Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 11
þvílíkt. Töluvert magn af tungl- ryki barst með okkur enn í mánaferjuna, annaðhvort áfast búningunum og skónum eða þá á tækjunum sem við notuðum til að koma sýnishornunum um borð í ferjuna. Svo var að koma þessum hlut- um, sýnishornum og áhöldum fyrir á stöðum þar sem lítið fór fyrir þeim. Við bjuggumst við, að um leið og við værum komn- ir í loftið og lausir við allt að- dráttarafl, myndi allt fara á fleygiferð og svífa um eins og soldán á töfrateppi, en ekkert slíkt skeði. Við gátum svo að segja strax tekið hjálmana af án Timglfaramir voru sannarlega fegnir, er þeir komu aftur úr einangruninni og ævintýri þeirra var endanlega lok- ið. Þessi mynd var tekin af Aldrin og konu hans í sundlauginni á heimili þeirra í Texas daginn, sem hann losn- aði úr prísundinni. Edwin Aldrin: „Það var svo kalt í mánaferjunni, að við gátum ekkert sofið.“ þess að hafa áhyggjur af því að fá tunglryk í augun. Mér finnst nú erfitt að muna hvaða hugmyndir ég gerði mér um þessa ferð á meðan á henni stóð. Á yfirborðinu voru þetta aðeins þrír menn í tunglferð, en það var samt mikið meira: Hundruð þúsunda manna lögðu hönd á plóginn og unnu saman. Það voru örlög, að maðurinn ætti að lenda á tunglinu, fyrr eða síðar. Það hefur verið nokk- urs konar áskorun að hann gerði það alveg síðan fyrsti maðurinn sá þessa fölu stjörnu, og það var óumflýjanlegt að hann tæki þeirri áskorun. Táknrænt gildi ferðarinnar, þess sem við leituð- um og þess sem ég hafði áhuga Framhald á bls. 46 til að byrja með, en ég hef trú á að maður geti vanið sig við það. Það vakti undrun mína hve heimilislegt mér fannst að koma aftur um borð í Örninn. Og þó - það er kannske ekki svo und- arlegt þegar tekið er tillit til allra þeirra æfinga og tilrauna sem við vorum búnir að gera þar. Tunglið og gjörðir okkar þar virðast mér nú mikið fjar- lægari en tækin um borð í Ern- inum. Þegar við litum út um gluggann í fyrsta skipti eftir að við vorum lentir, virtist tunglið vera ákaflegá þægilegur staður. Mér fannst rétt eins og maður gæti farið þarna út og látið sól- ina baka sig, og ég minnist þess að ég hugsaði með mér: „Svei mér þá, ef ég vissi ekki hvar ég væri, gæti ég ímyndað mér að þetta væri enn eitt æfingasvæð- ið einhvers staðar á vesturströnd- inni.“ Á meðan við vorum í búning- unum, og með hjálmana, gátum við ekki fundið neina lykt af yfirborðinu, en um leið og við vorum komnir um borð í Örn- inn, og höfðum afklæðzt, fund- um við hana. Það var skrýtin lykt, kannske eitthvað svipað svitalykt, en þó frekar eins og lykt af byssupúðri eða eitthvað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.