Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 43
duga þarna? Öllum . fannst það stórsniðugt að Arlo væri að fara á háskóla." — Eftir 6 vikur kom hann heim. Eftir þessa stuttu og ógæfusömu skólagöngu, fór Arlo að einbeita sér að því að koma fram og þróa stíl sinn. Bob Dylan átti allt það sem stórt var í þá daga, rokk-senuna, og umboðsmaður Arlo's, Harold Le- venthal, sem einnig hafði verið um- boðsmaður Woody's, fór að ráða hann til að koma fram í litlum kaffi- húsum víðsvegar um landið, án þess að hafa nokkrar áhyggjur af kaupi, í þeim tilgangi einum að gefa hon- um tækifæri til að þróa sinn eigin stfl. „Það var á kaffihúsi í Phila- delphia fyrir þrem árum síðan, að ég heyrði hann fara með „Alice's Restaurant" í fyrsta skipti," segir Leventhal, „og þá vissi ég að hann hafði náð markinu; að hann hafði lært að skapa og fara með eigin efni." Haustið 1966 var Arlo farinn að syngja ný lög á Gaslight-kaffihúsinu í Greenwich Village í New York „Allir krakkarnir komu með segul- bandstæki með sér til að taka upp," segir Leventhal. Og WBAI, útvarps- stöð í hverfinu hljóðritaði líka nokk- ur lög með Arlo og hóf að útvarpa þeim. Þá fóru hljómplötufyrirtækin skyndilega að sýna áhuga á því sem Arlo var að gera, og á New- port-þjóðlagahátíðinni ári seinna, varð hann algjör „sensasjón". I dag krefst Arlo að minnsta kosti 6000 dollara (53.000 fsl. kr.) fyrir að koma fram á hljómleikum, en til að vernda skjólstæðing sinn frá því að verða „étinn" af pressunni og fólkinu, afneitar Leventhal öllum sjónvarpsþáttum og Arlo kemur að- eins fram á 25—30 hljómleikum á ári. „Samband okkar Arlo's," segir Leventhal, „er þannig að ég gef góð ráð og hann samþykki sitt." Og Arlo hefur líka samþykkt að láta Leventhal ráðstafa öllu því fé sem hann vinnur inn, fyrir utan 50 dollara (4500 kr.) á viku sem hann notar til eigin þarfa. „I Arlo," segir Leventhal, „eru stórkostlegar andstæður. Hann er algjör stjórn- leysingi og fullkomlega agaður skemmtikraftur. Það hefur aldrei komið fyrir að hann hefur ekki mætt á hljómleika eða annað slíkt. Hann er engin prima donna." En Arlo lít- ur þannig á málið: „Frelsi mitt væri einskis virði ef ekki væru einhverj- ar takmarkanir; einhver agi. Frelsi er vonlaust án aga og takmarka." Á sviðinu er Arlo afslappaður og rólegur, veit upp á hár hvað hann á að gera til að fá fólkið með sér og er ákaflega öruggur, en um leið og hann á að fara að tala opinber- lega, eins og til dæmis í umræðu- þáttum í sjónvarpinu, fer hann að stama og veit ekki hvernig hann á að bregðast við þeim spurningum, sem fyrir hann eru lagðar. Er Le- venthal var spurður álits á þessu, svaraði hann: „Arlo á í erfiðleikum með persónulegan kunningsskap og sambönd, en á sviðinu er ekkert til sem heitir það. Þar er hann ( eigin Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.- BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnár skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate tannkrem hefur. 44. tbL VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.