Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 44
NEW Portrait Make up X FILM BY DOROTHY GRAY Algerlega nýtt make-up, sem gef- ur eðlilegt útlit og mjúka húð — MÝKRI EN SILKI. Strikar ekki né breytir lit og þurrk- ar ekki húðina. Portrait Make-up á við alla húð og endist bezt — ER UNDURSAM- LEGT. Notað með eða án púðurs. Reykjavík, INGÓLFS APÓTEK. DOROTHY GRAY NEWYORK • LONDON • PARIS ■HAR ER DBKIN RANS NÍA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sselgætisgerðin Nói. SlSast er dreglð var hlaut verðlaunln: Haraldur Örn Arnarson, Hraunbæ 86, Reykjavík. Vlnnlnganna mé vltja í skrifstoíu Vlkunnar. Nafn Helmllt Örkin er á bls. 44. heimi. Það er til mikið af fólki sem ekki getur náð sambandi við aðra og er alltaf þvingað, en á svið- inu er það frjálst eins og fuglinn." Og Arlo bætir við: „Það sem ég er að reyna að gera á hljómleikum er ekki aðeins að vera þar og gefa fólki eitthvað fyrir snúð sinn. Ég geri mínar athuganir og reyni síðan að koma þeim til fólksins án þess að blanda sjálfum mér inn í málið." Þegar Arthur Penn ákvað að gera kvikmyndina „Alicés Restaurant", var staðfesta Arlo's að halda sjálfum sér frá öllu saman, eitt helzta vanda- málið í sambandi við leikstjórnina. „Það sem var virkilega ergilegt í sambandi við hann," segir Penn, „var þetta ægilega hIutleysi. Ég var í sífellu að reyna að fá hann til að gera eitthvað raunverulegt. Stundum spurði ég hann: „Hvað myndir þú gera nú?" Og þá sagði hann: „Það sem ég er að gera." „Og hvað ertu að gera?" „Horfa á." Og ég hélt baráttunni áfram, en það er ákaflega erfitt að fá áhuga- leikara til að gera eitthvað virkilega vel. Þeir hafa bara ekki nægilega undirstöðu til þess. I einu atriðinu átti hann að sýna reiði, en þess í stað varð hann sífellt hlutlausari. Loksins greip Jimmy Broderick, sá sem leikur Ray, í höndina á hon- um undir borðinu og kreisti hana af öllu afli bara til að koma honum í samband við það sem var að ske." Og þolinmæði og ástundun Penn's kom til með að borga sig, því leik- ur Arlo's er virkilega eðlilegur, hrif- næmur og fyndinn." „Alice's Restaurant" er einkenni- leg kvikmynd. Lögregluþjónninn sem handtók Arlo er þar leikinn af sjálfum sér, Alice og Ray leika lítil hlutverk, þó ekki sig sjálf, þar sem þau slitu samvistum um það leyti sem kvikmyndatakan hófst, en þau voru viðstödd nær allan tímann og horfðu steini lostin á sig leikin af öðrum. Eins og áður segir. þá var Rey leikinn af Jimmy Broderick, og Alice lék Pat Quinn, sem er furðu- lega lík henni. Aðalleikararnir kvörtuðu tíðum yfir því að hinir raunverulegu „karakterar" væru of nálægt til þess að allt væri í lagi. Og það kom fyrir oftar en einu sinni að hin raunverulega Alice réðst á Jimmy með skömmum og svívirð- ingum fyrir eitthvað sem maður hennar hafði gert eða sagt. En fyrir Arlo skiptir þessi kvik- mynd ekki miklu máli. „Blessaður, maður," segir hann, „ég vil ekki láta flækja mér í þennan peninga- hringdans sem þessi heimur er. Þá vil ég heldur skapa mlna eigin ver- öld. Mér finnst bezt að halda mér við vini mtna. Við erum öll á sama báti og höfum ekki trú á að það væri til neins að fara af honum. Það hef- ur verið allt of mikið um það að fólk sé að hafa áhyggjur af öðrum. Nú, auðvitað er það fallega gert að líta eftir meðbróður sínum, en fyrst verður maður að læra að líta eftir sjálfum sér." (Arlo Guthrie hefur verið nefnd- ur fulltrúi eða talsmaður ungu kyn- 44 VIKAN 44 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.