Vikan


Vikan - 05.09.1968, Síða 25

Vikan - 05.09.1968, Síða 25
Á stríðsárunum hentu Rússar sprengjum á Borga eins og önnur byggð ból í Finnlandi. Brutu þeir niður hvert hús í námunda við heimili Runebergs, en sjálft varð það ekki fyrir teljandi skemmdum, og þykir Finnum það nálgast kraftaverk. Eitt sinn kom sprengja niður á hús, sem stóð hinum megin við sömu götu, í eitthvað tíu til fimmtán metra fjarlægð, og splundr- aði því. Við sprenginguna þeyttist steinn einn mikill upp á þakið hjá Runeberg og munaði minnstu að hann lenti inn úr. Hnullungur þessi er nú hafður til minja úti í garði. undarlega þétt; maður gasti næstum haldið að þetta væru barns- lík. Hverja gröf prýðir hella úr grá- um marmara, áletruð nafni og aldri þess sem undir býr. Nöfnin eru flest finnsk, nokkur sænsk og fáein vitna um fjarlægari uppruna, helzt þýzk- an. Ég heyri mannamál og sé tvær aldraðar konur, sem ganga með- fram grafaröðunum skammt frá; þær ræðast við á sænsku, hvað annars er sjaldgæft að heyra í Kotka, sem er finnskumælandi að glatað Finnlandi — trúlegast að ei- lífu. Einn þeirra var Tor Olav, son- ur annarrar viðræðukonu minnar. Hann varð tuttugu og eins árs og átti einn vetur eftir til stúdents- prófs þegar hann var kvaddur í striðið gegn rauðu barbörunum. Fyrir framan hverja grafarhellu er pottur með blómi, sum skarta enn skærum litum, önnur virðast búa við næringarskort. Þeir fengu allir eins blóm í eins pottum, sögðu móðir Tors Olavs og vinkona henn- ar. Það átti að tryggja að ekki yrði lands í Kotka, og leiddi þetta til þess að ég sótti hann heim á skrif- stofu hans daginn eftir, en hún er í einni þeirra kassalöguðu, há- módernu glæsibygginga, sem mik- ið er af í þessari borg sem öðrum hér í landi, enda eru Finnar heims- frægir fyrir sinn arkitektúr og arki- tekta; í því sambandi ætti að duga að drepa á nöfn eins og Ivar Aalto og Eliel Saarinen. Fröjd konsúll er forstjóri hjá Oy Enroth AB í Kotka, en þetta er stórt útgerðar- og skipa- miðlunarfyrirtæki er hefur útibú víða kóngs og hafði mikið dálæti á Finnlandi, hefur trúlega fundið þar fleira sem minnti á hennar föður- land en annars staðar í ríki spúsa síns. Þetta er forkunnarfallegt tveggja hæða timburhús í enn feg- urra umhverfi skógarlunda, tjarna og rennandi vatns. Er hér allt varð- veitt með sömu ummerkjum og var á tíð keisara, getur hér að líta íveru- herbergi og búsáhöld hans og hinn- ar hátignu fjölskyldu, svo og þjóna, lífvarða, kerinslukvenna og ann- arra, sem majestet þurfa alltaf að Waldcmar Fröjd, kunsúll íslands í Kotka, viö bænahús Alexanders þriöja i Langinkoski. Séð frá anddyri vciðiliúss- ins yfir Kymmene-á. Ilún var áður mjög laxauðug, en nokkuð liefur dregið úr þcirri gengd með minnk- andi vatnsmagni árinnar, cn þar er um að kcnna miklum virkjunum. Borðsalurinn í veiöibústaö Alexanders keisara þriðja í Langinkoski. Þar ríkir slík- ur glæsibragur og snyrti- mennska að maður gæti ætlað að keisarans sjálfs væri von á hverri stundu. Á þilinu eru myndir af honum og drottningu. mestu, en yfirleitt mun það svo að af eiginlegum Finnum skilji varla aðrir sænsku en eitthvað af lang- skólagengnu fólki. Ég gaf mig á tal við konurnar og reyndust þær að vísu vera af ættum sænskumæl- andi manna. Þær sögðu mér að um fjögur hundruð Kotkabúar hvíldu hér í mold heimaborgar sinnar, og fór því þó fjarri að tekizt hefði að ná öllum heim. Margur hraustur drengurinn úr þessum bæ rotnaði saman við blautan svörðinn í ósnortnum stórskógum Kirjálu, hetjulandsins úr Kalevala, ættbyggð- ar kantelesöngvaranna, sem nú er gert upp á milli þeirra. En nú eru ættingjar sumra fluttir úr borginni og enginn lengur til að vitja þeirra. En á hverju vori leggja nýútskrif- aðir stúdentar úr menntaskóla borg- arinnar blómsveig að minnismerk- inu, sem stendur við grafirnar. Þannig vottar blómi æskunnar ár- lega virðingu þeim mönnum, sem fórnuðu eigin æsku og lífi til að bægja frá þjóð sinni níðingsskap hinna stalínsku villimanna. LANGINKOSKI Hin konan reyndist vera mág- kona Waldemars Fröjds, konsúls ís- í landinu. Fröjd er Finnsvíi að ætt, fæddur á Hangöskaga. Þessi virðu- legi öðlingur, sem mér virtist minna mjög á roskinn hásvía af betra tagi, tók mér af mikilli alúð og varði bróðurparti dagsins til að sýna mér borgina og nágrenni hennar. Meðal annars skruppum við til Langinkoski, sem er skammt fyrir innan borgina, við ósa Kym- mene-ár. Þarna er enn varðveittur veiðibústaður, sem Alexander þriðji, næstsíðasti sar allra Rússa og stórfursti til Finnlands byggði sér og drottningu sinni Dagmar, sem var dóttir Kristjáns níunda Dana- hafa sér nær. Rétt hjá er bænhús keisara, því vitaskuld varð hann stöðugt að standa í sambandi við það eina yfirvald, sem hann var ábyrgur fyrir samkvæmt landslög- um. Er þetta smákofi, sem ekki rúmar nema einn á knébeði, en prýddur innan íkonum af einhverj- um heilögum mönnum. Hafði keis- ari mikið dálæti á þessum stað hér úti f finnskógunum, og hefur Ifk- fega unað þar fullt svo vel og í höllunum í Pétursborg, þar sem nf- hilistar og aðrir álíka voðamenn voru sýknt og heilagt að eitra fyrir Framhald á næstu síðu. 35. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.