Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 45
slóðarinnar, en hér virðist sem hann tali algjörlega á móti því-sem fyrr- verandi leiðtogar hennar hafa boð- að). „Alice's Restaurant" endar þann- ig að heimurinn er í molum. Arlo fer, og stefnir ekkert sérstakt. Alice stendur ein fyrir framan kirkjuna — hvorki ung né gömul. Utópíu- draumur Ray's er búinn að vera. Bandarísk menning og andmenning ungu kynslóðarinnar hanga á jafn- vægislausum bláþræði. í söngvum Arlo's má ef til vill greina að hann gerir sér grein fyrir því að hann trúir sjálfur á grasgrænan sjálf- stæðisdrauminn; þann sem Emerson, Thoreau og Whitman töluðu um: Bandaríski draumurinn. Ef til vill tekst þessum unga manni, sem á það yfir höfði sér að morna og þorna upp á fullorðinsárum sínum, að flýja bæði þjóðfélagið og ör- lögin — og lifa í eigin heimi. En þá er spurningin: Hvað verður um hina krakkana sem fyrr eða síðar verða að taka afstöðu í efnishyggjuþjóð- félaginu, og hvað verður um allan þann fjölda æskufólks, sem eins og Alice og Ray eru að leita að nýjum lifnaðarháttum? Og hvað verður um heiminn árið 1969, skiptum á milli kynslóðar Arlo's og foreldra þeirra sem lifa umvafin peningadraumi sínum; hrædd um börnin sín og það sem þeim hefur aldrei tekizt að safna að sér. „Alice's Restaurant" og Arlo Guthrie spyrja þessarar spurninga sem við hin verðum að svara fyrir okkur sjálf. ☆ Fjarri heimsins.... Framhald af bls. 15. Nú var allt breytt. Þegar hann bað hennar, var hann sjálfstæð- ur bóndi, en hún algerlega snauð. Þá gat hann boðið henni heim- ili. Nú var hún orðin vinnuveit- andi hans. Hún var ringluð, og treysti sér ekki til að standa and- spænis honum lengur, svo hún sneri sér við og fór burt. Hún gat ekki horft í dökk augu hans. „Ungfrú Everdene! — Þér!“, — ekki lengur „Batsheba". En þetta var auðvitað eðlilegt. Þetta var hennar búgarður, hér var það hún sem réði. Hugsunin um það veitti henni aftur öryggi. Hún hrökk við, þegar hún heyrði ein- hvern hávaða frá hlöðunni, kippti upp um sig pilsinu og hljóp þang- að. Þar kom hún strax auga á vagn, með hesti fyrir, og óljósan skugga af manni, sem var að hlaða pokum á vagninn. — Nú, svo þér eruð hér, herra Pennyway! Hvað eruð þér að gera? Hvell rödd Batshebu bergmál- aði í hlöðunni. Ráðsmanninum brá, svo hann var nærri búinn að missa pokann, sem hann hélt á. Fjandinn hafi það, hugsaði hann. Hann hafði haldið að allir væru önnum kafnir við að slökkva eldinn. — Ó, eruð það þér, ungfrú Everdene? Ég er að flytja korn- pokana til, ef ske kynni að eld- urinn bærist hingað. — Lygari! hrópaði Batsheba. — Komið yður út héðan! — Ungfrú Everdene, yður skjátlast. ... En Batsheba var ofsalega reið. Æsingurinn vegna brunans, og undrunin yfir að standa allt í einu andspænis Gabriel, gerði hana ennþá reiðari; augu hennar skutu gneistum. — Nú veit ég hvert þessir fimm sekkir, sem hurfu um dag- inn, hafa farið. Með snöggu handtaki greip hún lyklakippuna, sem hékk við belti hans, og sleit hana af hon- um. — Reynið að hafa yður á brott héðan fyrir sólarupprás, annars læt ég vinnumennina fleygja yður út. Hún reiddi upp hnefann, eins og til að berja hann, en hann slapp undan. Hann var eins og rotta, — stór, þjófótt rotta. Hún hafði treyst honum, og hann hafði brugðizt trausti hennar svona voðalega. Frá þessari stundu ætlaði hún ekki að treysta neinum nema sjálfri sér, hún ætlaði sjálf og ein að hugsa um rekstur búsins. Snemma næsta morgun stefndi Batsheba öllu vinnufólkinu á sinn fund. Það var búið að frétta að hún hefði rekið ráðsmanninn, svo það var með blönduðum til- finningum að það kom til aðal- byggingarinnar. Hvað beið þeirra? Og hver var þessi ókunni maður, sem allt í einu kom fram á sjónarsviðið, og tók að sér alla stjórn við eldsvoðann? Hann kom í vagni frá Casterbridge, en hvaðan kom hann? — Hvernig er andrúmsloftið á þessum bæ? spurði Gabriel, með- an fólkið beið í anddyrinu. — Hvernig er að vinna fyrir ung- fr Everdene? — Því er erfitt að svara, sagði Joseph Poorgrass og horfði ró- legum augum á Gabriel. — Hún hefur aðeins verið hér í nokkra mánuði. — Föðurbróðir hennar átti bú- garðinn, sagði Laban Tall. — Þegar hann varð veikur, var sent eftir lækni, en það hafði ekkert upp á sig. ... Joseph hristi höfuðið. — Ung- frúin var einasti lifandi ættingi hans, og nú. . . . Hann þagnaði snögglega. Bat- sheba kom fram, og á eftir henni kom Liddy, sem bar peninga- kassa og bækur. Teinrétt og róleg stóð Batshe- ba nú fyrir framan þjónustufólk sitt. — Ég læt ykkur hér með vita að ég hef rekið ráðsmann- inn, vegna þjófnaðar, sagði hún. Kurr heyrðist í hópnum, en samt vissu allir um það sem skeð hafði. Hvað tæki nú við? — Það kemur enginn nýr TRUCK tKiMEl IACOUÍR fhlAWCL MOOtÖ* f«EP4»S«0?I NO.SÖ :VT4(JÖÁV ♦» OftAV : : U.6. PAT.OTF- BÍLALÖKK | grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silieone hreinsiefni (sMaOmcn y ráðsmaður. Framvegis ætla ég sjálf að hafa alla bústjórn með höndum, og allir lyklar verða í minni vörzlu. Batsheba gekk að borðinu, þar sem Liddy hafði sett kassann og bækurnar frá sér. — Þeir sem vilja vera áfram í minni þjón- ustu, fá tveggja shillinga kaup- hækkun, sagði hún. — Ég mun heldur ekki segja eitt einasta styggðaryrði við þá sem kjósa frekar að fara. Hverju svarið þið? — Ég verð kyrr. Hinn hávaxni Henery Fray færði sig nær, svo hann gæti verið til taks með góð ráð og upplýsingar. — Og þér? Batsheba beindi augunum að þrekvöxnum manni, með liðað hár og gleraugu í stál- umgjörðum. — Ég heiti Cainy Ball, ung- frú. — Ég verð kyrr. — Cainy? endurtók Batsheba undrandi. — Já, ungfrú. Móðir mín var ekki rétt vel að sér í biblíusög- unum. Hún hélt að Abel hefði drepið Kain, svo ég var heitinn eftir. . . Hann roðnaði feimnis- lega. — Það var ekki vel gott, sagði Batsheba vingjarnlega og rétti honum peningana. Svo komu karlmennirnir, einn af öðrum — og síðan konurnar. Meðal þeirra var ung og lag- leg stúlka, með rautt hár og ósköpin öll af freknum. — Þetta er Fanny Robin, sagði Henery. Hún er fædd hérna á bænum, og föðurbróðir yðar tók hana alltaf sem ættingja. Batsheba leit í bókina. Laun stúlkunnar voru ekki mikil. Hún lagði aukaskilding í framréttan lófa stúlkunnar og brosti vin- gjarnlega, en stúlkan endurgalt ekki bros hennar. Hún roðnaði, horfði niður fyrir sig og hneigði sig djúpt. Svo kom fólkið, eitt af öðru, og síðastur var Gabriel. En þá var eins og Batsheba gæti ekki komið upp orði. — Þetta er nýi fjárhirðirinn, sagði Liddy. — Ó, já, það er satt. Þér vitið í hverju störfin eru fólgin? 44. tbt. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.