Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 8
n x Tll AllRA f ERflA Dag- viku- og mánaöargjald 220*22 /jl BÍLALEIGAN 'ALllt!' RAUÐARÁRSTIG 31 MIG DREYMDI Skítug kvenföt Kæri draumráðandi! Viltu vera svo góður að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru, en hann er svona: Mér fannst sem maðurinn minn væri að koma heim úr siglingu, og færir hann mér tösku og seg- ir um leið við mig: „Þú mátt eiga það sem er í töskunni.“ Ég var fjarska spennt og opn- aði hana, en mér brá heldur en ekki í brún, þegar í ljós kom, að í töskunni voru eintóm skítug kvenföt. Mér fannst ég líta á hann og segja: „En keyptir þú ekki kulda- skóna, eins og þú varst búinn að lofa?“ Þá svarar hann: „Það eru skór þarna líka.“ Ég tók þá upp og mátaði, en þeir voru heldur stórir. Ég leit á hann og sá þá mér til mikill- ar undrunar, að hann brosti hæðnislega. Ég varð svo sár, að ég fór að gráta. Ekki var þessi draumur lengri. Ég tek það fram, að ég hef ekki hugsað mikið um, hvað hann muni gefa mér, þegar hann kemur heim, en hann er stadd- ur í Englandi núna. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. K.E. Það er enginn vafi á því, að maðurinn þinn mun færa þér eitthvað verulega fallegt, þegar hann kemur úr siglingunni, eitt- hvað, sem þú verður hrifin af og kemur þér á óvart. Að dreyma gömul, snjáð og skítug föt boðar dreymandanum góð forlög og of stórir skór tákna breytingu til batnaðar. áður augum litið. Ég á þó að heita sæmilega vel að mér í dýrafræði og hef skoðað marga dýragarða erlendis. Ég staðnæmdist í einu tjaldinu og horfði á risastórt fiskabúr. Ég tók eftir því, að allir fisk- arnir voru sprellifandi, en einn lá hins vegar við botninn. Mér datt í hug, hvort hann væri dauður. f sama bili bar að mann, sem mér fannst vera umsjónar- maður, og spurði ég hann sísona: — Ætli hann sé dauður þessi eini, sem liggur á botninum? — Já, áreiðanlega, svarar hann, eins og ekkert sé. — Væri þá ekki ráð að fjar- lægja hann, spurði ég og þótti kæruleysi umsjónarmannsins einum of mikið. — Það stendur þér næst að gera það, svaraði maðurinn. — Þetta eru hvort sem er þínir fiskar. Nú varð ég steinhissa og ætl- aði að mótmæla þessu, en í sama bili vaknaði ég. Gaman þætti mér, ef þið vild- uð ráða þennan draum, ef þið getið. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. S.G. Það boðar heppni í fram- kvæmdum að dreyma, að maður sjái lifandi fiska. Dauður fiskur táknar hins vegar vonbrigði taugaóstyrk eða rifrildi. Stund- um er sagt, að það gæti einnig táknað dimmviðri og rigningu. Ætli draumurinn í heild tákni ekki einhverja framkvæmd, sem þú hefur á prjónunum og að hún muni takast í öllum atriðum nema einu, sem bregzt. Fjaðrir Kæri þáttur! Hvað táknar þegar mann dreymir fjaðrir? Mér þætti vænt um, ef þú vildir segja mér allt sem þú veizt um fjaðrir í draumi. Ég þakka fyrirfram fyrir að- stoðina. Ég les draumaþáttinn alltaf mér til ánægju. Mig dreym- ir oft skrítna drauma, en ég sé á þættinum ykkar, að það eru hreinir smámunir við það, sem suma lesendur Vikunnar dreym- ir. Kær kveðja. Sveinn. DauSir fiskar - og lifandi Kæri draumráðandi! Mig dreymdi um daginn, að ég var staddur á dýrasýningu í Örfirisey. Þetta var all einkenni- leg sýning og fór öll fram inni í stórum tjöldum, sem slegið hafði verið upp þarna á eynni. Ég gekk úr einu tjaldinu í ann- að og mér þótti skrítið, að víða sá ég dýr, sem ég hafði aldrei f ágætri draumráffningabók segir svo um fjaðrir: „Hvítar fjaðrir eru dreymandanum fyrir mikilli upphefð og virðingar- votti, stundum fyrir auði og vel- megun. Fagurlitaðar fjaðrir boða góðar fréttir, en séu þær dökk- ar eða óhreinar er leiðra frétta að vænta. Gular eða grænar fjaðrir: veikindi eða skammvinn sorg. Svartar fjaðrir: sorg. Sjá fugla í sárum boðar langa ferð. Fjöður í hatti: óheppileg við- skiptasambönd.“ 8 VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.