Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 24
Auðvitað var rigning er við lögðum af stað. Ustinov hafði sagt mér daginn áður, að svo myndi verða — rétt eins og það væru mér einhver stór- tíðindi. Svo hló hann. Þess- um stórkostlega og fræga lilátri sínum. Peter Ustinov er virkilega skemmtilegur karl. Hann grínast, er hnyttinn i tilsvör- um og háð hans er lúmskt. En hann er atliugull og mað- ur gerir sér grein fyrir því, á hinu minnsta sem hann segir, að hann er mjög gáf- aður. Hann horfir stundum á mann með slíkri forundr- an, að mann langar mest af öllu til að sökkva niður í jörðina; heldur, að nú hafi maður aldeilis móðgað lista- manninn. En þá bregður fyr- ir glettnisbliki í augum hans, og manni verður aftur rótt. Og mér til mikillar undrun- ar varð ég alls ekki var við það, sem liann ku vera einna frægastur fyrir í viðskiptum VIKAN fer með brezka leikaranum og rithöf- undinum Peter Ustinov til Þingvalla Gengið niður Almannagjá í skæðadrífu. Ustinov í miðjunni og Matthías og Rósin- kranz sitt hvorum megin við hann. Texti: Ömar Valdimarsson Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.