Vikan


Vikan - 05.09.1968, Side 45

Vikan - 05.09.1968, Side 45
— Nei, sagði Ambrose hóg- værlega. — Hlustaðu á mig. Eldhús- glugginn er ólæstur. Reyndu að koma þér út fyrir morguninn. Heyrirðu til mín? Ambrose hafði hingað til haft ágæta heyrn, en nú heyrði hann ekki neitt. — Heyrirðu, hvæsti Harriet eins hátt og hún þorði. — Bíddu þar til við erum sofnuð, gefðu okkur tíma, en komdu þér svo niður og fljótur út! Og þegar hann var enn skilningssljórri en trúlegt mátti teljast, hækkaði hún röddina einu sinni enn og skipaði. — Reyndu að koma þér út fyrir morguninn, Ambrose lokaði hleranum. Robert opnaði baðherbergis- dyrnar með fætinum. Hann var að skola á sér hálsinn. Þegar hann hafði lokið því, sagði hann. — Svona, svona, ég kem eftir hálfa mínútu. Harriet leit inn í baðherberg- ið. - — Vertu eins lengi og þig lystir. — Þú sagðir, að ég ætti að flýta mér út. — Ég sagði ekki neitt. — Ég heyrði greinilega til þín, sagði Roþert. — Þú sagðir mér að vera kominn út fyrir morgun- inn. Mér fannst það ákaflega undarlegt. —• Ja hérna! Fyrir morgun- inn! Harriet reyndi að flissa. Ro- bert starði á hana í speglinum ruglaður. Hún brosti og fór. En þegar hann kom fram, hafði vaninn aftur tekið yfir- höndina. Hann var að iða sér í náttfatajakkann, þegar Harri- et fór inn í baðherbergið. Hún hvíldi ennið að rakablettinum á speglinum, þar sem Robert hafði andað á sína eigin spegilmynd; síðan þvoði hún sér, burstaði tennurnar og kom aftur inn í svefnherbergið og þar var Ro- bert, samkvæmt áætlun í ból- inu, geispandi, brosti til hennar eins og venjulega, meðan hún gekk úr skugga um að þau hefði hvort sitt vatnsglasið á náttborð- unum. Svo kyssti hún hann. Hann klappaði henni á vinstri kinnina. — Góða nótt, elskan, sagði hann. — Góða nótt, elskan, sagði hún. Fimm mínútum seinna bylti hann sér ofurlítið og velti sér á vinstri hliðina. Tíu mínútum seinna — hún þurfti ekki að fylgjast með klukkunni til að vita það, — velti hann sér aftur yfir á hægri hliðina, dræsti hátt og lengi og var sofnaður. Harriet lá vakandi. Hún starði út í myrkrið og hugsaði um, hve gersamlega allt öðruvísi þetta rúm væri en það, sem var uppi í risinu. Hún lá grafkyrr og beið Framhald á bls. 50. * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hv.ar sem er án þess að valda hávaða. ;í. RAFHA-HAKA 500 þvottavéiin yðar mun ávallt skila yður full- kurnnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, • þ.e. það sem við á fyrir þau efni er ér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 1. Ullarþvottur 30°. 2 Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon. Non-lron 90°. 4. Non-lron 90°. 5 Suðuþvottur 100°. 6. Heitþvottur 60°. 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° .8 Heitþvottur 90°. 9. Litaður hör 60°. 10. Stífþvottur 40°. 11. Bleiuþvottur 100°. 12. Gerviefnaþvottui -m< Og að auk. serstakt kerfl fynr þeyti\indu og tæniingu. Öruggari en nokkur 5nnm gagnvart forvitnum bömum og unglingum. Hurina er ekki hægt að opne fyrr en þeytivindan er STOÐV- UÐ og dælan búm að tæma vélina. i I H1IAR ER DRKIN HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af þezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Matthea Jónsdóttir, Ránargötu 14, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Örkin er á bls. 35. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.