Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 50
VEED V- BAR KEÐJUR er rétta Iausnin I*að er staðreynd að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. Sendum i póstköfu um allt land. WEE D keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Erú viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. KRISIIW GUÐVASOX II.IF. Klapparstíg 25—27 — Laugaveg 168. Sími 12314 — 21965 — 22675. f--------------- MIDA PREIMTUIM Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngu- miða, kontrolnúmer, tilkynning- ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 Relð nakinn á svínsbaki Framhald af bls. 21. Eftir þetta gerðist Frykowsky all-vinalegur við okkur og var sífellt að spyrja um þetta; hvern- ig var í tugthúsinu og þar fram eftir götunum. Þá var hann að bjóða okkur í mat og veizlur — sem var að vísu ekkert óvenju- legt, en okkur fannst hann samt dálítið undarlegur í framkomu sinni. Og eina mögulega vitnið að þessari barsmíð á gamla manninum var dyravörðurinn í klúbbnum, en hann sagðist ekki hafa séð neitt. Alls ekkert. Svo um vorið þá lentu Fry- kowsky-bræðurnir í því að lim- lesta blaðakonu sem hafði verið viðhangandi þessa klíku, og hún var lögð á spítala. Fyrst í stað gerði hún ekkert í málinu en síðar kærði hún þá, og þá var Frykowsky kominn til Parísar; sagði það vera sumarferð. En þá fór bara ýmislegt fleira að koma í ljós, og á endanum komumst við Piwowsky að því að það var Frykowsky sem hafði þvælst út blindfullur, lamið gamla manninn og mútað dyra- verðinum til að halda sér saman. Síðan það var hefur hann ekki komið til Póllands, en sagt var að hann hefði lifað algjörlega á Pol- anski eftir þetta, því Frykowsky hafði aldrei gert ærlegt handtak. Sem sagt, að mín kynni af hon- um eru þau, að hann hafi verið heldur ómerkileg persóna og því var þetta það fyrsta sem mér datt í hug, er ég frétti um morð- in í sumar: Að hann hefði verið eitthvað viðriðinn þau, og ég tala nú ekki um eftir að hann fannst í bíl úti á lóðinni. Þó vil ég ekki fullyrða neitt um það, þar sem ég hef ekki kynnt mér málavexti nægilega vel. En hann var greindur og vel gefinn strákur og vinsæll af sínum félögum. Og nú um daginn frétti ég það, að lík hans hafi verið flutt aftur til Póllands — landsins sem hann flúði — og þar jarðsett með mik- illi viðhöfn; jarðarförin ku hafa verið ein sú fjölmennasta sem þar hefur farið fram, enda átti Fry- kowsky nokkuð stóran hóp af góðum vinum. Vinum sem litu heldur framhjá göllum hans.“ „En Polanski; hefur þú eitt- hvað frétt af honum síðan þið vorum saman í skólanum?“ );Nei — og þó. Reynir vinur okkar Oddson sagði mér ein- hverntíma að hann hefði hitt Polanski í London og hefði hann beðið að heilsa mér!“ Þrándur hallar sér aftur á bak í stólnum: Hann er yfirmaður kvikmyndadeildar sjónvarpsins á fslandi, Polanski er frægur og syrgir, Frykowsky er farinn til feðra sinna, Piwowsky er önnum kafinn í kvikmyndum í Póllandi og Reynir Oddson er enn í Lon- dondon. ó.vald. 50 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.