Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 34

Vikan - 21.11.1968, Side 34
good/vear GOOD YEAR VINYL GÓLFFLÍSAR hafa þessa eftirsóttu eiginleika GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR þarf ekki að bóna það er nóg að hreinsa þær með rökum klút. GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR endast mjög vel og litirnir dofna ekki. GOOD YEAR VINYL - GÓLFFLÍSAR eru heims- þekktar fyrir gæði — spyrjið þá sem reynt hafa. Verðið er mjög hagstætt. — Fjölbreytt litaúrval AÐEINS GÆÐAVÖRUR FRA GOOD YEAR. MALNINO& JARNVÖRUR LAUGAVEGI 23 SÍMI 11295 SVONA AUÐVELT ER ÞAÐ ustu írsks herforingja og ævin- týramanns, er Alexander hét. Hann varð síðar frægur sem yf- irmaður brezku herjanna í Norður-Afríku, í síðari heims- styrjöld. Hernámslið Rússa hrökk fljót- lega austur fyrir landamerki, og ellefta ágúst 1920 var saminn friður milli Sovétríkjanna og Lettlands. Viðurkenndu Rússar þá sjálfstæði Lettlands og lof- uðu að virða það um aldur og ævi. f samræmi við menningu og erfðavenjur komu Lettar á hjá sér lýðræðisstjórn að vestrænni fyrirmynd; öflugustu stjórn- málaflokkarnir voru sósíaldemó- kratar og bændaflokkur. Endur- reisn landsins eftir stríðið var óhemju verk, atvinnuvegir allir í kalda koli og mikill hluti þjóð- arinnar drepinn eða landflótta. í upphafi styrjaldarinnar voru íbúar Lettlands yfir hálfa þriðju milljón, í stríðslok aðeins um ein milljón og sex hundruð þús- und. Iðnaðurinn hafði orðið sér- staklega illa úti, enda höfðu Rússar stolið að skilnaði flest- um vélum úr verksmiðjunum. Þegar allt þetta er haft í huga nálgast það kraftaverk að Lett- um skyldi á þessum tveimur áratugum, sem þeir fengu að vera í friði, takast að koma svo fótum undir sig efnahags- og menningarlega að þeir stóðu þar fáum öðrum vestrænum þjóðum að baki en mörgum framar. Það segir sína sögu að 1938 áttu smá- ríkin Finnland, Eistland, Lett- land og Litháen, með samanlagt aðeins níu til tíu milljónum íbúa, meiri hlut í heimsverzlun- inni en Sovétríkin með sinn múg upp á hundrað og sjötíu millj- ónir. Lettar fluttu einkum út landbúnaðarvörur, smjör, lín, trjávörur og fleira, og í smjör- framleiðslu slöguðu þeir hátt upp í sjálfa Dani. Helztu við- skiptalönd þeirra voru Bretland og Þýzkaland. Mikinn þátt í framförum landbúnaðarins átti sú ráðstöfun að skipta milli bænda mestum hluta þeirra stór- jarða, sem eftir voru í landinu. Iðnaðinum fleygði einnig mikið fram á sjálfstæðistímanum, enda þótt hlutur hans í þjóðarbú- skapnum væri tiltölulega minni en áður. í skóla- og menntamálum urðu framfarirnar ekki síðri. í lok keisaratímans var rúmlega fimmti hver maður í landinu ólæs, 1935 aðeins ellefu af hundr- aði. 1919 var stofnaður háskóli í Riga, sá fyrsti í landinu, til þessa höfðu Lettar einkum sótt til náms í Dorpat (á eistnesku Tartu) sem er í Eistlandi. Skól- ar voru byggðir í hundraðatali, nítján leikhús störfuðu í landinu á sjálfstæðistímabilinu og tvær óperur, myndlist og bókmenntir blómguðust. Þjóðernisminnihlut- arnir, sem töldu um tuttugu og 34 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.