Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 24
Auðvitað var rigning er við
lögðum af stað. Ustinov hafði
sagt mér daginn áður, að svo
myndi verða — rétt eins og
það væru mér einhver stór-
tíðindi. Svo hló hann. Þess-
um stórkostlega og fræga
lilátri sínum.
Peter Ustinov er virkilega
skemmtilegur karl. Hann
grínast, er hnyttinn i tilsvör-
um og háð hans er lúmskt.
En hann er atliugull og mað-
ur gerir sér grein fyrir því,
á hinu minnsta sem hann
segir, að hann er mjög gáf-
aður. Hann horfir stundum
á mann með slíkri forundr-
an, að mann langar mest af
öllu til að sökkva niður í
jörðina; heldur, að nú hafi
maður aldeilis móðgað lista-
manninn. En þá bregður fyr-
ir glettnisbliki í augum hans,
og manni verður aftur rótt.
Og mér til mikillar undrun-
ar varð ég alls ekki var við
það, sem liann ku vera einna
frægastur fyrir í viðskiptum
VIKAN fer með brezka
leikaranum og rithöf-
undinum Peter Ustinov
til Þingvalla
Gengið niður Almannagjá í skæðadrífu. Ustinov í miðjunni og Matthías og Rósin-
kranz sitt hvorum megin við hann.
Texti:
Ömar Valdimarsson
Myndir:
Sigurgeir Sigurjónsson