn, og hún hefði aldrei tek- ið í mál að fara héðan. Ég ætla að vera hér þangað til yfir lýk- ur. Hann nefndi Guðmund sinn við mig þetta eina skipti, og ég þurfti ekki frekari skýringu. Gamli maðurinn vildi ekki segja skilið við húsið sitt af því að það var honum helgidómur hug- ljúfra minninga. Mér duldist ekki, að húsið var V__________________________________________/ lítið og gamalt, þó að ungum þætti mér mikið til þess koma. Þakið var farið að ryðga, skörð komin í girðinguna kringum lóð,- ina, hliðið skakkt á bágum hjör- um og engar kartöflur í kál- garðinum. Þó mátti fá ærið fé fyrir húsið og lóðina. Páll var svo greindur maður og lífsreynd- ur, að hann vissi mætavel verð- gildi þessarar eignar sinnar. Hann gat á svipstundu breytt henni í marga peninga og veitt sér ýmis þægindi, en slíkt var honum fjarri skapi. Húsið var honum ekki aðeins bólstaður. Hér átti hann heima í tvennum skilningi. í þessu húsi hafði hann notið hamingju og gleði. Hann ætlaði ekki að flýja það, er degi hallaði og ævikvöldið nálgaðist. Það hefði verið að bregðast Guð- mundi og Jórunni. Og Páll gamli myndi aldrei fremja slíkt og því- líkt til að verða ríkur. Hann sat þarna á stólnum eins og þegar ég heimsótti hann fyrst — við stofuborðið úr franska kjörviðinum og undir myndinni af Hallgrími sáluga Péturssyni. Koiaofninn var horfinn, en ann- ars allt með sömu ummerkjum og forðum daga nema Jórurrn dáin og grafin og Páll hrumur og þreyttm- eftir strit og baráttu margra ára. Minnisstæðust verð- ur mér þó gamla Borgundar- hólmsklukkan hjá suðurglugg- anum. Hún hafði verið í eigu Páls og Jórunnar allan þeirra búskap og gekk enn hárnákvæmt eins og sólin, gaf frá sér hvellan og skæran slátt og lét í engu á sjá. Smiðurinn hafði sannar- lega ekki kastað til hennar hönd- unum. m kvöldið varð mér reikað um borgina. Reykjavík var þorp, þegar Páll og Jór- unn fluttust í höfuðstaðinn og völdu sér bólstað í Þingholtun- um. Síðar varð hún bær og loks borg. Páll vann að hafnargerð- inni á sínum tíma. Hann átti og þátt í að byggja mörg og reisu- leg hús. Hann mundi, þegar sunnlenzkir bændur mótmæltu símanum. Honum hljóp kapp í kinn, þegar landvarnarmenn sigruðu við kosningarnar frægu 1908, og var hann þó jafnan stilltur maður og hógvær. Hann sá marga stórbruna í Reykjavík og frétti uggvæna mannskaða, lifði þar atvinnuleysi og kreppu og seinna hernámsvinnu og fljót- tekinn gróða, en vann alltaf eins og venja hafði verið á uppvaxt- arárum hans, kunni ekki að hlífa sér og sleit kröftum og þreki um aldur fram. Nú sat hann einn eftir í stofu sinni. Borgin hlóðst upp umhverfis gamla timburhús- ið eins og ferlíki, en Páll var í Framhald á bls. 36. 35. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.