Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 21
sem beið eftir því að einhver nemandinn kæmi hjá ög byði sér inn, en annars voru þetta lokaðir dansleikir. Nú, á einu ballinu var mikið um ræðuhöld; hver leiðindakarlinn tók við af öðrum með langa og innantóma ræðu. Polanski og nokkrir fylgifisk- ar hans, sem fleiri, voru orðnir þreyttir á þessu, og voru sífellt að heimta að þessum leiðindum yrði hætt og tekið að stíga dans- inn, en því var ekki sinnt. Þá tók hann til sinna ráða: Fékk nokkra kunningja sína með sér, fór út í svínabú sem var þarna viðloðandi skólann og svo komu þeir ríðandi inn í danssalinn á svínunum — allsnaktir! Þá byrjaði músikin. En hann var skemmtilegur og viðkunnanlegur náungi, hrókur alls fagnaðar, og var á þeim tíma álitinn mjög efnilegur, eins og síðar hefur reynzt alveg laukrétt. Hann var einn helzti framámað- urinn í > þessari klíku sem var í kringum flesta 'nemendurna, og þar var líka Frykowsky, sá sem myrtur var ásamt Sharon Tate. Eg var tekinn inn í þessa klíku alveg eins og skot, og mér reynd- ist Polanski ákaflega vel, eins og öllum öðrum. Til dæmis máttu allir nýliðar í skólanum eiga það víst að Polanski myndi hjálpa þeim og vera þeim innanhandar ef eitthvað færi á rönguna." Þrándur hættir aðeins að tala, fær sér sígarettu og blæs stór- um reykjamekki út í loftið. „Annars kynntist ég Polanski heldur lítið persónulega á meðan ég var í Póllandi,“ heldur hann áfram, „því hann hafði þá ný- verið unnið verðlaun fyxúr ein- hverjar myndir sínar, og var því Roman Polanski fyrir framan heimili sitt, þar sem morðin voru framin. á sífelldu ferðalagi um allan heim, eins og ég sagði þér í upp- hafi. Meira kynntist ég aftur á móti Frykowsky, en hann náði inn í skólann eftir að hafa reynt einu sinni eða tvisvar áður. Frykow- sky var af góðri og ríkri fjöl- skyldu kominn, snobbfólki Pól- lands, og átti það til að veifa í kringum sig 1000 szloty og bjóða öllum hópnum í partý og helgar- ferðir. Jú, ég get ekki neitað því, að það fyrsta sem mér datt í hug er ég frétti um Hollywood-morð- in var að hann hefði eitthvað verið viðriðinn þau. Og þegar ég þekkti hann, var hann eitthvað farinn að fást við eiturlyf, svo mér fannst það benda í sömu átt er það upplýstinst að hann hefði verið orðinn stór í þeim bransa 1 Bandaríkj unum. Ég skal segja þér eina smá stundaði mikið, og var setzt þar inn og upphafið almennt teiti. Þar hélt ég mig mest að þess- um Piwowsky, og er Frykowsky bauð í partý á eftir, ákváðum við (Piwowsky) að fara þangað tveir saman gangandi. Svo fórum við út, nokkuð á undan hinum — og á meðal þeirra sem inni voru var Frykowsky. Er við komum út hittum við þar fyrir gamlan mann, kengfullan, og heimtaði sá að fá að komast inn. Piwowsky tók því létt, sneri hattinum á hausnum á karli og segir honum að fara frekar í hina áttina. Svo fórum við bara og skiptum okkur ekkert af því, en karlinn hélt áfram að nauða í dyraverðinum. Þegar við vorum komnir svona 150—200 metra, heyrðum við eitt- hvað skurk, og er við litum við lá karl þar á götunni í blóði sínu. Seinna hef ég stundum iðrast þess sem ég gerði, en þá hugsaði ég ekki út í það sem slíkt gæti haft í för með sér, svo ég sneri við, og við báðir. Nú, svo hringd- um við í sjúkrabíl, karlinn var fjarlægður og síðan ætluðum við að fara okkar leið. Þá vissum við bara ekki fyrr en upp að okkur renndi lögreglu- bíll, við járnaðir með það sama og settir í steininn. Og til að gera langt mál stutt, þá var okkur Og hér er Piwowski sá sem Þrándur talar um; einn úr hópi fylgifiska Pol- anski‘s. Atriði úr myndinni „Evu Iangar aö sofa“, en þar iék aðalhlutverkið fyrri kona Polanski's. sögu um hann sem mér finnst lýsa honum ákaflega vel. Haustið 1963 var haldin opn- unarhátíð í skólanum, rétt sem á hverju hausti, og þá var það sem Frykowsky var tekinn inn í skólann. Eftir þessa athöfn flæktist ég ásamt fleiru fólki úr skólanum, þar á meðal Frykow- sky, Polanski, náunga að nafni Piwowsky, sem nú er líka stórt nafn í pólska kvikmyndaheim- inum, og mörgum öðrum, niður á klúbb sem kvikmyndafólkið haldið þar í nokkra daga, og við ákærðir fyrir morð. Meðfangar mínir voru meira að segja svo elskulegir að gefa mér bein úr súpugutlinu vegna þess að ég hafði drepið mann! Svo vorum við yfirheyrðir í sífellu og var alltaf verið að segja mér að nú væri Piwowsky búinn að játa og þar fram eftir götun- um. Jæja, en á endanum var okkur sleppt, enda karlinn á lífi og hafði bent á okkur sem sak- lausa. Frh. á bls. 50. 44. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.