Vikan


Vikan - 21.11.1968, Side 48

Vikan - 21.11.1968, Side 48
Hinar vinsælu bækur um Angelique eftir SERGE og ANNE GOLON, fást hjá næsta bóksala eöa í næstu blaðasölu Angelique Angelique og kóngurinn Angelique og soldáninn í heftum. PÉR SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR A HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVI AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN' EK HEIMILIBBLAÐ OG í I»VÍ FRU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á IIEIMILINU, — UNGA OO GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FUÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR PÆTTIR O. FL., O. FL. -------------KLIPPIÐ HÉR-----------------------.----KLIPPIÐ HÉR------------ □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blo8 á kr. 30,77. □ 6 MÁNUDIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvcrt blað á kr. 28,85. GjalddagaG 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. 6KRIFIO GREINILEGA fwnsamlegast sendia mér Vihuna í áshrift ull MID uc | I l j l I l L PÓSTSTÖÐ HILMIR HF. VIKAN PÓSTHÖLF 533 SlMAR: 36720 - 35320 SKIPHOLTI 33 REYKJAVÍK 48 VIKAN 46- tM- Alisa Framhald af bls. 45. Lenny var ekki viti sínu fjær. Eng- inn nálgaðist góðan, siðsamlegan og heiðarlegan mann með slíku til- boði. En hvað svo sem ævi Lenny- ar hafði ekki gefið henni, hafði hún að minnsta kosti öðlazt mikinn skilning á spillingu, hún þekkti lyktina af rotnun og hrörnun. Hún hafði horft á mig, meðan ég borð- aði í sendiráðinu, og hún hafði gert sér grein fyrir mér. Hver var ég að halda því fram, að hugmynd hennar um mig væri röng? Svo þær þekktu mig, þessar tvær konur, Alísa ef til vill betur en hin, Alísa hafði verið með mér lengri tíma og horft á mig með meiri sjálfsstjórn. Shlakmann var andspænis klefa- dyrunum. Hann var óárennilegur þessi Hans Shlakmann, sonur manns, sem hafði verið yfirmaður í einangr- unarfangabúðum. Hann var súper- maður. Lífið í honum var í þessum tveimur ógurlega sterku, skinku- legu hrömmum. Varalaus, skrið- dýrslegur munnurinn, fullur af blóði og brotnum tönnum, titraði af ofboðslegri bræði. Hann iifði til að standa við orð sín. Skyrtan og jakk- inn héngu í tætlum utan á honum. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 21. Jæja, bað er þá í lagi! Við þurfum ekki að tala meira um þá hiið málsins, sagði Soames. — Ég ætla að biðja lögmennina Link- man & Laver að koma fram fyrir mína hönd. En eruð þér nú viss um að sönnunargögnin séu óvéfengjanleg? Jolly var stöðugt í huga Jos, eftir að hann hitti Irene aftur. Það komu ekki fleiri skeyti um heilsufar sonarins, og það yrðu örugg- lega þrjár vikur, þangað til hann gat átt von á bréfum frá June og Holly. Hann fann nú biturlega fyrir því hve lítið hann vissi um þennan son sinn, og hve skammarlega hann hafði tekið föðurskyld- una létt. Það eina sem létti honum dapurleikann var að vera sam- vistum við.Irene. Einn daginn, þegar hann var að leggja af stað til Richmond, kom sendisveinn á reiðhjóli og rétti honum bréf. Jo varð undrandi, reif bréfið upp og las: Stefna í skilnaðarmáli, Forsyte móti Forsyte og Forsyte. Hann fylltist viðbjóði, en svo hugsaði hann: Þetta er einmitt það sem þú hefur svo lengi þráð. Og samt ertu ekki ánægður. Irene hefur örugglega fengið sams konar bréf. Hann varð að flýta sér til hennar. Á leiðinni hugsaði hann málið vel. Þetta var glettni örlaganna. Það þurfti meira til en það sem fram hafði farið milli þeirra, til að framfylgja löglegum skilnaði. Auðvitað gátu þau með góðri sam- vizku haldið fram sakleysi sínu. Hann var ekki elskhugi hennar, þótt hann vissi að hún hefði viljug gefið sig honum á vald, hve- nær sem var. Það var ekki þar með sagt að hann vildi leggja ofmat á tilfinn- ingar Irenu, hún hafði upplifað mikla ást, og hann gat ekki búizt við að tilfinningar hennar væru þær sömu nú. En hún treysti hon- um og tilfinningar hennar voru ábyggilega einlægar gagnvart hon- um. Hún myndi tæpast óska þess að hann reyndi að verja sig gegn ásökunum. Hún yrði líklega frekar glöð yfir því að eygja frelsið. Og það gerði ekkert til þótt þetta yrði álitið hneyksli, hvað kom þeim við álit annarra? Forsyteeðlinu í honum fannst það illt að heita strákur og hafa ekki unnið til þess. Honum var það efst í hug að taka því fegins- hendi, sem Soames og örlögin réttu að honum. Hann var svo sokkinn niður í hugsanir sínar að hann tók ekkert eftir því að það var farið að rigna, þegar hann nálgaðist garðinn. Hann sá Irenu koma til móts við sig. Ég næ í vagn og ek í skyndi heim með hana, áður en óveðrið skellur á, hugsaði hann. Meðan þrumur og eldingar drundu yfir borginni, sat Soames djúpt hugsandi á skrifstofu sinni. Var það of seint, eða voru möguleikar á því að hann gæti notað þessa stefnu til að skilja Irenu og Jo að? Ég fer strax og tala við piltinn, hugsaði hann, og gerði strax boð eftir einni af þessum ný- tízkulegu bílkerrum. Nokkru síðar þaut vagninn á töluverðum hraða gegnum einbýlis- húsahverfin. Hann fór eina fimmtíu kílómetra á klukkustund. Ef

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.