Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 14
Fjarri heimsins glaumi það var ekki háttbundið hljóð- fall sem hann heyrði, stormnótt- ina miklu, þar sem hann lá í rúmi sínu í kofanum. Það var tryllt og ógurlegt angistarjarm, eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir. Hann þaut á fætur og greip byssu sína um leið og hann hljóp út. Girðingin hafði brotnað niður og hann sá litla Georg reka allan hópinn, með gjammi og látum, fram á klettabrúnina við hafið. Hann þaut á eftir þeim, en gat ekkert að gert. Þegar hann kom fram á brúnina, voru allar kind- urnar fallnar fyrir björgin; litli Georg stóð sigri hrósandi, eins og hann hefði framið hetjudáð. Eitt skot, og litli Georg féll til jarðar. Gabriel stóð sem lamað- og horfði á dauðar kindurnar, meðan öldurnar soguðu þær út í djúpið. - Þakka þér góði Guð, þakka þér fyrir það að ég skuli ekki vera giftur, tautaði hann. Peningarnir fyrir býlið og á- höldin dugðu rétt til að greiða skuldir. Með gamla Georg sér við hlið og flautuna í bakpokanum, rölti Gabriel til Casterbridge til að leita sér að vinnu. Hann átti ekkert nema fötin sem hann stóð í. Hópur hermanna reið eftir veginum, sem lá frá Caster- bridge. Rauðir jakkar þeirra lýstu upp landslagið, og stúlkan sem kom hlaupandi yfir engið sá þá langleiðis að. En augu hennar leituðu aðeins að einum manni, liðþjálfanum sjálfum, Frank Troy. Dökk augu hans tindruðu, þeg- ar hann kom auga á hana. Hann veifaði til hermannanna, gaf þeim bendingu um að halda áfram, en stökk sjálfur af baki. — Fanny! Hvað ertu að gera hér? Ég get ekki talað við þig nú. — Þú sagðist ætla að koma til mín. Stúlkan var ákaflega grann- vaxin og fíngerð, freknótt, ynd- islega blíðleg. Angistin skein úr augum hennar og kinnarnar voru mjög heitar og rjóðar. — Frank, hvenær á það að verða? — Á hvað að verða? — Giftingin. Brúðkaupið okk- ar! Þú sagðist ætla að kvænast mér. Þér er vonandi alvara? Enginn mannlegur máttur gat staðizt þetta biðjandi augnaráð, allra sízt Frank Troy. - - Ég sagði þér það, og ég stend við það, sagði hann. En ég get ekki staðið við núna. Fanny, þú veizt að ég elska þig. Er það ekki? Hann langaði til að kyssa hana, en þeg- ar hann leit út undan sér og sá glottið á 'liðsmönnum sínum, þá hætti hann við. — Ég verð að flýta mér. Annars missi ég stöð- 14 VIKAN 44-tbl- una. Og þú missir líka þína stöðu, ef þú flýtir þér ekki heim! — Ég kem og heimsæki þig í tjaldbúðirnar. Hún leit á hann og ástin skein úr smágerðu andlit- inu. — Þú mátt koma, en ekki fyrr en ég læt þig vita. Vertu blessuð á meðan. Hann reið í veg fyrir herdeild- ina og þaggaði niður í flissandi hermönnunum. En innra með sér fann hann til hlýju, einhverrar framandi tilfinningar. Mikið var hún yndisleg. Hann ætlaði að senda boð eftir henni fljótt, — mjög fljótt! Það var mikil þröng á stóra markaðinum í Casterbridge. Hestar og nautpeningur skiptu um eigendur. Trúðar reyndu að yfirgnæfa hvern annan. Á torg- inu og í hliðargötum var allt fullt af fólki; ungir og gamlir, ríkir og fátækir, allir í einni bendu. Sumir voru að leita að þjónustu- fólki, aðrir að atvinnu. Gabriel Oak ruddi sér braut gegnum þvöguna og leit í kringum sig. En það var greinlegt að hann átti ekki heima meðal þeirra sem voru að leita fyrir sér með vinnu; það voru margir sem snertu handlegg hans og spurðu feimn- islega: — Vantar herrann ekki vikadreng? Þvert á móti, sagði Gabriel, — mig vantar vinnu. Vitið þið um nokkurn sem vantar ráðs- mann? En enginn vissi til þess. Þarna voru margir fjárhirðar, með langa stafi, og voru sumir þeirra að gera út um ráðningu sína með handslagi. Miðaldra Frelsistilfinning gagntók Batshcbu, þcgar hún þeysti um á hcsti sínum .. maður með rólegt og þróttmikið andlit, leit á Gabriel og sagði: — Hverskonar vinnu leitið þér eftir? — Ráðsmannsstöðu. — Mig vantar fjárhirði. Maðurinn gekk áfram og Ga- briel starði á eftir honum. Hirð- ir! En það leit ekki út fyrir að hann gæti gert sér vonir um að fá vinnu við bústjórn, hann varð að láta sér það lynda. Aðalatrið- ið var að vinna sér fyrir mat í bili. Enginn vissi heldur betur en hann hvernig átti að annast búfé. Hann vék sér til hliðar, skipti um föt, fór í síðan vinnu- kyrtil og tók sér staf í hönd. En það var líkast töfrum, skyndi- lega virtist enginn þurfa á fjár- hirði að halda, — hann mætti manni sem vantaði ráðsmann. Og hann sá myndarlega bóndann vera að ganga frá ráðningu við horaðan mann og ennþá magrari konu hans. Um kvöldið hafði Gabriel Oak ekki fengið neina vinnu, og hann átti ekki eyri í vasa sínum.. Út úr einu vertshúsinu kom hópur glaðværra náunga, þar á meðal myndarlegi maðurinn, sem Ga- briel hafði vonað að fá vinnu hjá. Þeir voru greinilega mettir og góðglaðir, en Gabriel var hvorúgt, honum var líka kalt. Nú var aðeins eitt sem hann gat gert. Hann tók flautuna sína upp úr bakpokanum og fleygði hattinum á götuna. Það leið ekki á löngu áður en smápeningum tók að rigna í hattinn hans. Slátrarinn með síðu svuntuna dansaði einn í fyrstu, en fleiri og fleiri fóru að dæmi hans. Þeir voru allir þreytt- ir eftir langan dag og áhyggju- lausir af sterku ölinu. Og Gabriel spilaði. Hann spilaði til að gleyma sorgum sínum, sultinum og þreytunni, spilaði til að heyra ekki fyrir eyrum sér óminn af orðum Batshebu: — Ég elska þig ekki! — og til að heyra ekki angistarjarmið í kindunum sín- um, þegar þær steyptust í dúpið. Hann spilaði fjöruga dansa, augu hans voru dökk af trega, en drættirnir um munn hans urðu fastari. Hann var karlmað- ur, og karlmenn létu ekki sjá á sér sorgarmerki. Hann varð að standa af sér storminn, beinn í baki. Og Gabriel spilaði.... Um nóttina fékk hann að sitja á vagni, sem var á leið til mark- aðsins sem halda átti í Shottsford daginn eftir. Karlarnir á vagn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.