Vikan


Vikan - 05.09.1968, Page 18

Vikan - 05.09.1968, Page 18
ANDRÉS INDRIÐASON „MARMELADE" FRÁ SKOTLANDI Alltaf eru nýjar hljómsveitir að skjóta upp kollinum í Bretlandi, og auðvitað er öllum spáð vinsældum, jafnóðum og nöfn þeirra eru komin á vinsældalist- ann. I hverri viku birtast ný og áður- þekkt nöfn á vinsældalistunum. Sum- ar þessara hljómsveita eiga eftir að verða enn þekktari, en þær eru þó fleiri, sem falla í gleymskunnar djúp að skömmum tíma liðnum. Um nokkurt skeið hefur hljómsveit ein skozk átt miklu fylgi að fagna í Bretlandi, og hafa vísir menn í brans- anum spáð henni miklum og langvar- andi vinsældum. Þessi hljómsveit heit- ir Marmalade. í sumar kom út tveggja laga plata frá þessari hljómsveit með laginu „Loving Things“, sem komst á vinsældalistann. Ekki var þetta fyrsta platan, sem Marmalade sendi frá sér á brezkan markað. Hljómsveitin hefur verið á kreiki mörg undanfarin ár og sent frá sér ótal plötur, en engin þeirra hefur fengið hljómgrunn fyrr en nú. Plötur þessar hljómsveitar hafa selzt í stórum stíl í ýmsum löndum á meg- inlandinu og í nokkrum ríkjum Banda- ríkjanna. Þeir félagarnir í Marmalade eru nú að vonum kátir og hressir og segjast finna það á sér, að nú fari í hönd batnandi tíð. Geislar frá Akureyri. F. v.: Pétur Iljálmarsson, íngólTur Björnsson, Helgi Sigurjónsson, Páll l»or- geirsson og Sigurður Þorgeirsson. VERÐA GEISLAR FRÁ AKUREYRI VINSÆLASTA POP-HLJÓMSVEITIN HÉRLENDIS ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR? Þannig spyr „BálreiSur NorSlendingur“ í bréfi til blaSsins. Og hann heldur áfram: „Þessari spurningu velta margir fyrir sér, þvi Geislar hafa sannað okkur hérna, að þeir eru bezta pop-hljómsveit landsins. Nei, þetta er ekki prentvilla! Ég sagði, að þeir væru bezta pop-hljómsveit landsins. Þið spyrjið þá eflaust: Hvers vegna eru þeir ekki komnir á toppinn? Þessu er ekki hægt að svara með einu eða tveimur orðum. Geislar eru stofnaðir af fimm ungum mönnum, sem höfðu eng- an „stórkall“ á bak við sig. Þeir komu fyrst fram 25. febrúar sl. Strax í upphafi vöktu þeir gífurlega athygli vegna þess hve þeir voru ólíkir því sem við áttum að venjast. Allt var svo fágað og vel unnið. í maí og fram í júní dró frekar úr kappi þeirra félaga, því þá voru þeir allir í próf- um. Þá var einnig skipt um trymbil og af Þorleifi Jóhannssyni tók við Páll Þor- geirsson, sem þessir stórkarlar úr hljóm- sveitunum fyrir sunnan hafa öfundazt af. Eftir að Ingólfur Björnsson hafði lokið stúdentsprófi hófu Geislar að leika á ný af endurnýjuðum krafti, og eru þeir nú helmingi betri en þeir höfðu áður verið. Og nú fóru þeir að láta að sér kveða fyrir alvöru. Þeir hafa farið víða um land, m. a. til Reykjavíkur og hvarvetna hlotið mjög góða dóma, sem eðlilegt er, því ég hugsa að þær hljómsveitir séu vandfundnar hér- lendis, þar sem allir meðlimirnir syngja. Það eina, sem stendur í vegi fyrir þeim, eru blöðin. Eins og flestir vita er viss klíka innan blaðanna, hvað viðvíkur hÞcmsveitum. Þegar minnzt er á innlend- ar hljómsveitir er aðeins talað um Hljóma, Oðmenn eða Flowers, og einstaka sinnum er minnzt á hundleiðinlegar hljómsveitir, sem ég ætla ekki að telja upp. Þetta er óviðunandi eins og allir sjá, því það er grátlegt að horfa upp á hljómsveit eins og Geisla fara í súginn vegna þess að þeir eru ekki frá Reykjavík. Þó ég skrifi þér þetta bréf, býst ég ekki við, að ég eigi eftir að upplifa þann atburð að ef einhver meðlimur hljómsveitar utan af landi hætti, þá séu öll blöð yfirfull af fréttum og áróðri út af þessu. Að lokum: Munið, að Reykjavík er ekki allt ísland, og það getur margt gott kom- ið annars staðar frá en endilega frá Reykjavík. Ég þyrði að tefla Geislum fram á móti öllum pop-hljómsveitum ykkar sunnanmanna, hvort sem þeir heita Hljómar, Óðmenn eða Flowers, því þeir standa þeim alls staðar framar. Ég þakka fyrir allt gamalt og gott, þó ég reikni með að þetta bréf lendi í rusla- körfunni, því „sannleikanum er hver sár- reiðastur“. Kveðja, bálreiður Norðlendingur.“ Vilja nú ekki fleiri leggja orð í belg? Utanáskriftin er „Vikan, Eftir eyranu, Skipholti 33, Reykjavík". 18 VIKAN 35- »1.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.