Vikan


Vikan - 21.11.1968, Síða 25

Vikan - 21.11.1968, Síða 25
e ft;i r HUNTER DAVIES 10. HLUTI EINKARÉTTUR Á ISLANDI VIKAN Sextándi kafli FORELDRAR BÍTLANNA NÚ Á DÖGUM Fred Lennon Fred Lennon hafði ekkert samband við John og spurðist ekki einu sinni fyrir um hann frá 1945, þegar John var fimm ára gamall, og þar til 1994, þegar hann var orðinn frægur. Fred vann þá við uppþvott á hóteli í Esher. „Dag nokkurn sagði ein af stelpunum, sem unnu með mér í uppvaskinu, frá strák í hljómsveit, sem bæri sama ættarnafn og ég,“ segir Fred. „Hún sagði, að þessi strákur hlyti að vera sonur minn. Hann væri nauðalíkur mér og hefði alveg eins rödd og ég, enda þótt hann syngi ekki eins vel og ég. Eg hafði aldrei heyrt getið um þessa hljómsveit.“ John hlýtur oft að hafa gengið framhjá hótelinu, þar sem faðir hans vann, án þess að hafa hugmynd um það. Hann átti um tíma heima í Waybridge, sem er skannnt frá hótelinu. Þegar Fred uppgötvaði, að hér var um son lians að ræða, var hann fljótur að snúa sér til blaðanna og láta þau eiga viðtöl við sig. Hann neitar því að sjálfsögðu, að hann hafi sjálfur komið sér á framfæri og segir að til- viljun hafi ráðið því. Það hefur þá liklega líka verið „til- viljun“, að hann seldi Tit Bit ævisögu sína fyrir 40 pund og söng inn á hljómplötu, þar sem hann var aug- lýstur rækilega sem „faðir Johns, eins af Bítlunum“. Ilann heimsótti son sinn og fékk að tala við hann í tuttugu mínútur, en var að því búnu vísað á dyr. Hann reyndi að hitta hann aftur með því að koma óvörum heim til hans, en liurðinni var skellt beint á nefið á honum. Blöðin komust á snoðir um, að John hefði sarna sem fleygt föður sínum á dyr og héldu því fram, að Fred Lennon væri drykkjusjúklingur. Þar er hann þó hafður fyrir rangri sök. Það er að vísu fátt hægt að segja Fred til hróss, en drykkjusjúklingur er hann ekki. Hann er 55 ára og fremur unglegur eftir aldri og raup- samur í meira lagi: „Stelpurnar eru ennþá vitlausar í mig. Ég hef engan frið fyrir þeim. Ég gæti meira að segja verið með tán- ingum, ef ég vildi. Og það er ekki hægt að segja um alla karlmenn á mínum aldri! John heldnr kannski, að ég sé orðinn gamall fauskur. En þar skjátlast honum. Ég er miklu yngri en hann!“ Fred segist gjarnan vilja fá að kynnast syni sínum og umgangast hann. „Mig langar til að hann viti, hvers konar náungi ég er í raun og veru. Hann verður ekld svikinn af því!“ Hann segist gjarnan vilja þiggja fjárhagsaðstoð frá hinum fræga og auðuga syni sínum, en John liefur ekki boðið hana og óh'klegt, að hann geri það nokkurn tíma. 46. tbi. VIICAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.