Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 29
 ... |pr t Mmmm ■ ■ Uinátta Nýjustu hljómplötu brezlcu hljómsveitarinnar Move hef- ur vegnað mjög vel á vin- sældalistanum. Lagið, sem upp snýr, heitir „Curly“, og er nafnið fengið frá svini einu með sama nafni, sem liðsmenn Move liafa mikið dálæti á. Hér er einn þeirra félaga í Move, Carl W.ayne, með svíninu góða, og er ekki annað að sjá en vináttan sé gagnkvæm. meö ábeyrileu aiufirspíli Sjaldan hefur eitt lag valdið jafn miklu fjaðrafoki og „Je T'aime .... Moi Non Plus", en það hefur nú verið á kreiki í Bretlandi og víðar í nær fjóra mánuði. Fyrir skömmu var það í öðru sæti vinsældalistans í Englandi og þykir það f frásögur færandi, þegar þess er gætt, að lag- ið hefur ekki fengizt leikið í út- varpsstöðvum þar í landi. Sama er raunar uppi á teningnum ( fleiri löndum. I Frakklandi er aðeins heim- ilt að leika lagið í útvarpið um næt- ur. Lagið hefur ekki heyrzt í útvarpi hér, svo okkur sé kunnugt um, og skal því þeim, sem ekki vita út á hvað lag þetta gengur, sagt, að hér er um að að ræða andvörp og stun- ur og skyld hljóð, ásamt með frem- ur áheyrilegri tónlist. Það eru þess- ar síendurteknu stunur sem mönn- um er þyrnir í eyrum, einkum hin- um siðavandari. Hljóðin eða stun- urnar koma úr barka Jane nokk- urrar Birkin, lítt þekktrar leikkonu. Geta má þess, að hún lék í kvik- myndinni „Blow Up", sem sýnd var i Reykjavík fyrir skömmu. Lék hún annað stelputryppið, sem lagði að- alpersónuna í einelti. Þess má líka geta, að Jane var eitt sinn gift John Barry, lagahöfundinum, sem m.a. hefur samið tónlist fyrir allar James Bond-myndirnar. Nú er hún hins vegar á lausum kili, en sést tíðum í kompanii við náunga að nafni Serge Gainsbourg, en það er ein- mitt hann sem er potturinn og pann- an á bak við lagið „Je T'aime . . . ." Það var Philips-hljómplötufyrir- tækið sem gaf út lagið „Je T'aime .....", og mættu menn nú ætla, að forráðamenn fyrirtækisins væru yfir sig hressir yfir því, hve vel plötunni hefur vegnað á vinsældalistanum. Oðru nær. Eftir því sem platan koms ofar á blað á vinsældarlistanum fjölgaði þeim, sem létu í Ijós hneykslan og andúð, og fór svo um síðir, að þeir hjá Philips skutu á húsþingi, þar sem málin voru rædd í mikilli alvöru. Þótti Philips-mönn- um sóma fyrirtækisins stefnt í voða, og varð það að ráði að afturkalla allar birgðir af plötunni úr verzlun- um og um uleið afsala útgáfurétt- inum. Hefur nú annað hljómplötu- fyrirtæki Major Minor keypt útgáfu- réttinn af Philips, og sjá forráða- menn Major Minor fram á stórgróða, því að allt bendir til, að enn sé nægur markaður fyrir lagið „Je T'- aime . . . ." ☆ AMEN CORNER Hljómsveitin Amen Corner hefur nú geispað golunni. Þessi hljóm- sveit var að margra áliti vinsælasta táningahljómsveitin í Bretlandi og söngvari hljómsveitarinnar, Andu Fairweather-Low, þótti ein helzta poppstjarna þar í landi. Þau tíðindi, að liðsmenn hljómsveitarinnar hygð- ust halda hver í sína áttina komu mjög óvænt, þar eð hljómsveitin hefur um langt skeið notið og nýtur MIKKI f ÁSTRALÍU Hér birtum við mynd af Mick Jagger eins og hann kemur fram í kvikmyndinni Ned Kelly. Eins og við höfum áður sagt frá fer Mick með titilhlutverk myndarinnar, en Ned Kelly var frægur skúrkur á of- anverðri öldinni sem leið. Talsvert veður hefur verið út af því gert í blöðum í Astralíu, að þetta hlutverk skyldi vera falið Englendingi. Hefur þeim, sem fundu Mikka allt til for- áttu í fyrstu, þó óðum fækkað, og er sagt, að Mikki komi sér vel meðal andfætlinga. Hann kvað vera hrókur alls fagnaðar, og það er kannski ekkert undarlegt, því að nýjasta tveggja laga plata Rollinganna, „Honky Tonk Woman" er enn ofar- lega á vinsældalistum víða um lönd. enn mikilli vinsælda. Margar af plöt- um Amen Corners hafa náð miklum vinsældum og má þar nefna m.a. lögin „Bend Me Shake Me" og „Half As Nice". Nýjasta hæggenga plata Amen Corner heitir „The National Welsh Coast Live Explosion Co", og hefur hún selst i mjög stórum stíl. Hljómsveitin, sem verið hefur á kreiki í 3 ár mun í nóvemberlok senda frá sér sína síðustu plötu með lagi Bítlanna „Get Back" í út- setningu Andy Feirweather-Low. 44. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.