Vikan - 21.11.1968, Síða 43
LILÍIU
LILJU
LILUU
LILUU
Liljubindi eru betri.
Fást í næstu búð.
ákvörðun, skrifaði Stavros Liv-
anos og bað um hönd Tinu dótt-
ur hans.
En hann hefði mátt vita betur.
Livanos varð fjúkandi vondur,
því eftir grískum venjum er það
talið. útilokað að yngri systir gift-
ist á undan þeirri eldri. Livanos
var búinn að hugsa sér að veita
Onassis blessun sína ef hann vildi
kvænast Genie. En Tinu! Það var
útilokað. Hann svaraði ekki einu
sinni bréfinu og neitaði að hitta
biðilinn. Onassis varð líka reið-
ur, en hann sagði ekki neitt. Það
var ekki fyrr en löngu seinna að
hann sagði: — Livanos lítur á
dætur sínar eins og skip. Hann
verður að losna fyrst við elztu
skipin! En eitt sinn hittust þeir
af tilviljun, og þá bráðnaði ís-
inn, og gamli maðurinn varð að
...................—
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
ReyniS þau.
Remedia h.f
LAUFÁSVEGI 12- Sjcal 16510
beygja sig fyrir því sem varð að
vera. — Ertu ennþá ákveðinn í
að vilja endilega fá Tinu? spurði
hann Ari, og án þess að bíða eftir
svari bætti hann við: — Allt í
lagi, ég gef mitt samþykki!
Onassis var búinn að eignast
hús við Oyster Bay á Long Is-
land, sem var aðsetursstaður
auðkýfinga. Þar synti hann, og
lék sér á hraðskreiðum bátum.
Hann fékk tilvonandi tengdaföð-
ur sinn til að kaupa hús í ná-
grenninu. f júní, þegar Tina var
búin í skólanum, flutti fjölskyld-
an til Oyster Bay. Tina og Ari
voru mikið saman. Hann lék alls-
konar listir á hraðbát sínum,
Tinu til heiðurs og hún horfði á
hann með hrifningu, þegar hann
skrifaði stafina T-I-L-Y með
hvítfyssinu úr kjölfarinu.
— Tily? spurði hún, — hvað
þýðir það?
— Tina I love you“, svaraði
Onassis, og þar með var hann
búinn að bera bónorðið fram.
Svo var trúlofun þeirra opin-
beruð, eftir nokkrar unaðslegar
sumarvikur. Þá var Tina sautján
ára og Ari um fertugt.
Sva var það 29. sept 1946,
að mislitur skari brúðkaups-
gesta safnaðist saman í grísk-
kaþólsku kirkjunni í New York.
Það voru vinkonur Tinu, sem
flissuðu eins og smástúlkum er
tamt innan um miðaldra herra
með svarta skeggrót, sem komu
handan yfir Atlantshafið, og það
gerðu líka margir ættingjar On-
assis.
— Hveitibrauðsdagar okkar
voru eins og draumar, sagði Tina
nokkrum árum síðar.
☆
Framhald á bls. 7.
(Ég vil taka það fram, að ég
er tæplega þritugur karlmaður,
ógiftur enn og þekki enga konu,
sem heitir Guðrún, nema gamla
frænku mína, sem ég hef ekki
hitt í mörg ár).
Eg verð skelfingu lostinn yfir
þessum misskilningi. Ég botna
hvorki upp né niður í því, að
fólkið skuli álíta, að ég sé kven-
maður. Ég tek til fótanna og
hleyp eins hratt og ég get eftir
hörðu hjarninu. Öðru hverju
hrasa ég og flumbra mig á
höndum og hnjám. En ég stend
jafnharðan á fætur aftur og held
áfram flóttanum, því að hópur
af fólki veitir mér eftirför. Ég
heyri alltaf skarkalann og læt-
in í þessu fólki, sem eltir mig.
Smátt og smátt heyri ég, að
fólkið hrópar í kór:
„Guðrún! Guðrún! Guðrún!“
í sama bili vaknaði ég.
RennM
útsaumur 125x45 cm
Verð kr. 5.100,00.
Sendum gegn
póstkröfu.
Glæsilegt úrval af
bólstruðum
húsgögnum.
Rúmgóð bílastæði.
Valhnsgögn
Ármúla 4
Sími 82275
Þetta er einhver einkennilcg-
asti draumur, sem mig hefur
dreymt. Ég hef hugsað mikið
um hann og bið þig þess vegna
að reyna að ráða hann fyrir mig.
Hvað táknar nafnið Guðrún í
draumi?
Með beztu kveðjum og þakk-
!æti fyrir Vikuna.
Einmana dreymandi.
Mannanöfn hafa sérstaka
merkingu í draumi, en erfitt er
að segja til um, hvaða nöfn eru
góðs viti og hver ekki. Yfirleitt
er þó álitið, að nafnið Guðrún
sé fyrir góðu. Líka álíta sumir,
að þegar mann dreymi, að hann
skipti um nafn, þá sé það fyrir
því, að hann pipri. Og þá erum
við líklega komnir að lykiiorð-
inu við ráðningu þessa draums.
I»ú segist vera ungur og ógiftur
enn og undirskrift þín er „Ein-
mana dreymandi“. Draumur
þinn stafar areiðanlega af ótta
við, að þú munir pipra. Þú
stendur aleinn á jöklinum og
þér líður vel. En þú hefur óþæg-
indi af iblkinu í kringum þig,
það hreytir í þig ónotum og
hrindir þér til og frá og hrópar
meira að segja stúlkunafn. Þessi
draumur þann þarf alls ekki að
tákna, að þú piprir. Hann staf-
ar miklu fremur af ótta þínum
við það hlutskipti. Og þar sem
Guðrún táknar gott, þá er ekk-
ert að óttast. Hver veit nema
þú kvænist stúlku, sem heitir
Guðrún!
GLASGOW...
Framhald af bls. 23.
árs, fannst fyrir framan heimili sitt
í Knightswood, Glasgow, með sór
eftir hníf. Áverkarnir drógu hann
til dauða.
Gordan McDonald, tuttugu og
ótta óra, var skorinn i framan. Tutt-
ugu og eitt spor.
Richard Fox, sextón ára, var bar-
inn með járnröri þar sem hann sat
í ruggustól. Einnig var hann skor
inn og liggur nú fyrir dauðanum
á sjúkrahúsi.
Þrettón óra drengur var fluttur ó
sjúkrahús með hnífstungur í kviðn-
um. Hann er ó batavegi en verður
líklega að liggja í tvo mánuði í við-
bót.
Tveir unglingar ruddust inn á
heimili hjónanna Thomasar Craw-
fords, fjörutíu og fimm óra, og
Helen, fjörutíu og briggja. Þeir
ristu sundur andlit Thcmasar og
stungu Helen í kviðinn. Syni hjón-
anna tvo. Thomas, tuttugu og
tveggja ára og Joseph, seytjón óra,
slösuðu þeir með hjólkeðjum.
Francis McDowell, tuttutgu og
þriggja óra, mastti tveimur fimmtán
til sextón ára unglingum á götu í
Glasgow. Þeir slógu hann i andlit-
ið með brotinni flösku. Lögreglu-
maður sem elti dólgana var stung-
inn í kviðinn. Francis McDowell
kemur til með að bera örin það sem
hann ó eftir ólifað og lögreglumað-
urinn er enn ekki úr lifshættu.
Yfirvöld Glasgow segja sig þurfa
tvö þúsund götulögregluþjóna til að
halda uppi nægilegu eftirliti í allri
borginni. Nú hefur borgin aðeins
hundrað sextíu og sjö lögreglu-
menn til þeirra starfa.
Og manndrópin og misþyrming-
arnar ganga sinn vanagang.
☆
Eftir eyranu
Framhald af bls. 19.
hljómplötu, og þegar Rosy var
komin á hljómplötu tók frægðar-
sólin að hækka á lofti svo um
munaði. Á skömmum tíma klifr-
aði lagið upp eftir brezka vin-
sældalistanum, og það leið ekki
á löngu, þar til Don var orðinn
eftirsóttur skemmtikraftur í
hljómleikasölum, ekki aðeins í
46. tbi. VIKAN 43