Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 39
in sjónarhóli. Hann gerit fyrir- myndir sínar ódauðlegar og þess vegna lifa verk hans meðan heimurinn stendur. Hver þekkir ekki Nóru? Hver þekkir ekki frú Alving? Við hittum þær í gær, við mætum þeim á morg- un, og þær munu aftur skjóta upp kollinum eftir hundrað ár. Vinnudagur Ibsens gerist nú æ reglubundnari. Hann vinnur eft- ir ákveðinni stundatöflu, og sem fyrr bægir frú Ibsen frá öllu því sem kynni að trufla hann, jafnt hið ytra sem innra. Það er ekkert leyndarmál að Ibsen vildi gerast listmálari, en hins vegar vita fáir, hversu mik- ið erfiði það kostaði frú Ibsen að fá hann ofan af því. Um þetta segir hún sjálf: — Sg varð hreinlega að berj- ast við hann! f vinnuherbergi Sigurðar hengu lengi nokkrar teikningar eftir föður hans. Sigurður stóð oft og virti þær fyrir sér, og einu sinni sagði hann: — Þær eru reyndar ekki með öllu sneyddar listrænum verð- mætum. En þó hlýtur maður að fyllast skelfingu við þá tilhugs- un, að um tíma vildi hann segja skilið við skrifborðið og helga sig málaralistinni. Heimurinn getur sannarlega þakkað móður minni það, að hann varð einum lélegum listmálara fátækari, en hlaut hins vegar stórbrotið skáld í staðinn. Jafnvel þá daga, sem Ibsen var illa upplagður, tókst henni að fá hann til þess að taka sér penna í hönd. Smátt og smátt komst hann að raun um, að hún hafði á réttu að standa í þessu efni eins og mörgu öðru. „Þegar þú ert ekki í skapi til að skrifa,“ sagði hann löngu síðar við Sigurð, „þá skaltu samt setjast ósköp róleg- ur við skrifborðið þitt, eins og ég geri. Og þá kemur andinn yfir þig af sjálfu sér!“ Þannig tókst henni æ betur að fá hann til að einbeita sér að vinnu sinni og nýta hæfileika sína til hins ýtrasta. Þegar í upp- hafi hjónabands þeirra leitaðist hún við að fæla frá léttlynda vini og kunningja, sem vildu sóa tíma Ibsens. Faðir minn sagði einu sinni að skapandi listamaður þarfnaðist barnfóstru, og það má segja um frú Ibsen, að hún hafi einmitt gegnt því hlutverki í lífi manns síns. Hún leyfði engum að raska ró hans. Og Ibsen var þetta sjálfum vel ljóst. Hann sagði eitt sinn um konu sína: — Hún er einmitt þess konar manneskja, sem ég þarfnaðist. Enginn gat örfað hann og hvatt betur en hún. Ef þunglyndi og vonleysi náðu tökum á honum, tókst henni að stappa í hann stálinu. Af mínum fátæklegu orðum hér að framan vona ég, að ljóst sé, hvílíkur styrkur hon- um var í takmarkalausri trú hennar á hæfileikum hans. Þá Ibsen var niðurbrotinn yfir miskunnarlausri ög ranglátri gagnrýni, lét frú Ibsen engan bilbug á sér finna. Augu hennar skutu gneistum, og eitt sinn sagði hún: — Þú með þína snilligáfu: Að þú skulir vera að fárast yfir því sem þetta pakk skrifar um þig! Þetta nægði. Ibsen stóð á fæt- ur og gekk hnarreistur inn í vinnuherbergi sitt — eins og endurborinn. De unges Forbund kom út 1869 og vakti mikla gremju. Ljós- myndirnar voru of líkar fyrir- myndunum. Þær voru ekki retu- seraðar, eins og sagt er. Allir tóku verkið til sín, jafnvel faðir minn. Reyndar hafði hann ekki ástæðu til þess. Ibsen hefur tek- ið af allan vafa um það í bréfi, þar sem hann segir berum orð- um, að hann hafi aldrei haft Björnsson í huga, er hann skóp Stensgárd. Á þessum tíma var nóg af stjórnmálamönnum, sem flögguðu innantómum slagorðum, og það stóð heldur ekki á þeim að mæta á frumsýningunni til þess að púa og flauta. En jafnt og þétt fór hróður Ibsens vaxandi, — eða ef til vill væri nær sanni að kalla það óhróður. Eins og hann sagði sjálf- ur: —- Eg hef orðið frægur af ein- tómum niðurrifsskrifum. Alla gagnrýni um verk sín, þótt slæm væri, klippti hann út og varðveitti. — Óvinir mínir hafa hjálpað mér mikið, sagði hann. — Þeir gættu þess ekki, að loks var svo komið, að fólki lék hugur á að vita, hver þessi maður væri eig- inlega, sem sýknt og heilagt var verið að skamma í blöðunum. Þetta var deginum sannara. — Um þessar mundir bárust Ibsen boð úr ólíkustu áttum. Honum var boðið að taka þátt í norrænni ráðstefnu um réttritun, sem haldin var í Stokkhólmi, og kon- ungurinn af Egyptalandi bauð honum að vera viðstaddur vígslu Súezskurðarins. Á ferð sinni um Egyptaland fær Ibsen fyrsta bréf sitt frá Sigurði, sem þá var 10 ára gamall. Og í bréfi frá frú Ibsen segir svo: „Meðan þú nýtur lífsins suður í löndum, er nýjasta verk þitt, De unges Forbund, frumsýnt í Christianíu með sögulegum hætti. Mér hafa borizt spurnir af at- burðunum. Frumsýningarkvöldið voru brír fyrstu þættirnir sýndir við góðar undirtektir, en í fjórða þætti, þar sem Bastian segir í stuttu máli, hvað þjóðin sé, þá var byriað að oúa á þriðja bekk. Að söffn voru það stúdentar sem stóðu fyrir þessu. Hvað finnst þér?.... En nú kom önnur sýning, minn kæri, og það lá í loftinu, að eitt- hvað myndi gerast. Húsið var troðfullt, og þegar Lunestad end- aði fyrstu ræðu sína, var byrjað UatioiÍathutiíf ýhHi- & ÚtikurÍir H □. VILHJÁLMBBDN RÁNARGÖTU 12 SÍMI 19669 r :--------------------------s Þér siiarið með áskrift VIKAN Skiptiolfi 33 - sími 35320 v_____________________;________________y 44. tbi. vikan 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.