Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 15

Vikan - 21.11.1968, Side 15
segja frá þessu, sagði hann á- sakandi. — Fyrirgefðu, sagði Dylan. — Það var ósjálfrátt. Robert dró andann djúpt. — Lögregluforingi, ég hef nýlega orðið fyrir töluverðu áfalli.... — Ég skil. En sannleikurinn liggur nú í augrum uppi. — Er það? hvislaði Harriet. — Það er ég hræddur um. Ambrose Tuttle var myrtur. — Myxtur? spurði Robert. Honum fannst að hann hefði fengið martröð í staðinn fyrir draum og nú var önnur martröð að taka við. — Já, hélt Dylan áfram. — Hann kom frú Blossom og hin- um mexíkanska leikfélaga henn- ar á óvart, þegar verst stóð á, svo þau urðu að kála honum. Það var endir vesalings Tuttle. En ef til viR ætlið þér að spyrja eitthvað um Mexíkanann? — Já, sagði Robert eins og lamaður. — Hvað um Mexíkan- ann? — Hann tók sér aðsetur......... Dylan lyfti einum fingri með dramatískum tilburðum og benti á lúguhlerann, — þarna! — En sú þvæla! sagði Harriet. — Auð.vitað er þetta þvæla, flýtti Robert sér að segja. — Hvernig í ósköpunum ætti fólk að geta haft Mexíkana í húsinu hjá sér, án þess að vita af því. Þar er ekkert annað en gamalt rúm...... — Dragið djúpt andann, herra Blossom, sagði Dylan. Hann sneri sér að kommóðunni og dró neðstu skúffuna út. Svo opnaði hann og lokaði skúffun- um fyrir ofan hana og veifaði hendinni á eftir eins og galdra- maður, sem hefur heppnazt að töfra fjórar kanínur upp úr spilastokk. Robert starði. Dylan dró skúffurnar aftur út og myndaði stiga. Hann veifaði hendinni aftur, að þessu sinni til merkis um að Robert gengi upp þennan stiga. — Gerið svo vel, herra. — Þetta var fáránlegt. Robert var efst í huga að kasta þessum brjálæðingi út úr húsinu og kvarta undan honum við yfir- menn hans. Harriet var þögul og spennt. Dylan iðaði í skinninu. Til þess eins að setja ofan í við hann, til að sýna svo ekki væri um villzt, hvílíkur ein- dæma fáráðlingur hann væri, féllst Robert á þennan kjánaskap. Hann steig gætilega á neðstu skúffuna, fann að allt var í lagi og hélt áfram. Hann kom upp- undir hlerann og opnaði hann. Svo rétti hann úr sér, þar til höfuð og herðar voru komin upp fyrir brúnina og hann sá um allt risið. Það var stórfengleg sjón. Hlaðnar hókahillur blöstu við á tvo- vegu. í einu horninu var sjónvarpstæki og ríkulega búið skrifborð í öðru. Vindill ósaði í öskubakka og Robert þekkti þennan vindil af lyktinni. Hann þekkti líka löngu týnda innisloppinn sinn, sem hékk á snaga við hliðina á fataskápnum, fjórar blómaplöntur, sem aug- ljóslega höfðu sprottið upp af af- leggjurum úr gróðurhúsinu hans, vatnsflöskur úr útskornu gleri, sem Harriet sagðist hafa brotið fyr'r tveimur árum og tvö lítil málverk, sem Harriet hafði talið honum trú um að væru nú í eigu auðugs, amerísks listasafnara. Og við skrifborðið sat maður og var að skrifa, það var Jymp- son Farr. Nema hvað þetta var ekki Jympson Farr. Þetta var maðurinn í málverkinu eftir Harriet og mexíkanski búningur- inn hékk á snaga fyrir aftan hann. — Aha! hrópaði Robert. Nú tók hann að skilja ýmislegt. Maðurinn sleppti pennanum og litaðist um. — Ó, sagði hann. Svo með uppgjöf. — Komdu sæll, Robert. Og þetta var hvorki Jympson Farr eða Mexíkaninn. Þarna sá Robert mótorhjól skreytt með grænum gróðri — mótorhjól, sem Robert mundi eftir að hafa séð koma og fara um verksmiðju- hliðið fyrir nokkrum árum. — Aha! Nú skildi hann enn fleira. — Þú! Allt í einu heyrðist herská hundgá og hundur skreið fram undan skrifborðinu. — Uss, sagði eigandi hans. Dinkie þaut á harðaspretti yf- ir gólfið. Robert beygði sig, rétt í tæka tíð til að forða á sér nef- inu. Dylan leit upp vongóður. Svo le'zt honum ekki á viðbrögð Ro- berts og hann klöngraðist upp á kommóðuna lika og rak höfuðið upp í gegnum gáttina. Dinkie urraði, en nú var haldið í hann. Robert og Dylan virtu fyrir sér það, sem þarna var að sjá. — Aha, sagði Robert, einu sinni enn, en að þessu sinni fremur dapurlega en reiðilega. — Ó, sagði Dylan með augljós- um vonbrigðum. Þeir gerðu sér báðir ljóst og það var þungt áfall fyrir þá báða, að maðurinn fyrir framan þá við borðið var í raun og veru Ambrose Tuttle. Svo klifruðu þeir aftur ofan af kommóðunni, niður á gólf, þar sem Harriet beið auðmjúk eftir þeim. 14. Og tíminn hélt áfram að líða, samkvæmt erfðavenjunni, eins og breitt, straumþungt fljót. Hann sópaði mönnum og við- burðum burtu, þangað til þeir dóu, gleymdir, eins og draumar Roberts. Og um leið læknaði hann öll sár, þó ekki fyrr en þau höfðu verið miskunnarlaust rannsökuð og gengizt undir sárs- aukafullar aðgerðir. Dómarinn í skilnaðarréttinum, hafði að því er Harriet áleit síð- ar verið óþarflega harður. Hann hafði, að því er Harriet áleit síð- gjarn í garð hennar og Ambrose og hann hafði meira að segja lagt á sig, til að sýna vesalings kæra Robert í niðurlægjandi ljósi. Hún gerði sér í hugarlund að þetta væri hans starf og hann hefði ekki valið sér það, ef hann fengi ekki þar með illgirni sinni útrás. En samt fannst. henni að hann hefði ekki þurft að ganga svona langt. — Þær sannanir, sem nú hafa verið lagðar fram, sagði hann og beindi máli sínu til Roberts, — eru vægast sagt ótrúlegar. Samt er þetta opinberlega stað- fest af lögreglunni í persónu Dyl- ans leynilögregluforingja — nei, fyrirgefið — og einnig hér var engin ástæða til að hann velti sér upp úr þeirri staðreynd að Dylan hafði verið lækkaður í tign — ég á við Dylans lögreglu- þjóns. Hann gaut augunum á Dylan, yggldi sig á hann í nokkr- ar sekúndur og hélt svo áfram. — t meira en þrjú ár, meðan þessi maður lifði í hóglíf1., iðju- leysi og næstum óbærilegum alls- nægtum, þræluðuð þér í verk- smiðju yðar til að framfleyta honum og styrkja karlmennsku hans. Afleiðingin var sú, að þér urðuð ekki aðeins of önnum kaf- inn til að gegna yðar eðlilegu skyldum, sem eiginmaður, heldur varð' hið viðskiptalega keppikefli yðar, vægast sagt loftkennt. Þeg- ar þér lítið til baka, herra Bloss- om, — viljið þér þá ekki viður- kenna að þér hafið verið mjög heimskur? — Nei, herra minn. Dómarinn hleypti í brýrnar. Hann þoldi ekki að hcnum væri mótmælt og það hafði orðið mörgum málsaðilanum dýrkeypt. — Nei? þrumaði hann. — Ég álít það of mildilega til orða tekið. Ég hef verið algjör auli. Svipur dómarans mýktist. — Hversvegna óskið þér þá skilnað- ar nú? .— Vegna þess að ekkert sem gerzt hefur breytir grundvallar- sannleikanum, herra minn. Ég er að eðlisfari og ólæknandi mjög leiðinlegur eiginmaður. Ekkert mun nokkru sinni breyta því. Svo, þar sem konan mín elskar þennan mann og hann elskar hana..... Robert yppti öxlum og setti upp sitt sætasta fyrirgefningar- bros. — Ætlið þér að gefa honum hana? Dómarinn varð næstum enn púrítanskari á svipinn en áður. Harriet leizt ekki á blikuna. Sjálfsafneitun Roberts var svo yfirgengileg að það jaðraði við svik. Dómarinn myndi aldrei gangast inn á þetta. Hún hélt niðri í sér andanum. Það yrði skelfilegt að þurfa að snúa aftur og byrja upp á nýtt. Hún hafði heyrt að skilnaðarréttir væru eins og bílpróf — það þurfti æv- inlega að fella ákveðinn fjölda umsækjenda, til þess að próf- dómararnir hefðu nóg að gera — en henni fannst hún ekki geta afborið að ganga í gegnum þetta aftur. Sem betur fór hafði dómarinn svo mikla andstyggð á Ambrose og henni, að hann virtist ekki treysta sér til að hafa þau fyrir framan sig öðru sinni. Hann spurði með rödd, sem bar vott um vorkunnsemi og ásökun í senn: — En hvað ætlið þér að gera? Robert rétti úr sér: — Ég sný aftur til þeirrar, sem ég elska mest. — Hvað þá? hefur þessi kona ekki verið..... — Tónlistargyðjunnar, herra minn. Hún hefur alltaf veitt mér ánægju og fullnægju, en einnig hana hef ég allt of lengi vanrækt vegna —- viðskiptanna. — Fyrirlitningin, sem komst í þetta eina orð „viðskiptanna" snart Harriet óþægilega. Hvers- vegna í ósköpunum gat hann ekki hafa fundið til þessarar fyrir- litningar fyrir löngu, úr því að hann fann það núna? Ef hann hefði eytt minni tíma í viðskipt- in og meiri í hana - var ekkert líklegra en ekkert af þessum hlutum, sem ullu þeim leiðindum hefðu nokkru sinni gerzt. Þau tvö hefðu getað...... Hún ýtti frá sér svona svik- samlegum hugsunum. — Ætl ð þér að hætta við- skiptunum, herra minn, sagði dómarinn. Ég læt þau af hendi. Ég læt þeim þau eftir. Verksmiðjuna allt. Það verður mín brúðkaups- gjöf. Dómarinn var augsýnilega að reyna að rifja upp eitthvað, sem hann hafði kynnzt á ferli sínum sem væri hliðstætt, eitthvað sem m'nnti á þetta, eitthvað sem væri satt og myndi lifa í sögunni. Að lokum gafst hann upp. Þér skulið fá skilnað, herra Blossom. En með yðar leyfi — Robert kinkaði kolli kurteislega, — vil ég láta þess getið að orðið „auli“ er heldur ekki nærri nógu strangt til orða tekið. — Ef til vill, herra minn, en, sagði Robert, — hefur sá sem kastar þessum steini litið upp í sitt eigið ris nýlega. Dómarinn var alvarlegur á svipinn svo færðist skelfing í augnaráð hans. Hann reis snöggt á fætur og aðrir starfsmenn rétt- arins flýttu sér áð standa einnig á fætur í virðingarskyni. — Rétti slitið! Dómarinn þaut út úr réttar- salnum á óvirðulegu valhoppi. Lögfræðingarnir hirtu saman plögg sín og hurfu út, einnig á fullri ferð. Framhald á bls. 39 46. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.