Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 9
í síðasta blaði birtum við frásögn Armstrongs af ferðinni til tunglsins. Nú tekur Aldrin til máls og segir ferðasöguna frá sínum sjónarhóli og áhrifum, sem þessi einstæði atburður hafði á hann. Margt kemur fram í frásögn hans, sem hefur ekki verið vitað fyrr, eins og til dæmis, að hann gekk til altaris á tunglinu. GEKK TIL A TUIMGLIIMU Endurprentun úr tímaritinu UFE © Time Inc. Mig dauðlangar að vita, hve lengi fótspor okkar eiga eftir að vera á tunglinu. Yfirborðið er raunar alveg upplagt fyrir spor. Létt og frekar duftkennt efni þess reyndist vera gætt töluverð- um viðloðunareiginleikum og þjappaðist auðveldlega saman. Tunglið er ákaflega þægilegur vinnustaður, og kom þar fyrst og fremst til af því, að aðdráttar- afl er lítið, og því er þörf ákaf- lega lítillar orku til að hreyfa sig úr stað. En á tunglinu var maður ekki nærri því jafn ein- mana og í æfingaklefanum, þar sem við erum látnir venjast þyngdarleysinu, því í honum þarf maður sífellt að hafa gát á einhverju sem gefur manni til kynna hvernig maður snýr; mað- ur veit sem sagt ekkert um hvað er upp og niður á manni. — Á tunglinu, þar sem aðdráttaraflið er ekki nema 1/6 af því sem það er á jörðinni, hefur mað- ur stöðuga, þó stundum óljósa, hugmynd um að maður sé ein- hvers staðar, og maður gerir sér grein fyrir hvernig maður snýr og að til er einhver kraftur. Því vildi ég gefa þetta ráð til þeirra sem eiga eftir að fara á eftir mér til mánans: Notið, fyrstu 15—20 mínúturnar til þess að aðlagast aðdráttarafli tunglsins, og þá gengur ykkur mun betur að vinna það sem ykkur ber. Eitt sem vakti athygli mína var það, að maður á alltaf bágt með að átta sig á jafnvægislín- unni; það er ekki alltaf öruggt hvort maður hallast aftur á bak eða áfram. Þessi staðreynd, auk þess að útsýni okkar var heldur takmarkað af hjálmunum, gerði það að verkum, að hlutir sem voru fyrir á yfirborðinu og eins Örninn, virtust alltaf hallast — úr einni stöðu í aðra. Bakpakk- inn vegur aðeins rúm 8 kíló á tunglinu (á jörðinni er það yfir 50 kg), en jafnvel svo lítil vigt togar mann aftur á bak, svo við urðum í sífellu að halla okkur aðeins áfram til að vega upp á móti því. Og það er eins og mig minni, að einhver hafi kallað þá stellingu „þreyttan apa“ — svo til upprétt, en eilítill framhalli. Það var erfitt að vita hvenær maður stóð uppréttur og beinn. É'g þreifaði mig áfram með því að halla mér til beggja hliða, aftur á bak og áfram, unz ég fann mitt eigið þyngdarleysi. Maður getur hallað hér í allar áttir, mun lengra en á jörðunni, án þess að detta. Hvorugur okk- ar datt á meðan á gjörðum okk- ar stóð þarna á tunglinu, og við höfðum það á tilfinningunni að það myndi vera mjög auðvelt að leggjast á hnén og standa upp aftur. Þá var það líka möguleiki að halla sér langt fram á við bara með örlitlum stuðningi. Við misstum filmukassa, og til allrar hamingju lenti hann rétt við einn fót Arnarins. Neil átti auð- velt með að hanga á einu stiga- þrepinu á meðan hann beygði sig niður og tók pakkann upp. Tunglið var töluvert frábrugð- ið því sem við höfðum búizt við eftir að hafa gert allar okkar til- raunir og æfingar í tilraunaklef- anum O-G. (O-G þýðir „zero- gravity“, eða þyngdarleysi. Þýð.). Gólfið í O-G var úr gúmmíi og því mjög gott að fóta sig þar; þétt og ákveðið, en á tunglinu sjálfu var það öðruvisi. Fætur okkar sukku nokkuð djúpt á stundum í þetta duftkennda yf- irborð. Víða var það ekki nema lVi—2 sentímetrar, en annars staðar var það allt upp í 10 sm. Það var þá í litlum gígum. Þetta skapaði tilhneigingu til að varast að stíga á það sem hart var við- komu, og við reyndum að hreyfa okkur eins mikið og við gátum á „jafnsléttu", ef hægt er að taka svo til orða, en komast hjá þess- um litlu gígum og mishæðum. Við vöruðum okkur sérstaklega á steinum, ef þeir virtust líkleg- Edwin Aldrin ásamt fjölskyldu sinni í skemmtigarði í Houston. ir til að fara að hreyfast eitt- hvað. Það var og fremur auð- velt að færa þú úr stað, ef þeir voru ekki hærri en 15—20 sm; þá voru þeir ekki „jarðfastir“. Hvorki ég né Neil fundum nokkurn tíma til þreytu; fannst við aldrei þurfa að stöðva vinn- una og hvíla okkur. Auðvitað vildum við vera fyllilega örugg- ir um hve mikla orku við þyrft- um að nota til að komast aftur upp í mánaferjuna, svo áður en við snerum okkur að skyldu- störfum okkar á tunglinu, æfði ég mig í að hoppa eins og keng- úra upp stigann. Ég hikaði tölu- vert við að beita nokkru afli til að komast upp, en eftir nokkrar tilraunir komst ég að því, að það var auðvelt að hoppa mörg þrep í einu án þess að reyna mikið til þess. Það erfiðasta sem ég gerði á tunglinu, tæknilega séð, var ekki merkilegra atriði en það að reka niður hólkana sem áttu að ná sýnishornum af yfirborði tungls- ins. En svo undarlegt sem það má virðast, þá var það bara tölu- vert erfitt, þrátt fyrir að yfir- borðið sé svona mjúkt og duft- kennt. Maður er ekki kominn nema örfáa sentimetra niður þegar það fer að harðna — og nú meina ég harðna! Það var alls ekki eins og grjót eða kletta- hella, heldur harðnaði það alltaf smátt og smátt. En það undar- lega við það var, að það var að- eins erfitt að reka hluti beint niður. Til hliðar við hólkana þjappaðist efnið ekki að, heldur var hægt að skaka sýnishorna- hólkunum til og frá. Við Neil tókum eftir þessu sama, er við reyndum að koma flaggstöng- inni fyrir. Þetta gerði það að verkum. að ég varð að halda í endann á hólk- unum á meðan ég var að reyna að reka þá niður í yfirborðið með hamri. Og auðvitað sló ég 44. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.