Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 36
HuXDR Avallt fyrstir í framförum... sænsku sjónvarpstækin eru gerS fyrir erfiS skilyrSi. EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HÉR Á LANDI MeSal efnis í októberheftinu má nefna greinarnar: Ertu nógu vel klæddur? Bourguiba: Washington NorSur-Afríku, HiS furSulega merkjakerfi villtra dýra, Nýr heimsmeistari í skák, BarniS elskar sjálft sig, HiS mikla olíuæSi í Alaska, Evrópubúum fjölg- ar minnst, Nýtt tæki til aS hindra árekstra flugvéla, SpámaSur geimaldar. Bókin er síSari hluti hinnar ítarlegu frásagnar þess sögulega atburSar, er barni Lindbergs flugkappa var rænt. Ibsen Framhald af bls. 31. rithönd, sem þreytti hann síður og auðveldara var fyrir setjar- ana að lesa. Hún var hvort tveggja í senn: skýr og skraut- leg og hallaði til vinstri. Öllu athyglisverðara er þó að gefa gætur að þeirri breytingu, sem varð á skáldskap Ibsens á örskömmum tíma. Brandur er þungt verk, hendingarnar koma hægt og stirt hver af annarri, en Pétur Gautur er að ýmsu leyti léttari, ljóðrænni og einfaldari, — ádeilan markviss í snilldar- legum leik með orð og hrynj- andi. Það er skemmtilegt að leiða hugann að því, að þær myndir af norskri náttúru, sem fram koma í Pétri Gaut, skyldu verða til undir ítalskri sól, um vor í Ischia og sumar í Sorrent. Haustið 1866 er þetta volduga verk fullunnið. Hann las það upphátt fyrir frú Ibsen og Sig- urð, sem þá var sjö ára gamall. Frú Ibsen sagði mér sjálf, að þegar Ása hafi komið til sögunn- ar, hafi Sigurður gripið fram í og sagt: — Á þetta að vera mamma? Ibsen játaði, að sitthvað hefði hann fengið að láni hjá konu sinni, er hann skóp Ásu. En hann neitaði því að hafa haft hana að fyrirmynd að Ásu eða neinni annarri .persónu er hann hafði gert. Hann kvaðst aðeins hafa notað orðatiltæki sem voru ein- kennandi fyrir hana. Pétur Gautur kom út fyrir jól- in í Kaupmannahöfn sama ár og seldist í risavöxnu upplagi. Fað- ir minn skrifaði Ibsen og lýsti hrifningu sinni á þessu mikla verki. En gagnrýnendurnir voru ekki á pinu máli, hvorki í Nor- epi né Danmörku. f Noregi vakti hin hvassa ádeila ofsareiði. Það var beinlínis ráðizt á Ibsen úr öllum áttum. Eins og eitt blaðið skrifaði löngu síðar. þá voru móttökurnar, sem Pétur Gautur hlaut þannic. að fvllsta ástæða var fyrir Ibsen að taka aftur fram soorðdrekann og setja hann á skrifborðið sitt. — Og það gerði hann líka. Hann bjó sig undir nýja árás. Hann fékk hugmynd- ina að leikritinu ,,De unges For- bund“. Vígbúinn og bitur, — bitur út í föðurland sitt, fór hann til Þýzkalands í staðinn fyrir að halda heim. Um sumarið dvöldust þau í Berecht-götu, en um haustið í Múnchen. Til Dresden komu þau í október 1868. Ibsen skrifar út- gefanda sínum, Hegel, um þess- ar mundir: ,.Nú höfum við loksins fundið okkur samastað eftir langvarandi flakk. Við höfum búið hér um okkur í eigin íbúð og munum vera bér um kyrrt í vetur.“ Þau höfðu feneið íbúð ,,An der Frauenkirche nr. 6“ á annarri hæð, og Ibsen tekur það sérstak- lega fram í öðru bréfi til Hegels, að þetta sé mjög ódýr íverustað- ur. Þetta var tveggja herbergja íbúð í gömlu og hrörlegu húsi, og guð má vita hvort það stend- ur þarna enn. Síðar fluttu þau í Köningsbrúcker-stræti nr. 3. Það hús stóð í þá tíð í úthverfi borg- arinnar. Enda þótt þau byggju fátæk- lega nutu þau þess nú í fyrsta sinn að eiga sitt eigið heimili. Þau lifðu í algerri einangrun, umgengust enga, voru ein á lít- illi, norskri eyju í framandi landi. Hið fyrsta sem þau gerðu í hvert skipti sem þau gistu nýja borg, var að leita uppi bókasafn staðarins. Allt frá því að Sigurð- ur var fjögurra ára gamall, hafði hann mátt arka af stað til bóka- safnsins með körfu fulla af bók- um til þess að skipta þeim og fá nýjar í staðinn. Á botni körf- unnar lá listi frá móður hans yf- ir þær bækur, sem hann átti að sækja. Hún hafði alla tíð verið mikill lestrarhestur, og sá eigin- leiki hennar kom Henrik Ibsen að góðu gagni. Hún las ár hvert flestar bækur sem út komu bók- menntalegs efnis og valdi úr þær, sem hún áleit, að Ibsen væri brýn þörf á að lesa. Það má því með sanni segja, að hún hafi verið bókamenntalegur ráðu- nautur eiginmanns síns. SIGURÐUR VAR nú orðinn níu ára gamall og hafði lesið meira en gengur og gerist um jafnaldra hans. En vegna hinna stöðugu ferðalaga hafði hann engrar reglulegrar kennslu notið, nema hjá foreldrum sínum. Þegar í Róm skrifar Ibsen Hegel og bið- ur hann að kaupa fyrir sig kennslubækur: „Eg bið þig að útvega mér og skrifa á reikning minn landa- fræði, mannkynssögu, náttúru- fræði og kennslubók í reikningi, ásamt þeim bókum, sem notaðar eru við fyrstu kennslu í kristn- um fræðum, — allt við hæfi átta ára barns, sem þó er enginn byrjandi. Strákurinn minn hefur lesið reiðinnar feikn, en með öllu ókerfisbundið, og við svo búið má ekki standa öllu lengur. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig.“ Auk þeirrar kennslu, sem Sig- urður hafði notið hjá foreldrum sínum, var hann nú settur í þýzk- an skóla. Þar var hann í byrjun látinn í fvrsta bekk, þar sem hann kunni ekki enn málið, en ekki leið á löngu þar til hann var settur í þriðja bekk, án þess að þurfa að taka nokkurt próf. Þetta var dýr og góður skóli, en segja má. að Sigurður hafi bæði haft gott og illt af veru sinni í honum. Þessi fíni skóli var að sjálf- sögðu langt frá því hverfi. sem Ibsen hafði ráð á að búa í, svo að það tók Sigurð klukku- tíma að komast þangað dag 36 VIKAN 44-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.