Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 30
Bergljót Ibsen var tengda- dóttir Ibsens og dóttir Björnstjerne Björnson. —- Hún þekkti því betur en nokkur annar tvö af mestu skáldum Norðmanna. Hún skrifaði litla minningabók fyrir nokkrum árum, sem hét De Tre. Eftirfarandi kafli, sem segir frá því, er Ibsen samdi Brand og Pét- ur Gaut og fleiri af leik- ritum sínum, er þýddur úr bókinni. IBSEN dvaldist eitt ár í Róm, en settist síðan að í Ariccia. í Róm gerði hann uppkast að Brandi, og hófst nú handa um að fullgera verkið. — Sigurður (einkasonur Igsens) fór aftur á þessar sömu slóðir 1905 og segir m.a. í bréfi: „í gær lifði ég aftur í hugan- um þá gömlu og góðu daga, þeg- ar ég dvaldist hér með foreldr- um mínum. Mér finnst ég vera líkt og pílagrímur, er ég hripa niður þessar línur. í Ariccia varð Brandur til. Faðir minn var van- ur að fara í gönguferðir um Villa Chigi, gamlan garð, sem smátt og smátt hefur orðið að eins kon- ar frumskógi, þar sem ekkert tré hefur verið fellt í honum í meira en öld. Eg gekk um þennan gamla garð og ráfaði síðan nið- ur að vötnunum tveim, Albener- vatni pg Nemivatni, sem eru í útkulnuðum eldgígum, umvafin ilmandi skógi. Hér stóð móður- borg Rómar, Alba Long, og enn má sjá nokkuð af rústum henn- ar. Hér er einkennilegt landslag, sem vekur stemningu er seint gleymist, — líkt og draumur eða ævaforn goðsögn. Skammt fyrir ofan garðinn er forn kirkja og fyrir framan hana tveir stein- bekkir. Hér sátu þeir Andreas Munch og Ibsen á hverju kvöldi og spjölluðu saman.“ Meðan Ibsen vann að Brandi, skrifar hann föður mínum og segir frá því hvernig verkið varð til. Það var 12. september 1865: „Allt er nú gott og blessað og hefur í rauninni alltaf verið það að undanskildu því tímabili, þeg- ar ég hafði ekki minnstu hug- mynd um hvað ég ætti að gera, — ekki svo að skilja að fjármál- in hafi angrað mig fremur venju, heldur gat ég ekki með nokkru móti skrifað. En dag einn átti ég erindi til Rómar og fór inn í Péturskirkjuna. Þá rann skyndi- lega upp fyrir mér ljós. f einu vetfangi vissi ég upp á hár hvað ég ætti að skrifa.“ Það má því með sanni segja, að Brandur hafi fæðzt í Péturs- kirkjunni. Síðar skrifaði Ibsen föður mínum: „Brandur er ég siálfur, þegar mér tekst bezt upp.“ Þessi slitur úr bréfum sýna glöggt hversu Ibsen hefur verið það nauðsynlegt að skipta um umhverfi, losna úr hinu dapur- lega andrúmslofti í Kristianíu og komast í ferskt og framandi um- hverfi. Hann fylltist nýjum lífs- þrótti og starfsorku og fékk gott næði til að vinna. En fjárhagur- inn var eftir sem áður ömurlega bágborinn. Til vitnis um það birti ég hér bréf, sem frú Ibsen skrifaði mér eitt sinn, er við Sig- urður komum til Ariccia og send- um henni kveðju þaðan: „Kæra Bergljót: Mér var það sönn ánægja að fá kveðjuna frá ykkur. Hún gerði það að verkum, að hugur minn hvarflaði langt aftur í tím- ann. Þarna lifðum við ein í heim- inum, Sigurður, Ibsen og ég. Sigurður getur sagt þér frá því, þegar hann á hverju kvöldi fór og keypti brauð fyrir þrjú soldi og ost fyrir sömu upphæð. Þetta ásamt hálfri flösku af rauðvíni var kvöldmaturinn okkar. Mið- degisverð eldaði ég sjálf niður í eldhúsi með bakaraofni í 30 stiga hita, svo að mér var sannarlega ekki kalt. Það var kaffistofa í húsinu og á hverjum morgni keypti Sigurður þar caffe latte og brauð. Hann klæddist rauðri og fleginni blússu með stuttum ermum, hvítum, þunnum stutt- buxum og gekk berfættur. En samt var það svo, að þetta fá- brotna, fátæklega, en kyrrláta líf hæfði Ibsen vel meðan hann vann að sínu mikla verki. Þegar hann lætur Brand lýsa heimilis- lífinu, er sú lýsing sannleikanum samkvæm. Þannig lifðum við í þá daga....“ Á þessu bréfi sést, að þau lifðu ekki aðeins fábrotnu lífi, heldur bjuggu við sárustu fátækt. Og enn máttu þau lengi þola kröpp kjör. Þegar Ibsen hafði lokið við að skrifa Brand, var verkið sent til Gyldendals-forlagsins í Kaup- mannahöfn, en áður hafði faðir minn reynt af fremsta megni að undirbúa jarðveginn og koma því í kring, að verkið yrði tekið til útgáfu. En Frederik Hegel var ekki viss um, hvort Brandur væri nógu gott leikrit til þess að það svaraði kostnaði að gefa það út. í hálft ár sat Ibsen og beið í Ariccia og hafði nánast ekkert til þess að lifa af. Hann skrifaði föður mínum: „Ekkert er jafn sljóvgandi, innantómt og niðurdrepandi og þessi miskunnarlausa bið.“ Á bréfi sem hann skrifar Heg- el 7. marz 1866 sést hversu ör- væntingarfullur Ibsen var orð- inn. Hegel er þá seint og um síðir búinn að fallast á að gefa Brand út, en vill enn ekkert ákveðið segja um hvenær það verði. Ibsen skrifar: „Ég geng hér um gólf í spenn- ingi og eftirvæntingu, sem ekki verður með orðum lýst, og ger- ist brátt óþolandi. Útgáfa þessar- ar bókar er þegar í sannleika sagt orðin mér dýr. Það kemur ekki til greina að ritlaunin verði enn lækkuð.“ Hann vekur athygli á, að hann hafi einungis fallizt á að upplag- ið verði minnkað og ritlaunin

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.