Vikan


Vikan - 05.09.1968, Síða 27

Vikan - 05.09.1968, Síða 27
iskasundi snlinna iarðyrkjustörfum. Einn sá ég vera að herfa h já sér túnblettinn; hafði hann hest fyrir herfinu og stóð sjálfur á því. Rútan dokaði við á tveimur stöð- um á leiðinni, í bæði skiptin í fá- einar mínútur aðeins, í smáborgun- um Lovisa og Borgá; þetta eru vita- skuld sænsku heitin á borgunum. Á finnsku heita þær Loviisa og Por- voo; í þessu tveggjatungnalandi heitir flest tveimur nöfnum, að minnsta kosti með ströndum fram. í Borgá missti ég viljandi af rút- | unni til að skoða hús Runebergs skálds, sem þar bjó mestan hluta . ævi sinnar. Runeberg þurfti ekki, I sem sumir Ijóðagerðarmenn aðrir, að kvarta um skort á viðurkenningu meðan hann enn var ofar moldu, 15X78—'09 og ærnngiar þeirra gátu Runeberg í viðurkenningarskyni fyrir Sögur Stáls fánabera. Til að gera könnuna hjálpuðust að beztu fáanlegir gullsmiðir og aðrir hlið- stæðir snilldarmenn í Helsingfors, Ábæ (sem Finnar þurfa endilega að kalla Turku) og Stokkhólmi. Á loki könnunnar trónar forgyllt Ijón og ( það eru líka grafnar þessar hend- ingar úr upphafsljóði Stálssagna: Jag ság ett folk, som kunde allt blott ej sin ara svika. Jag ság en har, som frös och svalt och segrade tillika. Hjá Matthíasi okkar verður þetta: Eg þar sá fólk, sem þorði allt nema þrek og manndáð svíkja, og nakið, hungrað, kvalið, kalt ei kunni að heldur víkja. „HANN KLAUF í HERÐAR KAPPAFJÖLD" Það er Matthíasi Jochumssyni öðrum fremur að þakka að þessi rómantíski skáldkónqur Finnlands einkum Svein Dúfu. Það mun þykja eitthvert slakasta Ijóðið í Stálssög- um, en Matthíasi tekst að flikka svo upp á það í þýðingunni að það hefur orðið eitt þeirra kvæða erlendra, sem Islendingum er minnisstæðast. Tökum til dæmis atriði eins og það, að í frumtext- anum kemur Sveinn á móti Rúss- um með byssusting, en Matthíasi hefur þótt það full ómerkilegt vopn til að halda aftur af heilum her og vopnar hetjuna í skyndi með vík- ingasverði, og þar með rennur á Svein berserksgangur í stíl við Finnboga ramma og Þorstein uxafót. . . . og höggur tryllt á höndur tvær og hvasst honum eggin beit, hann klauf í herðar kappafjöld og kvistaði þeirra sveit. Það er ólíkt meiri myndarbragur á þessu en að vera að pota í mag- ann á mönnum með byssusting. Runebergshúsið er að sjálfsögðu jafnframt til minningar um konu skáldsins, Fredriku Charlottu fædda Tengström. Hún var ein merkasta kona sem sögur fara af í Finnlandi, manni sínum mikil hjáiparhella og það mörgum árum áður en alþýðu- skólum var komið á fót í landinu. Á stríðsárunum hentu Rússar sprengjum á Borgá eins og önnur byggð ból í Finnlandi. Brutu þeir niður hvert hús í námunda við heimili Runebergs, en sjálft varð það ekki fyrir teljandi skemmdum, og þykir Finnum það nálgast krafta- verk. Eitt sinn kom sprengja niður á hús, sem stóð hinum megin við sömu götu, í eitthvað tíu til fimm- tán metra fjarlægð, og splundraði því. Við sprenginguna þeyttist steinn einn mikill upp á þakið hjá Runeberg og munaði minnstu að hann lenti inn úr. Hnullungur þessi er nú hafður til minja úti í garði. HIN HVÍTA BORG NORBURSINS Ein er sú jurt, sem virðist spretta bezt í Finnlandi að fráskildum trjám, en það er fífill. Hvergi hér heima man ég eftir að hafa séð blóm þetta í öðrum eins breiðum og þarna í Nýlandi; heita mátti að hver blettur sem ekki var þaktur skógi eða lagður undir akur væri fagurgulur af því. Ég skil ekkert í Virkið Svcaborg, sem Finnar kalla Suomen- linna, kvað vcra eitt hiS rammgerðasta scm hyggt hefur verið á Norður- löndum. I»ví var ætlað að girða fyrir árásir á Ilelsingfors frá sjó, cn varð að litlu gagni l>cg- ar til átti að taka. Að ofan cr yfirlitsmynd af virkinu, tekin að næturlagi, cn að ncðan sést hlcðsla í einum virkisveggnum og op jarögangna. IIús Runebergs í Borgá er nú varðveitt sem minja- s:*.?n til minningar um skáldið. Myndirnar sem hér fylgja tók sonur þeirra Runebergshjóna af foreldr- um sínum fáum árum fyrir andlát þeirra. N enda sýnir stærð hússins og búnað- ur þess gerla að ekki hefur væst um karlinn. Þarna eru öllu haldið við með sömu ummerkjum og það var á dögum skáldsins, þarna hang- ir hattur hans á snaga, þarna eru byssur hans, málverk, bækur, gjaf- ir sem honum bárust hingað og þangað að, teppi sem frú Fredrika saumaði út, stofuhúsgögn sem þau fengu í brúðargjöf og keypt voru í sjálfri Sánkti Pétursborg, sem þá var raunar höfuðborg Finnlands, kantele sem Elías Lönnrot, safnari Kalevala, smíðari sjálfur. Þá má nefna forláta silfurkönnu, sem her- menn úr landvarnarstríði Finna mun standa íslenzkum Ijóðaunn- endum nær en velflest önnur skáld útlend. Skelfilega mistækur var Matthías að sönnu; Gestur Pálsson sagði um hann eitt sinn að hann væri „gemeinn bavían, þótt hann hefði gert góð kvæði inn á milli". í þessari setningu er sannleikskorn fólgið, þótt fyrrihlutinn sé full fautalegur. í þýðingum sínum tókst Matthíasi sums staðar meira að segja svo vel upp, að segja má með sanni að hann hafi betrumbætt frumtext- ann, eða allt að því, eða hver man ekki eftir Brandi Ibsens eða galdra- Ijóðinu úr Manfreð? Um sum Stáls- kvæði er hægt að segja svipað, skiIningsríkur og þolinmóður lífs- förunautur, og veitti víst ekki af, því að rómantísk stórskáld munu að jafnaði ekki meðfærilegri á heimili en almennt gerist. Síðustu níu æviár eiginmannsins, þegar hann byggði rekkju lamaður af slagi, sat hún hvern dag hjá hon- um drjúga stund og las fyrir hann upphátt. Hún var líka dágott skáld sjálf og skrifaði bæði Ijóð og skáld- sögur. Hún stundaði um skeið blaðamennsku ásamt manni sínum og hefur verið talin fyrsta finnska konan í þeirri stétt. Þá má nefna að hún átti þátt í stofnun skóla í Borgá fyrir fátækar stúlkur, og var að Finnar skuli ekki hafa tekið það upp í ríkisskjaldarmerki sitt. Helsingfors er engin risaborg á nútíðarmælikvarða, íbúar eitthvað liðlega hálf milljón. En hún hefur á sér rækilegt stórborgarsnið. Hér mæta auganu þessi einkenni sem sameiginleg eru flestum meiri hátt- ar borgum Vesturlanda: himingnæf- andi gljáhallir, íburðarmiklir útstill- ingargluggar og breiðgötur mý- krökkar af umferð fólks og farar- tækja. Bílaumferðin er geigvænleg, þv! að hér aka þeir að minnsta kosti jafnhratt og gert er í Lenín- grað og þar við bætist að vélknú- Framhald á bls. 39 35. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.