Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 5
r ...V • ■. '...“...^. ■'■■'■■■. - ••■■ ■■•>., . •..................;;;; '*íí" ... vísur vikunnar Á sérhvern tíma tízkustefnur og tækniþróun marka spor, og enn er sögð á undanhaldi hin ævaforna menning vor. En þó að andans orkugjafi sé illa virkur þar og hér, er alltaf sama fjaðrafokið í flestu af því sem skrifað er. MEGUM VIÐ KYNNA: HANS GUÐDÖMLEGA NÁÐ BYLTINGASINNI FREMUR SJÁLFSMORÐ Gabrielle Russier var 32 ára er hún tók inn nokkrar svefn- töflur á heimili sínu í Marseille og skrúfaði síðan frá gasofninum. Þannig forðaði hún frönskum skólayfirvöldum frá stórhneyksli; hún hafði nefnilega verið kærð fyrir að beina athygli nemenda sinna frá því sem athyglin átti að beinast að. Forsaga þessa máls hefur áður birst hér í blaðinu: Gabrielle hafði, í maíóeirðunum í fyrra staðið við hlið eins nemanda síns, hins 17 ára gamla Christians, og báru þau skilti sem á stóð: Því meira sem maður elskar því meiri þörf er á byltingu. Og þau tóku þátt í byltingunni vegna þess að þau elskuðust af lífi og sál. En það voru foreldrar Christian’s ekki ánægð með og Gabriellu var stefnt fyrir rétt fyrir að hafa flekað dreng und- ir lögaldri. Þá var hún dæmd í eins árs skilorðsbundið fangelsi og sat á meðan í tugthúsi með vændiskonum, þjófum og öðrum misyndiskvinnum. Á meðan á réttarhöldunum stóð æpti lýð- urinn á hana og kallaði hana hóru og öðrum illum nöfnum. En nú hefur hún losnað við allt þetta. . ☆ EITT MORÐ Á DAG Lögreglustjóri Parísarborgar hélt nýlega fund með engilsax- neska blaðamannaklúbbnum og þar sagði hann meðal annars: „Við fáum tilkynningar um 3 innbrot á klukkustund, eitt morð á dag, fimm vopnaðar árásir i mánuði og 66 bílstuldi á dag. Þá fær eiturlyfjadeild okkar 20 mál að glíma við í mánuð':, sem er fjórum sinnum meira en fyrir fjórum árum síðan.“ ☆ KONUNGHOLLIR HOLLENDINGAR Rúmlega 85% af Hollending- um styðja konungdóminn þar í landi en aðeins 10% eru því fylgjandi að lýðveldi verði stofn- að. Þessar tölur eru niðurstöð- ur úr nýlegri skoðanakönnun sem gerð var í því blauta landi nýlega. Þar kom einnig fram, að 51% þjóðarinnar standa í þeirri meiningu, að Júlíana drottning iáti af stjórn innan fimm ára og feli dóttur sinni, Beatrix, stjórn ríkisins. Þó er Júlíana drottning ákaflega vinsæl meðal þegna sinna; 91% þeirra sem voru henni fylgjandi sögðust dá hana mjög — en 82% Hollend- inga eru því hlynntir að hún verði látin borga skatta rétt sem þeir sjálfir. ☆ MÚTUR Í SOVÉT Fjórir kennarar við mennta- stofnun í Moskvu voru nýlega dæmdir í 8—15 ára fangelsi fyr- ir að þiggja mútur fyrir að líta framhjá nokkrum prófum nem- enda sem ekki höfðu staðizt inn- tökuskilyrðin í skólann. Izvestija sagði í grein um málið að það væri æðsta ósk margra foreldra að koma börnum sínum inn í há- skóla. Greinilega vita margir kennararnir þetta, því einn þeirra viðurkenndi fyrir rétti að hann hefði þegið rúmar 3000 rúblur (306 þús. ísl.) fyrir svipuð agabrot. FÓSTUREYÐINGAR Fyrir ári síðan voru fóstur- eyðingar lögleiddar í Bretlandi, og þar með var hægt að láta eyða óæskilegu lífi á opinberu sjúkra- húsi með aðstoð sjúkrasamlags- ins. Síðan lögin gengu í gildi hafa verið framkvæmdar 32213 slíkar aðgerðir í landinu. Tölurnar hafa stigið jafnt og þétt. Á tímabilinu maí-júní í fyrra voru framkvæmdar 4212 fóstureyðingar, júlí-september 7937, október-desember 9907 og í janúar-marz 9957 aðgerðir. Um það bil 40% allra aðgerð- anna fara fram á einkastofum, þótt það sé nokkuð dýrara. Brezk yfirvöld segjast reikna með, að nokkuð stór hluti af þessu fólki komi erlendis frá, en ekki er ná- kvæmlega vitað hve stór hundr- aðstala það er. Ýmsir læknar telja, að fólk sé ekki eins gætið í ástum þegar svo auðvelt er að fá framkvæmda fóstureyðingu. Fullur titill hans er Hans Guð- dómlega náð, Abhay Charan Bhaktivedanta Swami, og hann er herra og lærimeistari alþjóð- legu Hare-Krishna hreyfingar- innar. En þetta nafn er full-langt, og því skulum við aðeins kalla hann Swami. Nýlega kom hann í heimsókn til Bretaveldis og þar var hon- um ákaft fagnað af fylgjendum sínum — flestum krúnurökuðum — sem lögðust í gólfið og kysstu allranáðarsamlegar tær hans. Meðal þeirra sem heimsóttu hann voru þeir Bítlar John Ono Lennon og George Harrison, ásamt einkaumboðsmanni Harri- son’s, Terry Doran, sem sagði við fréttamenn að þeir kumpánar myndu vera mikið með Swami á meðan heimsókn hans í Bretlandi stæði yfir. Og Bítlafyrirtækið „Apple“ hefur í hyggju að gefa út hljóm- plötu með „mantra“ eða boðskap meistarans. Swami reiknaði með að koma eitthvað fram opinber- lega á meðan hann var í London, en þá væri það aðallega á vegum „Apple“. Að loknum óopinberum blaðamannafundi á flugvellinum útlistaði hann örlítið speki sína við viðstadda (hún er svipuð þeirri speki sem jókinn Mahar- ishi básúnaði um allar jarðir hér einu sinni) og steig síðan upp í skjannahvítan Rólls-Royce bíl Lennons. •& 44 tbl VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.