Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 26
gríð og erg: „Þeir liafa ver- ið harðgerir karlar þessir víkingar; að sumu leyti finnst mér eima töluvert af því blóði í ykkur ennþá.“ Hann tekur eina mynd upp eftir gjánni og snýr sér svo að mér. — „Eg skal segja þér, sonur sæll, að nafn mitt Púff, ekki er Öxará árennileg til sunds! er í rauninni af norrænum uppruna. Uslin var upphaf- lega Eistin, þannig að hér ætti ég raunverulega að vera kallaður Pétur Eysteinsson.“ Hann lilær og baðar út hönd- unum. „Já, móðir mín var rúss- nesk, en sjálfur cr ég fædd- ur og uppalinn i London — liitt er annað mál, að ég er „Made in the USSR“. Eg sem sagt kom undir þar!“ Ilann 26 VIKAN 44-tbl- ráða liefði ég drekkt körlun- um og haldið konunum fyrir sjálfan mig!“ Hann ldær hjartanlega og allir taka undir. „Já, segir Matthias,“ þarna fóru sennilcga margar hinna fegurstu kvenna íslands — og það fyrir ástæðu sem i dag þykir ekki einu sinni ]æss virði að um hana sé tal- að.“ Ustinov myndar hylinn í verður hrekkjalegur á svip- inn og bliklcar mig kankvís- lega. „Mig hefur lengi langað að konia hér, þó ég hafi lít- ið lesið um landið. Þó hef ég vitað það, að hér er rekið bæði tvö leikhús og sinfón- íuhljómsveit, og það er það sem mér finnst at- hyglisverðast við þetta land — það er að segja þetta ís- lenzka þjóðfélag nútimans. I öðrum þjóðfélögum af svip- aðri stærð er þetta algjör- lega ómögulegt. Svo var hr. Rósinkranz svo elskulegur að bjóða mér hingað, og ég ákvað að taka boðinu, enda var það hag- stætt í áætlunum mínum. Iléðan fer ég til Þýzkalands og þaðan til Parisar, en þú getur verið alveg viss um það, að ég kem hingað aft- ur.“ Hinir eru komnir dágóðan spöl á undan okkur og virð- ast djúpt sokknir niður í ein- hverjar merkilegar umræð- ur. Snjónum kyngir niður; fjallahringurinn er horfinn — ef svo má segja — og Usti- nov hefur orð á því live fal- legt hljóti að vera á Þing- völlum í góðu veðri. „En mér finnst þetta þó Ustinov hreifst ákaflega af apanum í Hveragerði og eyddi töluverðum tíma í að reyna að ná góðri mynd af hon- um. ákaflega fallegt og álirifa- ríkt svona,“ bætir hann við. „Það var einhvern veginn svona veðrátta, sem átti að gilda i fyrsta leikritinu mínu, sem ég skrifaði þegar ég var 19 ára. Það fjallaði um rúss- neska, gyðingættaða flótta- menn í Englandi í fyrri lieimsstyrjöldinni og áætlan- ir þeirra um að vinna aftur fósturlandið. Ég var að lesa leikritið yfir um daginn og mér fannst bara þó nokkuð gaman að því. Sérlega man ég eftir einu atriði þar sem gamall hersliöfðingi og ung- ur aðmíráll eru að ræða sam- an um aðferð til að ráðast inn í Sovétríkin. Sá gamli segir að allt og sumt sem til þurfi séu 1000 ríðandi her- menn og þá sé allt klárt. „Hestar,“ hnussar þá í þeim yngri, „vitið þér ekk'i, hershöfðingi, að hestar eru úreltir? Nú eru það skrið- drekar sem duga.“ „Skriðdrekar! Ungi mað- ur. Á ekki sardínan hægar um vik utan dósarinnar en innan?“ svarar gamli hers- liöfðinginn.“ Pétur Eysteinsson lilær enn einu sinni, svo undir tekur i veggjum Almanna- gjár. „Nú er ég að skrifa leikrit sem heitir „The Passion Ac- cording to Pontius Pilate“.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.