Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 46
PÉR SPARID MEDÁSKRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MÉÐ ÞVI AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG f ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR 06 FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTJR ÞÆXTIR O.FL., O.FE, Vinsamjegast sendiS mér Vikuna í áskrift r i i i 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blaS á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR . 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blaS á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR . 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maf — 1. ágúst — 1. nóvember. SkrifiS, hringiS eSa komiS. ■j 1_PÓI mam PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVÍK SIMAR: 36720 - 35320 n i i i j — Já, ungfrú Everdene, svar- aði Gabriel. Rödd hans var ró- leg. Hann var búinn að viður- kenna staðreyndirnar. En hann gat ekki stillt sig um að segja: —- Ef ég verð í vandræðum, þá bið ég um leiðbeiningar. Batsheba lét eins og hún heyrði þetta ekki. Hún læsti pen- ingkassanum og stóð upp. Hún fann allt í einu fyrir örþreytu, en samfara þreytutilfinningunni var einhver sigurvissi. Hún hafði tekið taumana í eigin hendur, og hún var ákveðin í að halda þeim. — Eg veit ekki hvaða hæfi- leika ég hef til að stjórna búinu, sagði hún og leit einbeitt á fólk- ið. — En ef þið hjálpið mér, þá læt ég ykkur njóta þess. Sumir voru undrandi á svip- inn, aðrir reyndu að dylja bros, og ennþá aðrir voru tortryggn- ir. . . . —■ Þið skuluð ekki halda að ég viti ekki hvernig nota á hverfistein, þótt ég sé kona. Eg verð ábyggilega komin til vinnu minnar áður en nokkurt ykkar rumskar á morgnana. Verið viss.. . . Eitt andtartak var hún gripin af sömu frelsistilfinningunni, sem hún hafði þegar hún reið um hæðirnar hjá býli frænku sinnar. Hún ætlaði aldrei að lúta nokkurri manneskju. Þetta var ríki hennar, og hún ætlaði að stjórna því sjálf. En hún leit ekki í áttina til Gabriels, þegar hann sneri sér við og gekk út. Og með þungum skrefum gekk þjónustufólk hennar til daglegra starf a.... Framhald. Gekk til altaris Framhald af bls. 11. á, er ekki bundið við neitt tíma- takmark. Ég reyndi að finna orð eða athöfn sem gæti borið sí- felldri leit mannsins vitni, en það gekk ekki vel. Þá fór ég og talaði við prestinn minn, séra Dean Woodruff, hjá Webster Presbyterian kirkjunni, og við reyndum að setja á blað eitthvað sem gæti haft alþjóðlega mein- ingu. Það tókst ekki, og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. En ég gekk til altaris á tungl- inu. Við guðsþjónustu heima, tveim vikum áður, hafði séra Woodruff verið með sérstaka altarisgöngu í tilefni ferðar okk- ar, og eftir guðsþjónustuna hafði hann gefið mér lítinn kaleik, sem ég hafði svo komið fyrir í mána- ferjunni ásamt örlitlu brauði og víni. Og eftir að Mike (Collins) hafði farið einn hring í kring- um tunglið aleinn, og við viss- um að við ættum eftir að vera þarna nokkra stund, tók ég upp úr pússi mínu þetta þrennt og setti það á borð sem var fyrir framan ræsiborðið. Stjórnstöðin hafði fyrirskipað algjöra þögn í 46 VIKAN 44-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.