Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 44

Vikan - 21.11.1968, Side 44
PIRA-SYSTEM HÍN FRÁBÆRA NVJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA liillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Ódýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í • húsbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður gcta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru lausn nútímans. KÖS OG SKIR tlf. Ármúla 5 — Sími 84415—84416. heimalandi sínu, heldur og víða erlendis. Þeir voru fáir, sem trúðu því, að Don Partridge ætti eftir að skapa sér varanlegan sess í brezku skemmtanalífi. Allir virt- ust sannfærðir um, að Don og Rosy væru ekki annað en stund- arfyrirbrigði og að götusöngvari nr. 16 yrði brátt á sínum stað á götunni. En þar skjátlaðist mönnum. Fimm mánuðum eftir að Rosy kom á markaðinn, hafði Don Partridge sent frá sér annað lag, að þessu sinni Blue eyes. Þetta lag komst alla leið í annað sæti og það sat á vinsældalistanum í tvo mánuði. Don virðist einsýnt, að hann muni ekki framar syngja á götu- horni. — Ef ég byrjaði að syngja við biðraðirnar í West-end að nýju kæmi enginn til að hlusta á mig á hljómleikum. Enginn mundi vilja borga shilling fyrir að koma og hlusta. á náunga sem syngi ókeypis á götunni. En Don lítur með söknuði til þeirra daga, er hann lifði frjálsu lífi. Ég elskaði lífið á götunni. Ég gat farið á stúfana til að krækja mér í aura, þegar mér hentaði, og þegar mér fannst ég þurfa á peningum að halda. Nú lifi ég áhyggjufullu lífi og um leið mjög þvingandi. En pening- ar eru alltaf peningar, og mér þykir skemmtilcgt að syngja fyrir stóran hóp óheyrenda. Ég hef alltaf haft ánægju af að láta aðra glápa á mig, þannig að í rauninni er ekki svo mikill mun- ur á að vera pop-söngvari eða götusöngvari. Munurinn er bara sá, að nú borgar fólk, áður en það hefur heyrt í mér í stað þess að áður borgaði það, þegar ég hafði lokið söng mínum, — og oftar var það raunar svo, að það borgaði alls ekki. BRAUÐ ... Framhald af bls. 47. setjiö í litla depla ofan á 2/s af deig- inu. Brjótið neðsta þriðja hlutann upp yfir miðju deigsins og svo aftur efri 1 yfir það, eins og umslag. Snúið deiginu hálfan hring, þannig að sam- skeytin séu á hægri hönd. Lokið brún- unum með því að þrýsta þeim saman. Fletjið út og brjótið aftur tvisvar á sama hátt og snúið því alltaf að hálfu til hægri og setjið hvorn ‘/s hlutann af smjörinu á í hvert sinn. Vefjið í pclythen-plastpoka og kælið í ísskáp í 50 mín. Fletjið síðan út í ílangt stykki ca. 30x50 cm, þekið með smurðu polythen-plasti og látið lyfta sér í 10 mín. Skerið endana beina með beitt- um hníf og skerið síðan í tvennt eft- ir endilöngu. Skerið hvort stykki í þríhyrninga, ca. 20 cm háa og sama lengd á botnlínu. Hálfur þríhyrning- ur verður eftir á endunum. Gerið úr þeim kúlur, penslið með eggblöndu, látið lyfta sér og bakið. Þríhyrning- ana 12 penslið þið svo líka með egg- blöndu, rúllið upp neðan frá og upp að efsta horni, þannig að það snúi niður. Vefjið ekki fast. Flytjið á ósmurða bökunarplötu, mótið deigið líkt og hálfmána, penslið með egg- blöndu og setjið inn í polythen-plast til að láta það lyfta sér. Penslið þá aftur með eggblöndu og bakið í miðju á mjög heitum ofni í 20 mín. eða þar til þetta er létt og gulbrúnt og stökkt. Borið fram heitt með smjöri. 13. Brauðstönglar Þeir geta verið úr hvaða hveiti- brauðs-uppskrift sem er og má nota til þess afgangsdeig. Þegar loftið hef- ur verið slegið úr deiginu, eru tekin lítil stykki og þeim rúllað í langa, þunna stöngla, ekki þykkari en litli fingur manns. Skerið í stykki ca. 20 cm löng og setjið á smurða bökunar- plötu og látið lyfta sér. Bakið í miðju í meðalheitum ofni þar til þeir eru ljósbrúnir og stökkir, ca. 20 mín. Þeir eru bakaðir, þegar þeir hrökkva sund- ur í miðju, þegar þeir eru beygðir. Kælið á vírgrind. 14. Lítil brauð 450 gr hveiti, 1 peli volg mjólk eða vatn, \2 únsa pressuger eða 2 slétt- fullar tsk. þurrger, 1 sléttfull tsk. sykur, * l/2 tsk. salt, 2 únsur smjör. Notið síðari aðferðina, hnoðið, látið lyfta sér, hnoðið aftur og fletjið út í ferhyrnt stykki rúmlega 1 cm á þykkt. Notið hníf, sem dýft hefur verið í hveiti og skerið í ferhyrninga 7—10 cm. Setjið á plötu lauslega smurða og sem hveiti hefur verið stráð á og stráið svolitlu hveiti yfir brauðin. — Bakið á miðju í mjög heitum ofni þar til þau hafa lyft sér vel og eru ljósbrún, eða u. þ. b. 15 mín. Þegar þau eru bökuð, á skorpan að vera svolítið stökk, en þó ekki hörð. Þau eru bezt köld, skorin í miðju og bor- in fram smurð með sultu eða marmil- aði, en líka má setja eitthvað annað á milli, t. d. skinkusneiðar. ☆ Framhald af bls. 29. Hún stóð ofurlítið fyrir aftan mig og starði út í gegnum dyrnar, starði á ótökin, andlitið meitlað og tján- ingarlaust. Bak við hana hringaði Pollý sig á dívaninum, hélt fyrir r <J NÝ ELDAVÉL GERÐ 6604. MEÐ 4 HELLUM, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hita- skúffo, Ijós ! ofni. RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. Ó ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðnum. 44 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.