Vikan


Vikan - 30.10.1969, Síða 7

Vikan - 30.10.1969, Síða 7
sem kallaði þig þessu nafni, þá veiztu hvað þú átt að gera- James Dean Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig um að segja mér eitthvað um leikar- ann James Dean. Er það satt, að bann bafi ætlað að giftast Nata- lie Wood. en pabbi hennar og mamma hafi ekki viljað það, og þá hafi hún ætlað að fremja siálfsmorð? Hvernig dó James Dean oe hvaða ár var það? Held- urðu, að bú getir sagt mér þetta? Vonast eftir svari fljótt. Með fyrirfram þökk. Hraþþa. Nei, það er ekki rétt, að hann hafi ætlað að giftast Natalie Weod, enda var hún gift um það leyti, sem þau léku mest saman. Og það er í hæsta máta vafa- samt. að hún hefði nokkuð látið foreldra sína segja sér fyrir verk- um í þessuin efnum. James Dean dó árið 1956, er hann ók kapp- akstursbíl sínum út af í keppni. Ungbörn með kodda - eður ei Kæri Póstur! Þú leysir úr vandræðum les- enda þinna vel og skilmerkilega (oftast nær að minnsta kosti). Mig langar til að láta þig dæma í ofurlitlu deilumáli milli okkar ungu hjónanna. Raunar þarf ég ekki úrskurð þinn, nema rétt til að sanna mál mitt, því að ég veit með vissu, að ég hef rétt fyrir mér. En maðurinn minn er mesti þrákálfur, þótt hann sé að öðru leyti bezti maður í heimi. Jæja, þá kem ég loksins að efninu: Er það ekki rétt hjá mér, að ungbörnum sé hollast að liggja koddalaust í vöggu sinni? Maðurinn minn þolir ekki að sjá ungann okkar liggja svoleiðis og heimtar að ég setji kodda undir höfuð barnsins og helzt fleiri en einn. Hann hefur aldraða móður sína sér til fulltingis. Hún er svo- lítið gamaldags og segist aldrei hafa vitað til þess, að ungþörn væru látin sæta slíkri meðferð. Síðan sagði gamla konan eilítið byrstum rómi: Mundi þér þykja þægilegt að liggja svona eins og blessað barnið? Ég verð að játa, að við þessa setningu varð mér orðs vant. En ég sný ekki aftur með það, sem mér hefur verið kennt. Ungbörn væru ekki látin liggja svona á sjálfum fæðingardeildunum, ef þeim væri það ekki hollast. Jæja, ég vona, að þú leysir úr vandamáli mínu, eins og annarra lesenda þinna. Við kaupum allt- af Vikuna og líkar hún vel, sér- staklega núna í seinni tíð. En hvenær fer Angelique að ljúka? Mér þótti gaman að henni hér í eina tíð, en ég er fyrir löngu orð- in dauðleið á henni. Ég vona, að þið byrjið á einhverri skemmti- legri sögu, þegar henni lýkur. — Eða kemur kannski enn ein saga af þessum ódauðlega kvenmanni? Með kveðju og vinsemd. S. V. S. Jú, það mun vera rétt, að ung- bömum sé hollast að hafa eng- an kodda. Að minnsta kosti er það álitið eins og er. En það er með þetta eins og svo margt annað: Skoðanirnar hreytast og það reynist erfitt að vita með vissu, hvað sé rétt og hvað rangt. Það verður hver og einn að treysta mest á eigið brjóstvit og tilfinninguna. Varðandi Ange- liaue, þá vilium við taka fram, að henni lauk einmitt í síðasta blaði. Og í þessu blaði hefst ný og spennandi framhaldssaga, Fjarri heimsins glaumi. Við ráð- leggjum öllum að fylgjast með henni frá byrjun. Bonanza Kæri Póstur! Eg er einlægur aðdáandi Bon- anza-þáttanna í sjónvarpinu. Ég fylgdist með þeim í Keflavíkur- sjónvarpinu. og nú bíð ég spennt- ur eftir hverjum nýjum þætti í íslenzka siónvarpinu. Ég veit, að feðgarnir fiórir eiga sér marga aðdáendur hér á landi, og þess veena langar mig til að mælast til þess að Vikan birti mvndir af öllum leikurunum, sem leika þá og æviágrip þeirra með og einn- ig sem mest um þessa þætti af upplýsinpum. Eg er sannfærður um, að það yrði vel þegið hjá mörgum. Með þökk fyrir birtinguna. Aðalsteinn. Við höfum þegar birt grein um há feðga, en hún hefur farið framhjá þér. Það var skömmu áður en þættirnir hófust í ís- lenzka siónvarpinu. Það var nán- ar tiltekið í 33. tölublaði hessa árs, sem kom út 14. ágúst. Ef þú færð blaðið ckki á blaðsölustöð- um, — þá skaltu snúa þér beint til afgreiðslunnar í Skipholti 33. ÞÍR SPARIB MINNST ÞAR SEM ÍVA ER FYLLILEGA SAMBÆRILEGT AÐ GÆÐUM VIÐ BEZTU ERLEND LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI ★ íva er lágfreyðandi ★ íva leysist upp eins og skot ★ íva skolast mjög vel úr þvottinum ★ íva þvær eins vel og hugsast getur ★ íva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum HAGSYNAR HÚSMÆÐUR VELJA ÞVÍ AUÐVITAÐ fVA íslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG 44. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.