Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 41
tölum aldrei um veSrið," segir hann, eins og til skýringar. „Allur galdurinn er bara að líta út um gluggann. Við náum sambandi með nokkurskonar fjarskiptum, sem byggjast á sameiginlegri reynslu. Og í rauninni sé ég ekki til hvers krakkar á okkar aldri þurfa að vera tala nokkuð saman yfirleitt. Við sjáum öll það sama í sjónvarpinu, sömu kvikmyndirnar, skólarnir eru svipaðir, við höfum sömu skoðanir á hlutunum, svo það er ekki til neins að vera blaðra um það allan daginn." í augum Arlo's og vina hans er það sem er gott „æði", „rosi" eða „töff", og það sem er slæmt „plast- ik" eða „niðurfallandi". Og með þessum takmarkaða orðafjölda skilja allir við hvað er átt. En Arlo Guthrie er ekki eingöngu fulltrúi kynslóðar sinnar. Heimurinn borgar honum fyrir ævintýralega drauma sína um það þegar hann fór fram af háum kletti á mótorhjólinu sínu (Mig langar ekki að deyja / Mig langar bara að tæta á mótorhjólinu mínu), um það er hann talaði á súrrealiskan hátt um innsetningu forseta Banda- ríkjanna og þar fram eftir götunum. Og Arlo lifir samkvæmt fantasíum sínum. Nýlega borgaði hann síma- reikninginn sinn í 10 senta pening- um — 500 dollara — bara til að sýna símafélaginu að hann ætti nóg af silfri til að borga reikninginn sinn. Og hann hefur ekki trú á með- borgurum sínum í dag. „Hugsaðu þér bara," segir hann, „hvað myndi ske ef við létum allir klippa okkur í einu og tækjum upp á því að ganga um f sparifötunum. Það myndi enginn vita hvern hann ætti að hata, hvern hann ætti að elska og hvern hann ætti að láta setja í steininn." Eins og flestir af Woodstock-kyn- slóðinni hefur Arlo ekki nokkurn áhuga á stjórnmálum. „Öll stjórn- málakerfi eru tómt húmbúkk." En hann lætur sig dreyma: „Einhvern- tíma komumst við á það stig, að ekki verður til neitt sem heitir hræsni, græðgi eða strfð. Friður er það eina sem gildir. Og maður leit- ar ekki að friði, heldur notar mað- ur hann. Eftir 20 ár verður allur þessi óþverri búinn að vera. A mjög einfaldan hátt kemst fólk að því að það er mun skemmtilegra að vera góður heldur en að vera gráðugur. Og þegar það verður, mun það reynast eitt af furðuverkum verald- ar — f augum fólksins." Arlo og vin- ir hans hlæja kunnuglega. Arlo ætl- ar ekki að breyta þessum spillta heimi. Það á bara að koma svona af sjálfu sér. „Ég hef ekki áhuga á þvf að breyta fólki. Raunveruleik- inn einn getur gert það, og ég syng um raunveruleikann." Það er ekki fyrir neina tilviljun að Arlo Davy Guthrie er orðinn að nokkurskonar trúbador fyrir þessa ráðvilltu æsku. Á tfmum kreppunnar miklu ferðaðist faðir hans, Woody Guthrie, um landið og hyllti Banda- ríkin í lögum sem nú eru orðinn hluti af þjóðararfi þeirra: This land is your land, this land is my land, Pastures of plenty, Tom Joad og fleiri. Og er Árlo var 6 ára, hafði faðir hans flutt til Coney-eyju, ásamt konu sinni Majorie. Heimili þeirra á ströndinni þar var „hús gleði, söngva og dansa", eins og Woody sagði sjálfur, og þar voru til húsa fleiri þjóðlaga- og vísna- söngvarar eins og Pete Seeger, Lee Hays og Jack Eilliott. Og það var Mar jorie sem kenndi 6 ára gömlum syni sfnum að leika á gítarinn. En Woody var haldinn ólæknandi sjúkdómi, sem er kallaður Hunting- ton's kólera. Og þar sem sjúkdóm- urinn er ættgengur á Arlo það jafn- vel á hættu að þurfa að dvelja í sjúkrahúsi er hann eldist, og bíða þar eftir því að deyja. En hann lifir í voninni um það að hann sleppi og hefur hjálpað móður sinni að setja á laggirnar stofnun sem berst á móti þessum sjúkdómi. En þó Woody væri mikið á sjúkra- húsum óx Arlo úr grasi undir sterk- um áhrifum frá föður sínum. „Við fórum með Woody út og lékum okk- ur í grasinu," segir Marjorie. „Þeir voru ákaflega tengdir án þess að segja mikið. Þeir hlustuðu á tón- list jafnvel þegar Woody gat ekki talað lengur. Og Arlo kynntist Woody í gegnum fólk sem kom heim, eins og t.d. Pete Seeger. Ég reyni að halda gangandi öllum sög- unum um Woody. Það heldur fjöl- skyldunni lifandi." Og Arlo bætir við: „Woody var heima jafnvel á meðan hann var á sjúkrahúsinu. Og hann er það enn. Hver getur sagt til um hvar upphaf og endir einhvers er?" Arlo var byrjaður að semja eigin lög er hann hóf gagnfræðaskóla- nám. „Hann var að semja daga og nætur," segir Marjorie, „og það skipti engu máli hvað klukkan var, alltaf kom hann hlaupandi til mín og hrópaði: „Hey, mamma, hlustaðu hér. Ég er búinn að semja nýtt lag." Fyrsta lagið sem hann kallaði sitt eigið, var stæling á einu laga Wood- y's, „So Long, It's Been Good To Know You," en í stað þess að láta textann fjalla um rykugan þjóðveg- ina, var hann um reikningspróf." Og um það bil 7 árum síðar not- færði Arlo sér annað tjáningar- form föður sfns, „tal (talking) blues", og þá varð hann frægur fyrir „Alice's Restaurant." Marjorie Guthrie gat ekki bæði sinnt sjúkum eiginmanni sínum og börnunum, svo Arlo fór f skóla í Stockbridge, þar sem hann kynntist Ray Brock, sem kenndi skúlptúr þar, og konu hans, Alice, en hún var bókavörður skólans. Eftir að' hann lauk námi frá Stockbridge, „sögðu allir að ég ætti að fara í háskóla, svo ég reyndi það í smátíma," segir Arlo, sem fór f Rocky Mountain-há- skólann í Billings, Montana. „Ég vildi aldrei að Arlo færi," bætir móð- ir hans við. „Hvaða skóli myndi taka á móti honum? Aðeins sá sem gerði engar kröfur. En ég pakkaði niður fyrir hann og sagði við sjálfa mig: „Hve lengi ætlar hann að ÞtJ VERÐUR d æsandi Æsandi POGXJR ÆSANDI hartopp fra salon Kl€öpAr|?A med TÝSGÖTU íóstsendum uskilmálar * greids /------------------------------—-----V VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. * Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVIÐUR og Þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. * Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670 t-----------------------------------J «. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.