Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 22
KVOLDID FYRUl BRÚDK AUFID 9. HLUTI - NIÐURLAG. Hawk reyndi að haía hemil á æsingnum í röddinni. — Allar einingar! Helen Rogers beygir til hægri við næstu gatnamót og á miðri húsaröð til hægri ekur hún inn á verksmiðjusvæði, þar sem afhendingin á lík- lega að fara fram. Hann gaf mönnum sínum frekari fyrirmæli og fannst hann verða kaldur innvortis. Eins og við öll önnur slík tækifæri. Þegar Helen beygði til hægri, kom hún inn á dimma, holótta og gangstéttalausa götu. Hana hafði grunað, að hann myndi velja stað sem þennan. Hún ók fram hjá tveimur þvergötum og kom að verksmiðjunni. Hún var skilin frá götunni með gömlum, sótugum, háum tígul- steinavegg. í kring voru auðar lóðir og nið- urrifshús. Bak við múrinn grillti í þriggja hæða verksmiðjuhús, sem teygðist eftir hálfri húsaröðinni. Hún kom svo snögglega að inn- keyrslunni, að hún fór fram hjá. Hún heml- aði, bakkaði og ók inn um galopið hliðið. Fyrir framan hana huldi myrkrið allt nema skuggalega verksmiðjubygginguna. í bak- speglinum sá hún, að hliðið lokaðist sjálf- krafa á eftir henni, og hræðslan vall yfir hana á ný. Hún var innikróuð eins og mús í gildru. Hún stöðvaði bílinn og sat kyrr, þar til hún róaðist nokkuð. Þá hélt hún áfram og kom ínn á þröngan malarstíg, sem lá milli verksmiðjuhlutanna. Hún reyndi að grilla hreyfingu í bílljósunum, en sá enga. Allt í einu kom hún auga á skiltið með orðinu BÍLASTÆÐI. Hún snarhemlaði og litaðist um. Nú hlaut hann að vera í nánd, skammt frá henni. Smám saman vöndust augu hennar myrkrinu. Hún heyrði hvískur. Aftur og aftur. Hann var að kalla á hana. Smástund leið, áður en hún áttaði sig á því, hvaðan hljóðið kom. Það kom úr dimmum undirgangi, gegnt skilt- inu. Henni tókst að greina útlínur manns. Hann stóð hreyfingarlaus með hendur niður með síðum. Andlitið var alveg í skugga. Hann hækkaði raustina: — Aktu einum meter lengra. Leggðu bílnum beint framan við skiltið. Slökktu svo ljósin, taktu pening- ana og komdu hingað. Hundrað metrum til hliðar við hliðið klifr- uðu nokkrir menn upp kaðalstiga. Þegar þeir komu niður að innanverðu, læddust þeir hljóðlaust eins og indíánar eftir skuggun- um. Hawk vissi, að nú voru aðeins sekúndur til stefnu. Gegnum radíóið var hvíslað boð- um frá bíl 14. — Við höfum fundið eina út- ganginn, annan en stóra hliðið. Það eru litlar trédyr á bakhlið múrsins. Meðan Hawk og Barney fikruðu sig ör- hægt gegnum myrkrið, hvíslaði hann ofur- lágt í radíóið: — Brynvarðar einingar gæti beggja hliðanna. Barney fór á undan gegnum þröngt sund milli tveggja húsa, og allt í einu voru þeir komnir alla leið. Rétt fyrir framan þá sáu þeir skiltið og bíl Helenar. Hawk fékk ákaf- EFTIR GORDON OG MILDRED GORDON. HÚN HEYRÐI HVÍSKUR INNAN ÚR MYRKUM UNDIRGANG- INUM. ÞAÐ HLAUT AÐ VERA HANN. EFTIR FÁEINAR SEK- ÚNDUR KÆMIST HÚN AÐ ÞVÍ, HVER HANN VÆRI. an hjartslátt. Þeir voru komnir nær en hann hafði ímyndað sér, að þeir gætu. Hann not- aði sér tækifærið, þegar flugvél dunaði yfir, og dró Barney með sér inn í dyraskot ennþá nær. Þar slakaði hann á hverjum vöðva meðan hann beið næsta leiks. Hún opnaði dyrnar með nokkrum hávaða, til að gefa til kynna, að hún væri að hlýða fyrirmælunum, en sat kyrr nokkur andartök. Svo tók hún á öllu sínu viljaþreki til að fara út úr bílnum, ganga afturfyrir hann og opna kistulokið. Hún tók upp böggulinn, og lagði af stað yfir stíginn. Allt var óraun- verulegt, eins og á gamalli mynd. Þögnin var þrúgandi. Ekkert heyrðist, nema skellirnir í skóhælum hennar. Hún sá enn ekki framan í hann. Bara hvítar hendurnar, sem stækk- uðu, þegar hún nálgaðist. Hann stóð graf- kyrr og beið. Þegar hún átti fáein skref eftir, kastaði hann sér fram. Áður en hún sæi framan í hann, dró hana inn í undirganginn. I næstu andrá rykkti hann til sín bögglinum og lagði hina höndina yfir munn hennar. Hún barðist ofsalega um, til að reyna að fá ráðrúm til að anda. — Ég ætla ekki að vinna þér mein, Hel- en. Þú veizt, að ég ætla ekki að skaða þig. Röddin var mjúk, og í fyrsta sinn virtist hann afslappaður. Hann hafði fengið dollar- ana sína. og var nú í góðu skapi. Henni tókst að losa um munninn og sagði: — Ég hef gert eins og fyrir mig var lagt. Leyfðu mér að fara! Hann bar stóra, sjálflýsandi úrskífuna upp að augunum og sagði: — Ég leyfi þér að fara eftir nákvæmlega þrjátítu sekúndur. Hún þagði. Þrjátíu sekúndur. Annað komst ekki fyrir í höfði hennar. Svo fann hún, að hann strauk henni um bakið. — Þú hefur fallegt bak, Helen. Ég er hrifinn af konum, sem hafa fallegt bak. Hawk kreppti hnefana. Hann fann, að Barney bjó sig til stökks fyrir aftan hann. Hann bandaði hendinni neitandi aftur fyrir sig. Eins og nú stóð á, hafði maðurinn yfir- höndina. Hann gat deytt hana áður en þeir kæmust alla leið, eða notaði hana sem skjöld á flóttanum. Þrjátíu sekúndur. Hvers vegna þrjátíu sekúndur? Hann hélt að minnsta kosti, að hann vissi svarið. Hann fór að titra. Hann klappaði henni á hnakkann, en klappið var þungt eins og högg. Svo bar hann úrið aftur upp að augunum: — Fimmtán sekúndur, sagði hann. — Tíu ... sex .... Hann hratt henni af stað í áttina að bíln- um. Hún hraut af stað, hrasaði, og var nærri dottin. Hún reyndi að ná jafnvæginu og stanzaði. Hann hrópaði til hennar að halda áfram og flýta sér burtu. Aftur var kominn æsingur í röddina. Hann hljóp í áttina burtu og skipaði henni á hlaupunum að flýta sér að bílnum. Aftur var hún nærri dottin, en tókst að standa í fæturna. Hún heyrði aðra rödd hrópa: — Burt frá bílnum, Helen, burt frá bílnum! Hún þekkti, að þetta var rödd lögreglu- varðstj órans, en í sama bili hófst bíllinn á loft í ofsalegri sprengingu. Um leið og leið yfir hana, sá hún Hawk aðeins nokkra metra í burtu. Hann missti einnig meðvitund, en aðeins örstutta stund. Allt í kringum hann rigndi niður múrsteinsbrotum og bílahlutum. Honum tókst að brölta á fætur. Augun og nasirnar voru full af ryki. Hann fálmaði sig í gegnum rykkófið og fann hana liggjandi á grúfu. — Náðu í sjúkrabíl og lækni, hrópaði hann til Barneys. — Og bíddu hér, þar til hún verður sótt. Hann hljóp álútur af stað í áttina þangað, sem kúgarinn hafði farið. Við og við nam hann staðar til að hlusta. Nú var aftur hljótt en bergmálið af sprengingunni söng enn í eyrum hans. Hann sveið í augun, en illskan dreif hann áfram. — Kúgarinn er á leið til bíls á suðvestur- hluta svæðisins, var hvíslað í radíóið. — Ég endurtek: Til bíls á suðvesturhluta svæðisins. Hawk nam staðar, tók radíóið og sagði: — Brynvörðu einingarnar eiga að koma inn í gegnum hliðið og taka sér stöðu strax fyrir innan það. Við bíðum eftir sjúkrabíl. Hann beið andartak, áður en hann hélt áfram. — Ég kalla á þyrluna. Þyrlan: Við þurfum mesta mögulegt ljós undir eins. Svo hljóp hann aftur af stað, álútur sem fyrr. Hann heyrði bíl gangsettan og því næst nálgaðist vélarhljóðið. Það nálgaðist mjög hratt, og það var með naumindum, að hon- um tókst að víkja sér undan. Um leið og bíllinn þaut hjá, miðaði Hawk á annað aftur- hjólið, en hitti ekki. Hann rauk út á stíginn til að hlaupa á eftir bílnum í stefnu á hlið- ið, en rétt í því blindaðist hann af ljósunum. Ökumaður Porschebílsins hafði uppgötvað brynvörðu einingarnar í tæka tíð, og snúið við. Nú stefndi hann að bakhliðinu. Hawk kastaði sér undan og skaut um leið. Nú hitti hann, og sprengdi annað afturdekkið. Fáein andartök rásaði Porscheinn ofsalega og straukst við húsvegginn, áður en ökumaður- inn náði aftur valdi yfir honum. Og aftur hljóp Hawk af stað á eftir bílnum. f sama bili heyrði hann til þyrlunnar. Ljóskastar- arnir ristu myrkrið eins og hnífar. Það 22 VIKAN 44 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.