Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 37
hvern. Skólafélagar h'ans, sem allir voru af ríkum heimilum, litu niður á hann. Hann var ekki jafn vel klæddur og þeir, því að frú Ibsen saumaði öll föt hans sjálf og ævinlega upp úr göml- um fötum af föður hans. Auk þess hafði hún þau í stærra lagi, svo að hann yxi ekki fljótt upp úr þeim. Buxurnar voru of síð- ar, og Sigurður sagði mér, að strákarnir í götunni hefðu elt hann og kallað á eftir honum: — Þú treður á skálmunum! Þú treður á skálmunum! Hann minntist aldrei einu orði á þetta við foreldra sína. Aðeins einu sinni komst upp um hann. Dag nokkurn var Ibsen kampa- kátur og sagði við Sigurð, að hann mætti gjarnan einhvern tíma bjóða vinum sínum og skólafélögum heim. Sigurður só þegar fyrir sér, hver viðbrögð félaganna yrðu, er þeir sæju, hversu fátæklegt var heima hjá honum. Þess vegna svaraði hann önugur: — Mig langar ekkert til þess. Ibsen horfði lengi og rannsak- andi á son sinn og augnaráð hans lýsti hryggð og sársauka. Svo mikil áhrif hafði þetta litla at- vik á Sigurð, að hann kvaðst ævinlega finna til óþæginda, er ’glugga tjalda- e£ni„ LAUGAVECI 59 SfMI 18478 hann minntist þess. Hann kvaðst feginn hafa viljað gefa ár af ævi sinni til þess að þessi orð væru ósögð. í götunni þar sem þau bjuggu átti Sigurður við erfiðleika að etja ekki síður en í skólanum. Krakkamir eltu hann, stríddu honum og kvöldu hann. Loks fann hann upp heillaráð til þess að upphefja sig í augum þeirra. Hann tók að segja þeim furðu- legar sögur, og þegar hann einn daginn trúði þeim fyrir því, að pabbi sinn væri konungur ap- anna og mamman negri, og þess vegna færi hún aldrei út fyrir — Ef ég á að fara úr fötun- um, þá heimta ég músik. Eg er vönust því. hússins dyr, — þá var hann í einu vetfangi orðinn hetja göt- unnar. Þegar þetta var hafði frú Ibsen verið lasin lengi, og Sig- urður því annazt öll innkaup fyrir heimilið. Eftir að hún komst á fætur, varð Sigurður að reyna að bjarga sér úr klípunni með því að segja, að hún væri frænka sín. Sigurður hélt áfram upptekn- um hætti, enda höfðu sögur hans gefið góða raun. Eitt sinn sagði hann við virðulega heldrikonu: — Á ég að trúa yður fyrir leyndarmáli, en þér verðið að lofa að segja engum frá því. E?g á bróður, en foreldrar mínir fela hann inni í skáp. Á hverju kvöldi, þegar Sigurð- ur hafði lokið við að lesa lexí- urnar sínar, spiluðu þeir feðgar á spil. Og í hvert skipti lét Ib- sen Sigurð vinna. En svo gerð- ist óhappið. Eitt kvöldið vann Ibsen. Strákurinn varð viti sínu fjær af reiði og fleygði spilunum frá sér. En eftir þetta vildi Ib- sen aldrei spila við son sinn. Þess í stað tóku þeir að tefla og héldu því áfram löngu eftir að Sigurður varð fullorðinn. Tafl- mennirnir, sem þeir léku með, eru ennþá í fórum mínum. Einn- ig geymi ég ofurlitla spiladós, gerða úr hörðum, svörtum viði. Þessi spiladós er tákn um liðna tíð. Innan á lokinu eru lögin sem hún leikur letruð með skrautleg- um stöfum. Hún leikur laglega enn þann dag í dag, og þegar ég heyri lága tóna hennar hljóma, sé ég fyrir mér Ibsen og konu hans, eins og þau hafa vafalaust setið við lampann á síðkvöldum og látið spiladósina leika fyrir son sinn. Sg minnist þess, að á gamalsaldri tók frú Ibsen þessa spiladós oft og einatt fram, dró hana upp með erfiðismunum, setti hana varfærnislega á borð- ið og lét hana spila. Það var eins og tíminn væri óralangt í burtu, og þó svo nærri. Hún var aftur orðin ung og Sigurður lítill, — og hrukkótt andlit hennar ljóm- aði meðan hún hlustaði. Sigurði varð snemma Ijóst í hverju vinna föður hans var fólgin. En það var hér í Dresd- en, sem hann fær í fyrsta sinn að skyggnast inn í smiðju Ib- sens. Upp frá því naut hann trún- aðar föður síns í þessum efnum. Þegar Ibsen hafði lokið við nýtt verk, las hann það upphátt fyrir Sigurð og móður hans. Þessa venju hélt Ibsen allt til hins síð- asta. Eg man eftir því, að einu sinni eftir að við Sigurður vor- um gift, hafði Ibsen lokið nýju leikriti. Hann kom til mín og sagði: — Eg vona, að þú virðir það á betri veg, Bergljót, er ég bið þig að vera ekki viðstödd, þegar ég les leikrit mitt. Eg er orðinn því vanur að lesa aðeins fyrir Sigurð og móður hans. Eins og áður hefur verið drep- ið á, voru árásirnar á Pétur Gaut grimmilegar. Einn fremsti gagn- rýnandi Dana, Clemens Petersen, lýsti því yfir, að verkið væri ekki skáldskapur og sakaði Ib- sen um hugsanasvik og skort á listrænum heiðarleika. Um þetta skrifar Ibsen föður mínum 9. desember 1867: „Ef ég væri í Kaupmannahöfn og þar væri einhver, sem stæði mér jafn nærri og Clemens Pet- ersen stendur þér, þá hefði ég barið hann til óbóta, áður en hann fengi ráðrúm til þess að fremja svo hlutdrægnislegt til- ræði við sannleika og réttlæti. Bók mín er skáldskapur. Og ef hún er það ekki, þá skal hún verða það. í landi voru, Noregi, skal hugtakið skáldskapur verða að beygja sig fyrir bók minni ... Fyrst þeir vilja stríð, þá þeir um það. Ef ég er ekki skáld, þá hef ég heldur engu að tapa. ÍSg er að hugsa um að gerast ljós- myndari. ... “ Og það gerði hann einmitt. Hann varð natúralisti. De unges Forbund er fyrsta tilraun hans af því tagi. Hér eftir ljósmyndar hann samtíðarmenn sína frá eig- BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 44. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.