Vikan


Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 21.11.1968, Blaðsíða 41
Þessi hendi heldur á pakka sérstaklega gerðum til þess að vernda og halda hinum sérstæða keim gæða tóbaksins sem notað er í Philip Morris Multifilter sígaretturnar ✓ ’4iUto # PHILIP MORRIS MULTIFILTER til mín. Þannig komum við því upp. Hann anzaði henni ekki, held- ur lagðist á fjóra fætur. Augun ætluðu út úr honum, þegar hann opnaði koffortið og sá seðlana liggja þar í hrúgum. Hann hafði aldrei á ævi sinni séð svo mikla peninga fyrir og gat ekki stillt sig um að handfjatla þá stundar- korn. Að því búnu lokaði hann koff- ortinu aftur, leysti kaðalinn af syllunni og batt hann utan um það. — Ertu tilbúin, hrópaði hann. — Já, svaraði hún. Hún stóð og beið á meðan kof- fortið seig niður til hennar. Þau brostu hvort til annars. Þegar koffortið var komið í seilingar- hæð greip hún það og setti það á jörðina. Hann fylgdist með hverri hreyfingu hennar — með kaðalinn lausann í höndunum. Hann hló. Hún leit brosandi upp til hans, en allt í einu kippti hún í kað- alinn af öllum kröftum. Hann rann samstundis úr höndum hans. Hann heyrði, að hún hló og greip riffilinn. Hann stóð eins og glóp- ur og starði á hana og riffilinn á víxl. — Ég á að hitta Brent á eftir, hrópaði hún. — Hann er um það bil að strjúka úr fangelsinu, og ég veit að honum tekst það. Hann hefur skipulagt þetta allt. Hann bað mig um að finna loftfim- leikamann, og ég fann þig. A1 hafði grunað innst inni all- an tímann, að brögð væru í tafli. — Við urðum að losa okkur við annan, af því að hann vissi, hvar peningarnir voru. Vertu sæll, Al! Og þakka þér fyrir hjálpina! Hann sá, að hún tók í gikkinn, en ekkert skot heyrðist. Hún varð undrandi og skelfingu lostin, ýtti á gikkinn aftur og aftur, en ekk- ert gerðist. — Þér er óhætt að hætta þessu, Lili, hrópaði hann. — Ég tók skotin úr, á meðan þú skrappst inn á salernið við bensíntankinn. Ég vildi ekki taka of mikla áhættu. Hún bölvaði, fleygði rifflinum frá sér og fálmaði eftir koffort- inu. — Það má einu gilda, kallaði hún til hans. — Þú deyrð hvort sem er þarna uppi. Og þú ert ekki einn þarna. Þú skalt gægj- ast á bak við stóra steininn. A1 gekk eitt skref til hliðar og gægðist á bak við stóra stein- inn. Þar sá hann glottandi haus- kúpu og beingrind í fötum. Kringlótt gat mitt í enni kúp- unnar gaf til kynna dánarorsök mannsins. En þá færðist bros yfir andlit Als. Hann sá svolílið annað. Kað- alshönk lá undir beinagrindinni. Hann þreif hana og gekk út á yztu brún syllunnar. — Vertu blessaður, hrópaði Lili aftur og tók að burðast með koffortið. A1 kastaði reipinu. Það heyrð- ist hvinur í loftinu og síðan hringaðist reipið í hendingskasti utan um líkama Lili. A1 togaði í reipið. Lili missti koffortið. Smátt og smátt dró hann hana upp á sylluna til sín. — Ég sagði þér, að ég hefði líka leikið kúreka í sirkusnum og sérgrein mín hefði verið að snara. Hróp hennar bergmáluðu um allan hellinn. Hann leysti reipið af henni og hrinti henni að beinagrindinni. Hún gerði ítrekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir, að honum tækist að komast aftur niður. Hún réðist á hann, beit hann og klóraði, en ekkert dugði. Fyrr en varði var hann kominn niður og lagður af stað burt með kof- fortið góða. En Lili var strandaglópur uppi á syllunni. Hennar biðu þau ör- lög, sem hún hafði ætlað honum. ☆ Onassis... Framhald af bls. 17. ar Tina (Athina) og Genie (Eugenie), sonurinn Georg er lang yngstur. Onassis man vel eftir spila- kvöldi í íbúð Livanos, og frú Livanos er dæturnar tvær gengu gegnum stofuna. Genie var sex- tán og Tina fjórtán ára. Stúlkurnar sögðu aðeins „halló“, og voru feimnar, frekar klaufalegar og flýttu sér burt aftur. Þetta var klukkan sjö laugardaginn 17. apríl 1943. Stúlkurnar voru ljómandi lag- legar og þær voru töluvert á ferli, án þess að Ari tæki nokkuð sér- staklega eftir þeim. Eldri félag- ar Onassis stríddu honum, eftir- sóttum piparsveini, með því að stúlkurnar sveimuðu kringum hann, og það varð til þess að Ari fór að taka betur eftir þeim. Vinirnir sögðu: — Hversvegna færð þú ekki aðra hvora þeirra fyrir konu? Stavros Livanos beið í ofvæni eftir svari Onassis, sem brosti og sagði: — Já, þær eru ljómandi laglegar, en ég myndi frekar stökkva hérna út um gluggann en að velja þennan vin okkar hérna fyrir tengdaföður. En það varð stutt í þessu spaugi. Það fór fljótt að bera á því að Ari var mjög hrifinn af Tinu, sem var mjög lagleg og fíngerð, með glóbjart hár og stór, spyrjandi, hláturmild augu. Ari varð fljótlega að viður- kenna fyrir sjálfum sér að hann væri ástfanginn í Tinu, og dag nokkurn, árið 1946, tók hann 46. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.