Vikan - 21.11.1968, Qupperneq 27
Michael, bróðir Pauls, er enn ókvæntur og býr heima
hjá föður sínum.
Húsið var gert í stand og búið nýtízkulegum húsgög-
um. Það lcostaði 8000 pund eða litlu minna en kaup-
verð hússins nam.
„Stundum sakna ég Liverpool og minna gömlu vina
þar, en ekki mjög mikið,“ segir Jim. „Eg var orðin leið-
ur á fólki, sem vék sér að mér hvenær sem það gat og
sagði alltaf þetta sama: „Þú hlýtur að vera stoltur af
honum syni þínum“. Þetta var farið að fara í taugarnar
á mér. En nú get ég boðið mínum gömlu og góðu vin-
um að heimsækja mig hingað og get notið samvista
við þá.“
Helzta tómstundagaman Jims er að fara á veðreiðar.
Næst mesti hamingjudagurinn í lífi lians rann upp 6.
júlí 1964, þegar honum var boðið að vera viðstaddur
frumsýningu á fyrstu kvikmynd Bítlanna.
„Við fórum öll til Dorchester á eftir. Margrét prins-
essa var þar. Ég sá, að Paul var með pakka undir
hendinni. Hann kom til mín og rétti mér pakkann.
„Þetta er handa þér, pabbi,“ sagði hann. Ég opnaði
pakkann fullur eftirvæntingar. Þetta var mynd af hesti.
ITvað í ósköpunum á ég að gera með mynd af hesti,
hugsaði ég. Paul hlýtur að hafa lesið hugsanir mínar,
því að hann sagði: „Þetta er ekki bara mynd. Ég keypti
þennan hest. Þú átt hann, og hann á að keppa í Chester
á laugardaginn!“
Þetta var frægur veðhlaupahestur og kostaði 10.50
pund. Hann hefur verið mjög sigursæll á veðhlaupa-
brautinni, síðan Jim eignaðist hann. 1966 fékk hann til
dæmis 3000 pund í verðlaun.
Jim þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármálum.
Hann hefur eins og raunar foreldrar allra Bítlanna banka-
innstæðu, sem hann tekur af, þegar hann þarf á pen-
ingum að halda. En Jim evðir ekki peningum í neinn
óþarfa, þótt hann geti leyft sér það. Iíann lifir að mestu
sama lífi og liann gerði áður.
„Breytingin var of snögg. Ég var jú orðinn 62 ára
gamall, þegar hún gerðist. Það tekur dálítinn tíma að
venjast henni.“
Hr. oq frú Harrison
Foreldrar Georgs Harrisons búa í útjaðri Warring-
ton-borgar. Þau fluttu frá Liverpool 1965, þegar hr.
Harrison hætti að starfa sem strætisvagnabílstjóri. Það
er sjaldgæft að íbúar í Liverpool flytjist til staða eins
og Warrington, þegar þeir komast í álnir. Yfirleitt
kjósa þeir fremur að fara til Cheshire eða í þá áttina,
eins og Jim McCartney. Warrington er 15 mílur frá
Liverpool og álíka langt frá Manchester. Hún er ein
af hinum ótalmörgu iðnaðarborgum í Lancashire, þar
sem himinninn er grár af verksmiðjureyk, jafnvel á sól-
björtum sumardögum.
En Harrison-fjölskyldan býr raunar ekki í borginni
sjálfri, heldur litlu þorpi utan við hana, sem heitir
Appleton. Þrátt fyrir iðnaðarsvæðin stendur húsið eins
og í vin, umkringt ökrum á hverja vegu. Ekkert hús er
í sjónmáli. Af húsum foreldra Bítlanna er þetta afskekkt-
ast og erfiðast að finna það.
Þetta er L-laga villa, og garðurinn umhverfis hana
er þrjár ekrur að stærð.
Hjónin eru tíðum önnum kafin við að planta trjám
og runnum. Hjá þeim vinnur garðyrkjumaður tvo daga
vikunnar.
Húsið er á einni hæð og eitt herbergið er hvorki meira
né minna en þrjátíu og tvö fet á lengd. Þar halda þau
samkvæmi og sýna kvikmyndir. George keypti húsið
fyrir 10.000 pund, en að lokinni viðgerð og endurbótum
hafði það kostað 20.000 pund. Svipað hús í Bourne-
mouth, þar sem Mimi býr, mundi kosta helmingi meira.
Innanstokks eru nýtízkuleg húsgögn hvert sem litið
er, teppi á öllum gólfum og ýmsir smámunir út um
allt. Flestir þessir munir eru gjafir, ekki frá syni þeirra,
lieldur aðdáendum hans víða um heim. Á einum veggn-
um hangir stór gullskjöldur með svohljóðandi áletrun:
„Gjöf til Louise og Harold Harrisons fyrir þann tíma
og erfiði, sem þau hafa fórnað Bítlaaðdáendum. Sam-
banda Bítlaklúbba, Pomona, Kaliforníu, 1965.“
Foreldrar hinna Bítlanna álíta, að frú Harrison hljóti
að vera eitthvað skrítin; að minnsta kosti skilja þau
ekkert í, að hún skuli verja svo miklu af tíma sínum í
að sinna aðdáendum, þegar hún þarf þess alls ekki. En
þannig vill til, að frú Harrison er ákafur aðdáandi allra
aðdáenda Bítlanna! I öllum tómstundum sínum situr
hún og svarar bréfum. Flest kvöld situr hún við bréfa-
skriftir til klukkan tvö á nóttunni. Hún skrifar um 200
bréf á viku. Og sum þeirra eru tvær síður að lengd.
Frímerkjareikningur þeirra hjóna er gífurlegur.
„Ég svara alltaf sjálf öllum bréfum. Þótt þau séu skrif-
uð á erlendum tungumálum, sem ég skil ekki, eins og
til dæmis spönsku, les ég þau samt. Stundum skil ég
eitt og eitt orð, eins og til dæmis „admiro“. Sem svar
við slíkum bréfum læt ég nægja að skrifa kveðju aftan
á mynd af George. „Frú Harrison þarf miklar birgðir
af myndum af Bítlunum. Stundum hefur hún sent yfir
2000 myndir á mánuði út um allan heim.
„Ég hef fengið mörg falleg bréf, stundum jafnvel þakk-
arbréf frá foreldrum aðdáenda Bítlanna. Hér er til dæm-
is eitt:
Kæra frú Harrison! Þér getið ekki ímyndað yður,
hversu mikilvægt bréf yðar var. Dóttir mín var búin að
skrifa í allar áttir, en fékk aldrei neitt svar. En svo einn
góðan veðurdag fær hún bréf hvorki meira né minna
en frá móður Georges Harrisons. Hún réði sér varla
'fyrir fögnuði.
Á þessu sést, að bréfin hafa orðið til góðs.
Á tímabili barst svo mikið af bréfum, að ógerningur
var að svara þeim öllum. 1963—64 bárust um 450 bréf
daglega hvaðanæva að úr veröldinni. Þegar George
var 21 árs bárust 30.000 afmæliskort til háns, og ung-
lingar stóðu í hópum fyrir utan húsið okkar allan daginn.
Við urðum að fá lÖgregluþjón til þess að standa vakt.
En síðan hefur bréfunum fækkað smátt og smátt, og
■
46. tbi. VIKAN 27